„Ég veit ekki hvort ég hefði annars sagt frá þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2023 13:00 Dagbjört Dögg Karlsdóttir fagnar Íslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum Söru Líf Boama, Ástu Júlíu Grímsdóttur, Hallveigu Jónsdóttur og Margréti Ósk Einarsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Ein úr Íslandsmeistaraliði Valsmanna faldi ástæðuna fyrir því að hún missti af mikilvægum leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, frá árinu sem er að líða. Í öðrum þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna í körfubolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Valskonur komu mörgum á óvart með því að vinna 3-1 sigur á Keflavík í úrslitaeinvíginu en Keflavíkurliðið varð deildarmeistari og var með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu. Valskonur slógu hins vegar bikarmeistara Hauka út í undanúrslitunum og tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn. Ekki varð verkefnið á móti deildarmeisturum Keflavíkur auðveldara þegar bakvörðurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir meiddist fyrir fyrsta leikinn í lokaúrslitunum. Það er saga að segja frá því hvernig þau meiðsli komu til. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja frá því en það er ástæða fyrir því að ég var ekki með í fyrsta leiknum í seríunni á móti Keflavík. Ég snéri mig á ökkla en ekki í leiknum heldur eftir leik í fagnaðarlátunum,“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir. Undir viðtalinu var sýnt frá því þegar Valskonur voru að fagna sigri á Haukum og þar má sjá bakvörðinn knáa snúa sig á ökkla. „Ég get sagt frá því núna fyrsta að við tókum þessa seríu. Ég veit ekki hvort ég hefði annars sagt frá þessu. Ég fer þarna að stúkunni og byrja eitthvað að hoppa. Ég misstíg mig. Þetta var ekkert léttur snúningur heldur var þetta góður snúningur. Ég læt eins og ekkert hafi í skorist og fer bara að hlæja og eitthvað,“ sagði Dagbjört. „Svo næ ég ekki að stíga í löppina daginn eftir. Ég veit ekki hvort ég hafi sagt honum strax (Ólafi þjálfara) að ég hafi snúið mig í fagnaðarlátunum. Við vorum með þannig mannskap að það gat einhver önnur komið inn og stigið upp sem og þær gerðu allar,“ sagði Dagbjört. „Fyrir þann leik þá leist mér ekkert á það að missa svona stóra pósta út á móti svona sterku Keflavíkurliði sem er með marga góða leikmenn,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Valsliðsins. „Við vorum með aðeins eldri leikmenn heldur en Keflavík og við vorum alveg til í aukadag þarna,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir. Ein af þeim sem steig fram á sviðið var Embla Kristínardóttir sem átti frábæra úrslitakeppni. „Að vera í jöfnum leik á móti Keflavík er alltaf sigur. Keflavík er aldrei gott undir pressu í jöfnum leik. Yfirleitt ekki. Ég vissi það ef við héldum muninum undir tíu stigum þá værum við alltaf með sigur í höndunum,“ sagði Embla Kristínardóttir. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem er á dagskránni á Stöð 2 Sport klukkan 20.00. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Subway deild kvenna Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, frá árinu sem er að líða. Í öðrum þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna í körfubolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Valskonur komu mörgum á óvart með því að vinna 3-1 sigur á Keflavík í úrslitaeinvíginu en Keflavíkurliðið varð deildarmeistari og var með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu. Valskonur slógu hins vegar bikarmeistara Hauka út í undanúrslitunum og tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn. Ekki varð verkefnið á móti deildarmeisturum Keflavíkur auðveldara þegar bakvörðurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir meiddist fyrir fyrsta leikinn í lokaúrslitunum. Það er saga að segja frá því hvernig þau meiðsli komu til. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja frá því en það er ástæða fyrir því að ég var ekki með í fyrsta leiknum í seríunni á móti Keflavík. Ég snéri mig á ökkla en ekki í leiknum heldur eftir leik í fagnaðarlátunum,“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir. Undir viðtalinu var sýnt frá því þegar Valskonur voru að fagna sigri á Haukum og þar má sjá bakvörðinn knáa snúa sig á ökkla. „Ég get sagt frá því núna fyrsta að við tókum þessa seríu. Ég veit ekki hvort ég hefði annars sagt frá þessu. Ég fer þarna að stúkunni og byrja eitthvað að hoppa. Ég misstíg mig. Þetta var ekkert léttur snúningur heldur var þetta góður snúningur. Ég læt eins og ekkert hafi í skorist og fer bara að hlæja og eitthvað,“ sagði Dagbjört. „Svo næ ég ekki að stíga í löppina daginn eftir. Ég veit ekki hvort ég hafi sagt honum strax (Ólafi þjálfara) að ég hafi snúið mig í fagnaðarlátunum. Við vorum með þannig mannskap að það gat einhver önnur komið inn og stigið upp sem og þær gerðu allar,“ sagði Dagbjört. „Fyrir þann leik þá leist mér ekkert á það að missa svona stóra pósta út á móti svona sterku Keflavíkurliði sem er með marga góða leikmenn,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Valsliðsins. „Við vorum með aðeins eldri leikmenn heldur en Keflavík og við vorum alveg til í aukadag þarna,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir. Ein af þeim sem steig fram á sviðið var Embla Kristínardóttir sem átti frábæra úrslitakeppni. „Að vera í jöfnum leik á móti Keflavík er alltaf sigur. Keflavík er aldrei gott undir pressu í jöfnum leik. Yfirleitt ekki. Ég vissi það ef við héldum muninum undir tíu stigum þá værum við alltaf með sigur í höndunum,“ sagði Embla Kristínardóttir. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem er á dagskránni á Stöð 2 Sport klukkan 20.00. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Subway deild kvenna
Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira