Valur

Fréttamynd

Aðal­lega fyrir and­legu hliðina að koma aftur og vera með

Embla Kristínardóttir átti kröftuga innkomu af bekknum fyrir Valskonur í kvöld þegar þær báru sigurorð af Grindavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 63-83 suður með sjó. Embla, sem er hokin af reynslu, bæði í deild og með landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur, er að sögn hægt og bítandi að finna sitt gamla form en hún fór í barneignarleyfi undir lok árs 2021.

Körfubolti
Fréttamynd

Samningi Lovísu í Noregi rift

Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, mun ekki klára tímabilið með Tertnes í Noregi en samningi hennar þar var rift þar sem hún er að glíma við meiðsli og er frá keppni.

Handbolti
Fréttamynd

Til Vals eftir verkfallið

Lúkas Logi Heimisson, 19 ára knattspyrnumaður úr Grafarvogi, er genginn í raðir Vals frá Fjölni eftir að félögin komust að samkomulagi um kaupverð. Valsmenn tilkynntu um tvo nýja leikmenn í dag sem báðir eru ungir og hafa verið á mála hjá ítölsku félagi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kári Jónsson: Vorum kannski orðnir of þægilegir

Kári Jónsson sá alveg hag í því að hafa tapað fyrir Breiðabliki í kvöld þó að hann hafi náttúrlega verið svekktur með frammistöðuna. Leikurinn endaði 89-78 og þrátt fyrir 20 stig frá Kára þá áttu Valsmenn varla möguleika á móti Blikum í seinni hálfleik sérstaklega.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Breiða­blik - Valur 89-78 | Heima­menn vaknaðir af værum blundi

Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir.

Körfubolti
Fréttamynd

Stórsigrar hjá Njarðvík og Val

Njarðvík og Valur unnu stóra sigra í leikjum sínum í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík náði þar með fjórða sætinu aftur af Grindvíkingum.

Körfubolti
Fréttamynd

Valskonur völtuðu yfir botnliðið

Topplið Vals lenti ekki í neinum vandræðum er liðið tók á móti botnliði HK í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Valskonur tóku forystuna strax í upphafi leiks og unnu að lokum 16 marka sigur, 41-25.

Handbolti
Fréttamynd

Adam hafði val og valdi Val

Adam Ægir Pálsson, stoðsendingakóngur síðustu leiktíðar í Bestu deildinni í fótbolta, er genginn í raðir Vals eftir að hafa síðast verið samningsbundinn Víkingum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Haukar - Valur 61-71 | Þreyta í nýkrýndum bikar­meisturunum

Valur vann sterkan sigur á nýkringdum bikarmeisturunum Haukum í toppslag 16. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en ferskleiki og baráttugleði skiluðu Valskonum sigrinum á endanum eftir samhellda liðframmistöðu. Fer þá Valur upp að hlið Hauka í töflunni, lokatölur 71-61.

Körfubolti
Fréttamynd

Ristin brotin og Tryggvi úr leik

Tryggvi Hrafn Haraldsson, knattspyrnumaður úr Val, vonast til að vera farinn að æfa og geta mögulega spilað fyrsta leik liðsins í Bestu deildinni í vor þrátt fyrir að hafa ristarbrotnað á dögunum.

Íslenski boltinn