Situr undir gelti, urri og að vera kölluð api Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2024 16:11 Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir hefur búið á Íslandi í rúma tvo áratugi. Hún er hugsi yfir fordómum sem hún þarf að þola árið 2024. Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir lýsir því að hafa í sumar og haust endurtekið verið kölluð api. Gelt hafi verið á hana á hinum ýmsu stöðum. Hún segir hvert atvik ýta upp hennar eigin sjálfsáliti vitandi að hún myndi aldrei leggjast jafnlágt og þeir sem hegði sér með slíkum hætti. Hrafnhildur fæddist í Kína og var ættleidd síðla árs 2003. Móðir hennar er Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem Hrafnhildur hitti fyrst þann 2. nóvember 2003. „Ég var rúmlega eins árs gömul. Líkt og flest allt fólk hef ég engar minningar frá eins árs aldri en ég tel ólíklegt að ég hafi óskað eftir því að kynnast móður minni eða þá að flytja til Íslands. Í dag er ég samt nokkuð viss um að þetta sé það besta sem mögulega hefði getað orðið og ég vil líka halda því fram að ég hafi verið frábær viðbót fyrir hið íslenska samfélag þar sem ég er nú ein af fáum nemendum sem lærir íslensku við Háskóla Íslands í þeim tilgangi að halda uppi, eins og sumir vilja kalla það, deyjandi tungumáli og menningu. Mér finnst þess vegna afskaplega sorglegt hvernig svo virðist sem fordómar hafi fengið sérbyggðan hægindastól í íslensku samfélagi þar sem fólk telur í lagi að gelta, urra og kalla aðra apa,“ segir Hrafnhildur í færslu á Facebook. Hún gaf ekki kost á viðtali vegna málsins og sagði færsluna tala sínu máli. Þreytt á ráðleggingum um svör „Í fullri hreinskilni finnst mér ég hafa skrifað þennan pistil áður og ég hef í raun engan áhuga á að skrifa hann aftur. Mér finnst ósanngjarnt að ég þurfi að standa í því að biðja fólk að skilja að fólk sé fólk. Mér finnst þreytandi að ég þurfi að svara fyrir mig í hvert sinn sem ég lendi í fordómum og mér finnst þreytandi að fá ráðleggingar frá öðrum um hvað ég gæti mögulega sagt á móti vegna þess að ég á ekki að þurfa að segja neitt á móti.“ Hún eigi ekki að þurfa að verja sinn tilvistarrétt. „Frá upphafi sumars og til dagsins í dag hefur verið gelt á mig á leið í skóla, í skóla, á leið heim úr skóla, í verslunum, fyrir utan verslanir, fyrir utan vinnu, á leið í strætó, í strætó og á leið heim úr strætó. Ég hef verið kölluð api þrisvar sinnum og komst að því að ”ching chong ching” vísunni, sem ég komst fyrst í kynni við á leikskólaaldri, hefur enn ekki verið útrýmt.“ Börn tali í síauknum mæli við hana að fyrra bragði á ensku. Hingað til hafi það sjaldnast verið vegna enskuvæðingarinnar. Myndi aldrei leggjast svo lágt „Ég hef engan áhuga á að þurfa að finna upp eitthvað snilldar svar til að fá þetta fólk til að sjá hve lúðalegt það er og mér finnst ég ekki eiga að þurfa að gera það. Ég vil þess vegna núna biðja ykkur sem lesið þennan pistil að deila því til fólks að þessi hegðun er hvorki flott, sniðug eða fyndin heldur kjánaleg, lúðaleg og heimskuleg. Ábyrgðin á útrýmingu kynþáttafordóma ætti ekki að vera á mér eða öðrum lituðum heldur á samfélaginu. Mér finnst ég ekki biðja um mikið þegar ég óska eftir því að fólk tali á íslensku á Íslandi, að mér sé leyft að ganga um sömu götur og aðrir í friði og að fólk sem hafi þessa rosalegu þörf á að láta mig vita hve mikla fordóma það hefur gegn magni melatóníns í húðinni minni viðurkenni bara að það sé raistar í staðinn fyrir að vera að gelta honum út.“ Hrafnhildur segist ekki eiga að þurfa að standa í þessu eða uppfæra gamlar færslur um nýjustu hegðun fordómafulls fólks. „Ef einhver þeirra sem hafa verið að gelta á mig nýlega les þetta vil ég að þið vitið að ég fæ kjánahroll upp á bak í hvert sinn og að þið ýtið mjög upp mínu eigin sjálfsáliti vegna þess að ég veit að ég myndi aldrei leggjast jafn lágt og þið.“ Kína Jafnréttismál Fjölskyldumál Kynþáttafordómar Ættleiðingar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Hafnaði lægstu tilboðum í brúasmíði á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Sjá meira
Hrafnhildur fæddist í Kína og var ættleidd síðla árs 2003. Móðir hennar er Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem Hrafnhildur hitti fyrst þann 2. nóvember 2003. „Ég var rúmlega eins árs gömul. Líkt og flest allt fólk hef ég engar minningar frá eins árs aldri en ég tel ólíklegt að ég hafi óskað eftir því að kynnast móður minni eða þá að flytja til Íslands. Í dag er ég samt nokkuð viss um að þetta sé það besta sem mögulega hefði getað orðið og ég vil líka halda því fram að ég hafi verið frábær viðbót fyrir hið íslenska samfélag þar sem ég er nú ein af fáum nemendum sem lærir íslensku við Háskóla Íslands í þeim tilgangi að halda uppi, eins og sumir vilja kalla það, deyjandi tungumáli og menningu. Mér finnst þess vegna afskaplega sorglegt hvernig svo virðist sem fordómar hafi fengið sérbyggðan hægindastól í íslensku samfélagi þar sem fólk telur í lagi að gelta, urra og kalla aðra apa,“ segir Hrafnhildur í færslu á Facebook. Hún gaf ekki kost á viðtali vegna málsins og sagði færsluna tala sínu máli. Þreytt á ráðleggingum um svör „Í fullri hreinskilni finnst mér ég hafa skrifað þennan pistil áður og ég hef í raun engan áhuga á að skrifa hann aftur. Mér finnst ósanngjarnt að ég þurfi að standa í því að biðja fólk að skilja að fólk sé fólk. Mér finnst þreytandi að ég þurfi að svara fyrir mig í hvert sinn sem ég lendi í fordómum og mér finnst þreytandi að fá ráðleggingar frá öðrum um hvað ég gæti mögulega sagt á móti vegna þess að ég á ekki að þurfa að segja neitt á móti.“ Hún eigi ekki að þurfa að verja sinn tilvistarrétt. „Frá upphafi sumars og til dagsins í dag hefur verið gelt á mig á leið í skóla, í skóla, á leið heim úr skóla, í verslunum, fyrir utan verslanir, fyrir utan vinnu, á leið í strætó, í strætó og á leið heim úr strætó. Ég hef verið kölluð api þrisvar sinnum og komst að því að ”ching chong ching” vísunni, sem ég komst fyrst í kynni við á leikskólaaldri, hefur enn ekki verið útrýmt.“ Börn tali í síauknum mæli við hana að fyrra bragði á ensku. Hingað til hafi það sjaldnast verið vegna enskuvæðingarinnar. Myndi aldrei leggjast svo lágt „Ég hef engan áhuga á að þurfa að finna upp eitthvað snilldar svar til að fá þetta fólk til að sjá hve lúðalegt það er og mér finnst ég ekki eiga að þurfa að gera það. Ég vil þess vegna núna biðja ykkur sem lesið þennan pistil að deila því til fólks að þessi hegðun er hvorki flott, sniðug eða fyndin heldur kjánaleg, lúðaleg og heimskuleg. Ábyrgðin á útrýmingu kynþáttafordóma ætti ekki að vera á mér eða öðrum lituðum heldur á samfélaginu. Mér finnst ég ekki biðja um mikið þegar ég óska eftir því að fólk tali á íslensku á Íslandi, að mér sé leyft að ganga um sömu götur og aðrir í friði og að fólk sem hafi þessa rosalegu þörf á að láta mig vita hve mikla fordóma það hefur gegn magni melatóníns í húðinni minni viðurkenni bara að það sé raistar í staðinn fyrir að vera að gelta honum út.“ Hrafnhildur segist ekki eiga að þurfa að standa í þessu eða uppfæra gamlar færslur um nýjustu hegðun fordómafulls fólks. „Ef einhver þeirra sem hafa verið að gelta á mig nýlega les þetta vil ég að þið vitið að ég fæ kjánahroll upp á bak í hvert sinn og að þið ýtið mjög upp mínu eigin sjálfsáliti vegna þess að ég veit að ég myndi aldrei leggjast jafn lágt og þið.“
Kína Jafnréttismál Fjölskyldumál Kynþáttafordómar Ættleiðingar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Hafnaði lægstu tilboðum í brúasmíði á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Sjá meira