Kynþáttafordómar

Fréttamynd

„Engir múslimar hér í kvöld“ átti að vera grín

Hannes Hólm­steinn Gissurarson, prófessor emeritus við Há­skóla Ís­lands, segist ekki hafa hlaupið á sig vegna á­sakana sinna á hendur konu og tveimur dætrum hennar um að hafa ætlað að hnupla tösku hans í Leifs­stöð um helgina. Hann segir mynd úr matar­boði í gær­kvöldi sem hann birti á Face­book, þar sem Hannes sagði enga múslima vera við­stadda, hafa verið setta fram í gaman­semi.

Innlent
Fréttamynd

„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“

Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu.

Innlent
Fréttamynd

Fékk reglu­lega morð­hótanir frá nas­istum

Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði fékk ítrekað hótanir frá hægri öfgamönnum sem reynt hafa að yfirtaka heiðinn sið. Ýmis heilög tákn, svo sem sólkrossinn og þórshamarinn, séu í hættu vegna notkunar öfgahópa á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra sver af sér rasíska sam­særis­kenningu

Innanríkisráðherra Finnlands hafnaði því að hann aðhylltist rasíska hægriöfgasamsæriskenningu og eyddi gömlum færslum á samfélagsmiðlum eftir að fjölmiðlar fjöluðu um þær um helgina. Innan við vika er frá því að annar ráðherra sagði af sér í skugga ásakana um tengsl við hægriöfgaöfl.

Erlent
Fréttamynd

Banna jákvæða mismunun kynþátta

Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði tveimur af helstu háskólum landsins að taka tillit til kynþáttar við innritun nemenda í dag. Svokallaðri jákvæðri mismunun hefur verið beitt um áratugaskeið til þess að vega upp á móti afleiðingum aldalangrar mismununar kynþátta í Bandaríkjunum. 

Erlent
Fréttamynd

Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríó­týpíska veggi

„Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju.

Tónlist
Fréttamynd

„Maður talar ekki svona við tólf ára barn“

Tólf ára stelpa varð fyrir að­kasti á­samt frænku sinni af hálfu sund­laugar­gests í Grafar­vogs­laug í gær vegna upp­runa þeirra. Faðir stelpunnar kveðst gáttaður á því að ein­hver leyfi sér að tala á slíkan hátt við barn.

Innlent
Fréttamynd

Mismunaði svörtum og frumbyggjum kerfisbundið fyrir dauða Floyd

Lögreglan í Minneapolis í Bandaríkjunum sýndi almenna tilhneigingu til þess að brjóta stjórnarskrárbundin réttindi og mismuna svörtum og frumbyggjum. Þetta er niðurstaða rannsóknar dómsmálaráðuneytisins sem var hrint af stað eftir að lögreglumenn urðu George Floyd að bana árið 2020.

Erlent
Fréttamynd

Pink Floyd stjarna til rann­sóknar vegna búnings

Lögreglan í Þýskalandi hefur opnað sakamálarannsókn á breska tónlistarmanninum Roger Waters, fyrrverandi meðlim hljómsveitarinnar Pink Floyd. Er honum gefið að sök að hafa klæðst búning á sviði sem minnir á einkennisbúning nasista.

Erlent
Fréttamynd

Gyðinga­sam­tök vilja lög­bann á síðu sem hýst er á Ís­landi

Samtök sem berjast gegn gyðingahatri í Bandaríkjunum krefjast þess að lögbann verði lagt á vefsíðu sem hýst er á Íslandi. Lögmaður samtakanna segir síðuna hafa vakið mikinn óhug í ljósi fjölgun skotárása á almenna borgara. Framkvæmdastjóri hýsingaraðila segir ekkert ólöglegt á ferðinni.

Innlent
Fréttamynd

Í sex leikja bann fyrir rasisma

Framherji New York Red Bulls í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta hefur verið dæmdur í sex leikja bann fyrir rasisma. Auk bannsins fékk Vanzeir sekt og þá þarf hann að sækja fræðslunámskeið.

Fótbolti
Fréttamynd

Sænski lands­liðs­þjálfarinn segist ekki vera rasisti

Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins, segir að hann hafi brugðist rangt við í viðtali við Viaplay eftir leikinn gegn Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024. Þá þvertekur hann fyrir að hafa ætlað að beita sérfræðing Viaplay kynþáttaníði.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvernig höldum við sam­talinu lifandi?

Við erum þrjár venjulegar konur sem eru íslenskir ríkisborgarar. Við erum í vinnu, ölum fjölskyldur og tökumst á við verkefnið dagsins. Við leggjum okkar af mörkum daglega til okkar nánasta umhverfis. Við erum líka innflytjendur sem höfum gert Ísland að heimili okkar, samanlagt í áratugi. Undanfarið höfum við hist til að deila reynslu okkar sem litað fólk (POC) á Íslandi í hlaðvarpi.

Skoðun