Umfjöllun og viðtöl: Hamar - Valur 89-111 | Fimmti sigur Vals í röð Andri Már Eggertsson skrifar 11. janúar 2024 21:56 vísir/bára Valur vann 22 stiga útisigur gegn Hamri 89-111. Þetta var fimmti sigur Vals í röð sem er á toppnum í Subway deildinni. Stemmningin í Frystikistunni í Hveragerði sveik ekki þrátt fyrir að Hamar sem hafði tapað öllum leikjunum á tímabilinu væri að mæta Val sem er í toppbaráttunni. Það var orka í heimamönnum til að byrja með. Hamar náði frumkvæðinu og voru að gera vel í að finna glufur í gegnum vörn Vals. Hamar komst mest fimm stigum yfir 14-9. Fimm stiga forskot Hamars í upphafi var langt frá því að slá Valsara út af laginu sem svöruðu fyrir sig. Eftir fyrsta fjórðung voru gestirnir þremur stigum yfir 23-26. Valsarar byrjuðu annan leikhluta með látum. Það gekk allt upp og eftir að Taiwo Badmus gerði fimm stig í röð fékk Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, nóg og tók leikhlé ellefu stigum undir 27-38. Tæplega fjórum mínútum síðar þurfti Halldór Karl að brenna annað leikhlé þar sem holan var orðin dýpri. Kristófer Acox tróð með tilþrifum yfir Franck Kamgain og Halldór Karl tók leikhlé fimmtán stigum undir 36-51. Valsarar voru ellefu stigum yfir í hálfleik 43-54. Kristófer Acox hélt áfram að sjá um tilþrifin í síðari hálfleik. Kristófer átti skemmtilega aftur fyrir bak sendingu á Kristinn Pálsson í horninu sem hikaði ekki og setti niður þriggja stiga skot. Í næstu sókn Vals setti Joshua Jefferson niður þrist af löngu færi úr afar erfiðri stöðu. Þetta var farið að minna á skemmtilega æfingu hjá Val. Þrátt fyrir að Hamar hafi náð að gera níu stig í röð um miðjan þriðja leikhluta var Valur með fjórtán stiga forskot 69-83 þegar að haldið var í fjórða leikhluta. Heimamenn náðu aldrei að gera fjórða leikhluta spennandi og fimmti sigur Vals í röð staðreynd. Leikurinn endaði með 22 stiga sigri Vals 89-111. Af hverju vann Valur? Valsarar þurftu ekki að hafa allt of mikið fyrir sigrinum í kvöld. Gestirnir unnu alla leikhlutana og áttu alltaf svar þegar að Hamar gerði nokkrar körfur í röð. Hverjir stóðu upp úr? Joshua Jefferson, leikmaður Vals, fór á kostum og var stigahæstur með 37 stig. Joshua var að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en setti níu þrista ofan í. Kristófer Acox var allt í öllu hjá Val. Kristófer gerði 26 stig, tók 10 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hvað gekk illa? Hamar er í fjölmiðlabanni þar sem ummæli Ragnars Nathanaelssonar, leikmanns Hamars, hefur ratað inn á borð aganefndar. Eftir leik Keflavíkur og Hamars náðist upptaka af Ragnari tala illa um dómarana í leiknum. Hvað gerist næst? Valur fær Keflavík í heimsókn næsta fimmtudag klukkan 19:15. Á sama tíma mætast Stjarnan og Hamar. „Valur er gott lið og ég er ánægður með að hafa farið í Val“ Taiwo Badmus, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinnVísir/Bára Dröfn Taiwo Badmus, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn og hversu vel liðið hefur tekið á móti honum. „Við vorum að vinna í nokkrum hlutum í leik kvöldsins eins og að koma mér inn í hlutina. Við gerðum okkar besta og áttum góðan leik,“ sagði Taiwo Badmus og hélt áfram. „Í fyrri hálfleik vorum við að keyra upp hraðann og hlupum alltaf þegar að við fengum tækifæri til þess. Okkur tókst einnig að ná nokkrum stoppum í vörninni og refsuðum með körfum.“ Taiwo var nokkuð sáttur með sinn leik og átti góða rispu í öðrum leikhluta þegar að hann gerði átta stig á fimm mínútum. „Strákarnir voru að finna mig og ég var að setja boltann ofan í. Lítið meira um það að segja.“ Taiwo Badmus kom til Vals í síðasta mánuði og var að leika sinn annan leik með félaginu. „Þetta hefur verið frábært. Það hafa allir tekið vel á móti mér bæði leikmenn og þjálfarar. Mér líður eins og ég smell passi inn í liðið. Valur er gott lið og ég er ánægður með að hafa komið hingað,“ sagði Taiwo Badmus að lokum. Subway-deild karla Hamar Valur
Valur vann 22 stiga útisigur gegn Hamri 89-111. Þetta var fimmti sigur Vals í röð sem er á toppnum í Subway deildinni. Stemmningin í Frystikistunni í Hveragerði sveik ekki þrátt fyrir að Hamar sem hafði tapað öllum leikjunum á tímabilinu væri að mæta Val sem er í toppbaráttunni. Það var orka í heimamönnum til að byrja með. Hamar náði frumkvæðinu og voru að gera vel í að finna glufur í gegnum vörn Vals. Hamar komst mest fimm stigum yfir 14-9. Fimm stiga forskot Hamars í upphafi var langt frá því að slá Valsara út af laginu sem svöruðu fyrir sig. Eftir fyrsta fjórðung voru gestirnir þremur stigum yfir 23-26. Valsarar byrjuðu annan leikhluta með látum. Það gekk allt upp og eftir að Taiwo Badmus gerði fimm stig í röð fékk Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, nóg og tók leikhlé ellefu stigum undir 27-38. Tæplega fjórum mínútum síðar þurfti Halldór Karl að brenna annað leikhlé þar sem holan var orðin dýpri. Kristófer Acox tróð með tilþrifum yfir Franck Kamgain og Halldór Karl tók leikhlé fimmtán stigum undir 36-51. Valsarar voru ellefu stigum yfir í hálfleik 43-54. Kristófer Acox hélt áfram að sjá um tilþrifin í síðari hálfleik. Kristófer átti skemmtilega aftur fyrir bak sendingu á Kristinn Pálsson í horninu sem hikaði ekki og setti niður þriggja stiga skot. Í næstu sókn Vals setti Joshua Jefferson niður þrist af löngu færi úr afar erfiðri stöðu. Þetta var farið að minna á skemmtilega æfingu hjá Val. Þrátt fyrir að Hamar hafi náð að gera níu stig í röð um miðjan þriðja leikhluta var Valur með fjórtán stiga forskot 69-83 þegar að haldið var í fjórða leikhluta. Heimamenn náðu aldrei að gera fjórða leikhluta spennandi og fimmti sigur Vals í röð staðreynd. Leikurinn endaði með 22 stiga sigri Vals 89-111. Af hverju vann Valur? Valsarar þurftu ekki að hafa allt of mikið fyrir sigrinum í kvöld. Gestirnir unnu alla leikhlutana og áttu alltaf svar þegar að Hamar gerði nokkrar körfur í röð. Hverjir stóðu upp úr? Joshua Jefferson, leikmaður Vals, fór á kostum og var stigahæstur með 37 stig. Joshua var að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en setti níu þrista ofan í. Kristófer Acox var allt í öllu hjá Val. Kristófer gerði 26 stig, tók 10 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hvað gekk illa? Hamar er í fjölmiðlabanni þar sem ummæli Ragnars Nathanaelssonar, leikmanns Hamars, hefur ratað inn á borð aganefndar. Eftir leik Keflavíkur og Hamars náðist upptaka af Ragnari tala illa um dómarana í leiknum. Hvað gerist næst? Valur fær Keflavík í heimsókn næsta fimmtudag klukkan 19:15. Á sama tíma mætast Stjarnan og Hamar. „Valur er gott lið og ég er ánægður með að hafa farið í Val“ Taiwo Badmus, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinnVísir/Bára Dröfn Taiwo Badmus, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn og hversu vel liðið hefur tekið á móti honum. „Við vorum að vinna í nokkrum hlutum í leik kvöldsins eins og að koma mér inn í hlutina. Við gerðum okkar besta og áttum góðan leik,“ sagði Taiwo Badmus og hélt áfram. „Í fyrri hálfleik vorum við að keyra upp hraðann og hlupum alltaf þegar að við fengum tækifæri til þess. Okkur tókst einnig að ná nokkrum stoppum í vörninni og refsuðum með körfum.“ Taiwo var nokkuð sáttur með sinn leik og átti góða rispu í öðrum leikhluta þegar að hann gerði átta stig á fimm mínútum. „Strákarnir voru að finna mig og ég var að setja boltann ofan í. Lítið meira um það að segja.“ Taiwo Badmus kom til Vals í síðasta mánuði og var að leika sinn annan leik með félaginu. „Þetta hefur verið frábært. Það hafa allir tekið vel á móti mér bæði leikmenn og þjálfarar. Mér líður eins og ég smell passi inn í liðið. Valur er gott lið og ég er ánægður með að hafa komið hingað,“ sagði Taiwo Badmus að lokum.