Utan vallar: Val á leikmönnum sem má stóla á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2023 10:01 Taiwo Badmus á góðri stundu með Tindastól og Callum Lawson á sigurstund með Valsmönnum. Vísir/Hulda Margrét&Bára Valur og Tindastóll hafa háð tvö mögnuð einvígi um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. Í bæði skiptin hafa úrslitin ráðist í blálokin á oddaleik fyrir framan troðfullu íþróttahúsi á Hlíðarenda. Tvö ógleymanleg einvígi og um leið hafa félögin orðið að erkifjendum í íslenskum körfubolta. Nú hafa þessi tvö félög boðið upp á nýtt útspil í enn einu kapphlaupi sínu um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta byrjaði allt með því þegar Pavel Ermolinskij tók við þjálfun Tindastóls aðeins hálfu ári eftir að hann varð Íslandsmeistari með Valsmönnum. Tindastólsmenn höfðu beðið eftir þessum titli í 35 ár og það þurfti einn mesta sigurvegara íslenska körfuboltans til að brjóta múrinn. Eftir að titilinn var í höfn var næst á dagskrá hjá Pavel að reyna að krækja í tvö öfluga leikmenn Valsliðsins. Stólarnir náðu samningum við Callum Lawson en ekki við Kristófer Acox sem ákvað að semja aftur við Val. Ofan á þetta þá fékk Pavel einnig annan fyrrum leikmann Vals, Jacob Calloway, þegar Tindastóll breytti um erlendan leikmann snemma á tímabilinu. Calloway var samherji Pavel í síðasta Íslandsmeistaratitli hans sem leikmanns. Þrír leikmenn síðasta Íslandsmeistaraliðs Vals eru þar með í lykilhlutverkum hjá Stólunum, einn þjálfari og tveir öflugir leikmenn. Valsmenn sáu sér hins vegar leik á borði þegar Taiwo Badmus horfði aftur til Íslands eftir að hafa spilað í Róm fyrri hluta tímabilsins. Badmus hafði farið tvisvar í lokaúrslitin með Stólunum undanfarin tvö tímabil og upplifað þar bæði að vinna og tapa. Nú fær hann tækifæri til að vinna titilinn annað árið í röð en nú í nýjum búningi, Valsbúningi. Bæði félögin eru því að sækja sér þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Leikmenn sem þekkja deildina og leikmann sem þjálfararnir þekkja vel. Leikmenn hafa oft minnkað eða þyngst á leiðinni yfir Atlantshafið, sumir passa illa inn í hina sérstöku íslensku deild og það er oft erfitt að bæta leikmanni inn á miðju tímabili án þess að búa til ný og óvænt vandamál. Það er því skiljanlegt að þjálfarar, sem þekkja það að vinna, vilji vita nákvæmlega hvað þeir eru að fá. Fyrir vikið eru þeir búin að kynda vel undir einvíginu á milli þessara nýju erkifjenda í íslenska körfuboltanum. Subway deildin er mjög jöfn og spennandi og því er auðvitað ekki hægt að ganga að því vísu að Valur og Tindastóll mætist í úrslitaeinvíginu þriðja árið í röð. Mörg lið ætla sér að koma í veg fyrir að þetta verði að hefð á íslensku körfuboltavori að sjá þessi lið spila um titilinn. Það gerir einvígi þeirra enn áhugaverðara að nú hafa samherjar orðið mótherjar og öfugt. Sumir stuðningsmenn eru örugglega ekki alltof sáttir með að sjá hetjurnar sínar í „röngum“ búningi en þær tilfinningar munu aðeins ýta undir spenninginn fyrir komandi úrslitakeppni. Hver veit nema að Valsmenn séu jafnvel að leita að símanúmerinu hjá Keyshawn Woods svona til að krydda þetta aðeins meira. Hvort við sjáum Callum Lawson og Jacob Calloway vinna titilinn með Tindastól eða Taiwo Badmus vinna titilinn með Val verður tíminn að leiða í ljós en þetta útspil minnkar ekkert eftirvæntinguna eftir úrslitakeppninni næsta vor. Subway-deild karla Valur Tindastóll Utan vallar Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Tvö ógleymanleg einvígi og um leið hafa félögin orðið að erkifjendum í íslenskum körfubolta. Nú hafa þessi tvö félög boðið upp á nýtt útspil í enn einu kapphlaupi sínu um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta byrjaði allt með því þegar Pavel Ermolinskij tók við þjálfun Tindastóls aðeins hálfu ári eftir að hann varð Íslandsmeistari með Valsmönnum. Tindastólsmenn höfðu beðið eftir þessum titli í 35 ár og það þurfti einn mesta sigurvegara íslenska körfuboltans til að brjóta múrinn. Eftir að titilinn var í höfn var næst á dagskrá hjá Pavel að reyna að krækja í tvö öfluga leikmenn Valsliðsins. Stólarnir náðu samningum við Callum Lawson en ekki við Kristófer Acox sem ákvað að semja aftur við Val. Ofan á þetta þá fékk Pavel einnig annan fyrrum leikmann Vals, Jacob Calloway, þegar Tindastóll breytti um erlendan leikmann snemma á tímabilinu. Calloway var samherji Pavel í síðasta Íslandsmeistaratitli hans sem leikmanns. Þrír leikmenn síðasta Íslandsmeistaraliðs Vals eru þar með í lykilhlutverkum hjá Stólunum, einn þjálfari og tveir öflugir leikmenn. Valsmenn sáu sér hins vegar leik á borði þegar Taiwo Badmus horfði aftur til Íslands eftir að hafa spilað í Róm fyrri hluta tímabilsins. Badmus hafði farið tvisvar í lokaúrslitin með Stólunum undanfarin tvö tímabil og upplifað þar bæði að vinna og tapa. Nú fær hann tækifæri til að vinna titilinn annað árið í röð en nú í nýjum búningi, Valsbúningi. Bæði félögin eru því að sækja sér þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Leikmenn sem þekkja deildina og leikmann sem þjálfararnir þekkja vel. Leikmenn hafa oft minnkað eða þyngst á leiðinni yfir Atlantshafið, sumir passa illa inn í hina sérstöku íslensku deild og það er oft erfitt að bæta leikmanni inn á miðju tímabili án þess að búa til ný og óvænt vandamál. Það er því skiljanlegt að þjálfarar, sem þekkja það að vinna, vilji vita nákvæmlega hvað þeir eru að fá. Fyrir vikið eru þeir búin að kynda vel undir einvíginu á milli þessara nýju erkifjenda í íslenska körfuboltanum. Subway deildin er mjög jöfn og spennandi og því er auðvitað ekki hægt að ganga að því vísu að Valur og Tindastóll mætist í úrslitaeinvíginu þriðja árið í röð. Mörg lið ætla sér að koma í veg fyrir að þetta verði að hefð á íslensku körfuboltavori að sjá þessi lið spila um titilinn. Það gerir einvígi þeirra enn áhugaverðara að nú hafa samherjar orðið mótherjar og öfugt. Sumir stuðningsmenn eru örugglega ekki alltof sáttir með að sjá hetjurnar sínar í „röngum“ búningi en þær tilfinningar munu aðeins ýta undir spenninginn fyrir komandi úrslitakeppni. Hver veit nema að Valsmenn séu jafnvel að leita að símanúmerinu hjá Keyshawn Woods svona til að krydda þetta aðeins meira. Hvort við sjáum Callum Lawson og Jacob Calloway vinna titilinn með Tindastól eða Taiwo Badmus vinna titilinn með Val verður tíminn að leiða í ljós en þetta útspil minnkar ekkert eftirvæntinguna eftir úrslitakeppninni næsta vor.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Utan vallar Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira