„Þá varð maður jákvæðari með allt saman“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2023 13:31 Valskonur fagna Íslandsmeistaratitlinum sem þær voru að vinna þriðja árið í röð. Vísir/Diego Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, frá árinu sem er að líða. Í fyrsta þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Hér fyrir neðan má sjá brot út þættinum í kvöld en þarna er verið að ræða fyrsta leik mótsins þar sem Valsliðið vann erkifjendurna úr Breiðabliki. Valsliðið hafði misst marga öfluga og reynda leikmenn frá því að þær urðu tvöfaldir meistarar sumarið 2022. Pétur Pétursson.S2 Sport Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, var því í þeirri stöðu að þurfa að setja saman nýtt lið en hann leitaði til yngri leikmanna í hópnum og setti meiri ábyrgð á þær. „Mér finnst alltaf best að mæta sterkustu liðunum eins fljótt og hægt er. Þarna kom í ljós hjá okkur hvað við vildum gera um sumarið. Hvort liðið væri tilbúið til að gera þetta,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals í viðtali við Guðmund Benediktsson. „Þó að við höfum rétt fyrir þessa leiki, ekki vitað hverjir voru í liðinu. Það koma ungar stelpur inn og gera þetta mjög vel. Þegar upp er staðið þá sér maður karakterinn í þessum hóp sem var. Þá varð maður jákvæðari með allt saman,“ sagði Pétur. S2 Sport „Mér fannst frábært að fá Breiðablik fyrst. Auðvitað gott að segja það af því að við vinnum leikinn. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að byrja sterkt þar sem að veturinn var búinn að vera erfiður. Margir af okkar lykilleikmönnum voru ekki búnar að æfa af krafti yfir veturinn,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Valsliðsins. „Við vorum ekki beint í toppstandi í fyrsta leik. Að hafa unnið hann gaf okkur mikið inn í mótið. Það er alveg klárt,“ sagði Ásgerður. Eina mark leiksins skoraði Anna Rakel Pétursdóttir en hún átti síðan eftir að meiðast illa í lok júní og missa af restinni af tímabilinu. Sigurmarkið á móti Blikum var liðinu gríðarlega mikilvægt. „Anna Rakel skorar þarna geggjað mark í lokin og þetta var bara einhvern veginn akkúrat það sem við þurftum á þessum tímapunkti,“ sagði Málfríður Anna Eiríksdóttir, varafyrirliði Valsliðsins. „Leikir Vals og Breiðabliks undanfarin ár, sama þótt að það vanti einhvern eða hvað, hafa alltaf verið hörkuleikir. Skemmtilegir leikir. Þú sérð ansi margt eftir þann leik hvað við getum gert. Mér fannst þær sýna það í þessum leik að þær voru tilbúnar í mótið,“ sagði Pétur. Það má sjá brotið úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Bestu deild kvenna Besta deild kvenna Valur Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Í fyrsta þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Hér fyrir neðan má sjá brot út þættinum í kvöld en þarna er verið að ræða fyrsta leik mótsins þar sem Valsliðið vann erkifjendurna úr Breiðabliki. Valsliðið hafði misst marga öfluga og reynda leikmenn frá því að þær urðu tvöfaldir meistarar sumarið 2022. Pétur Pétursson.S2 Sport Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, var því í þeirri stöðu að þurfa að setja saman nýtt lið en hann leitaði til yngri leikmanna í hópnum og setti meiri ábyrgð á þær. „Mér finnst alltaf best að mæta sterkustu liðunum eins fljótt og hægt er. Þarna kom í ljós hjá okkur hvað við vildum gera um sumarið. Hvort liðið væri tilbúið til að gera þetta,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals í viðtali við Guðmund Benediktsson. „Þó að við höfum rétt fyrir þessa leiki, ekki vitað hverjir voru í liðinu. Það koma ungar stelpur inn og gera þetta mjög vel. Þegar upp er staðið þá sér maður karakterinn í þessum hóp sem var. Þá varð maður jákvæðari með allt saman,“ sagði Pétur. S2 Sport „Mér fannst frábært að fá Breiðablik fyrst. Auðvitað gott að segja það af því að við vinnum leikinn. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að byrja sterkt þar sem að veturinn var búinn að vera erfiður. Margir af okkar lykilleikmönnum voru ekki búnar að æfa af krafti yfir veturinn,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Valsliðsins. „Við vorum ekki beint í toppstandi í fyrsta leik. Að hafa unnið hann gaf okkur mikið inn í mótið. Það er alveg klárt,“ sagði Ásgerður. Eina mark leiksins skoraði Anna Rakel Pétursdóttir en hún átti síðan eftir að meiðast illa í lok júní og missa af restinni af tímabilinu. Sigurmarkið á móti Blikum var liðinu gríðarlega mikilvægt. „Anna Rakel skorar þarna geggjað mark í lokin og þetta var bara einhvern veginn akkúrat það sem við þurftum á þessum tímapunkti,“ sagði Málfríður Anna Eiríksdóttir, varafyrirliði Valsliðsins. „Leikir Vals og Breiðabliks undanfarin ár, sama þótt að það vanti einhvern eða hvað, hafa alltaf verið hörkuleikir. Skemmtilegir leikir. Þú sérð ansi margt eftir þann leik hvað við getum gert. Mér fannst þær sýna það í þessum leik að þær voru tilbúnar í mótið,“ sagði Pétur. Það má sjá brotið úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Bestu deild kvenna
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira