Vinícius og félagar ganga af velli verði hann fyrir kynþáttaníði á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2024 12:31 Viní Jr. mun ekki láta atvik eins og gegn Valencia viðgangast í framtíðinni. Einn af áhorfendum þessa leiks var á endanum sakfelldur fyrir kynþáttafordóma. Mateo Villalba/Getty Images Brasilíumaðurinn Vinícius Júnior segir að hann og liðsfélagar hans í Real Madríd muni ganga af velli verði hann fyrir kynþáttaníði í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á þessari leiktíð. Leikmaðurinn hefur orðið fyrir barðinu á rasistum oftar en einu sinni á ferli sínum á Spáni. Eitt alvarlegasta dæmið kom upp í maí á síðasta ári þegar Real heimsótti Valencia. Eftir lögreglurannsókn á því sem fór þar fram var áhorfandi dæmdur í fangelsi fyrir kynþáttahatur. Var það í fyrsta sinn sem einstaklingur var sakfelldur fyrir slíkt á Spáni. Kynþáttaníðið í Valencia var hins vegar ekki einsdæmi og mátti Viní Jr. þola slíkt gegn Barcelona, Mallorca, Real Valladolid, Pamplona, Sevilla og í kringum nágrannaslaginu gegn Atlético Madríd. Í viðtali við CNN fréttastofuna á miðvikudag sagði Viní Jr. að í ár myndu hann og liðsfélagar hans bregðast við á annan hátt en undanfarin ár. „Við tölum meira um þetta innan félagsins, ekki bara ég heldur allir leikmenn Real. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu af ef slíkt gerist aftur þá göngum við saman af velli.“ „Við vitum vel að það eru ekki eingöngu rasistar í stúkunni og nær allir eru eingöngu þar til að fylgjast með leiknum. En þar sem okkur finnst hlutirnir verða verri og verri með hverju skiptinu þurfum við að fara af velli til að knýja fram breytingar,“ sagði Viní Jr. í viðtalinu. Vinícius Júnior said he and his Real Madrid teammates will walk off the pitch if he faces more racist abuse from fans in LALIGA this season.(via @CNN) pic.twitter.com/nC0x7NG2R7— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2024 Forráðamenn La Liga hafa biðlað til stjórnvalda á Spáni í von um að deildin fái að taka á málum sem þessum en sem stendur þarf deildin að safna sönnunargögnum og senda til lögreglu. Það skilar ekki alltaf árangri. Deildin fagnar einnig dómnum sem féll eftir atvikið í Valencia þar sem hún telur það senda skýr skilaboð. „Ég sé og finn mun í dag. Ef til vill eru ákveðnir áhorfendur enn rasistar en þeir eru hræddir við að tjá sig á knattspyrnuvellinum þar sem það er mikið af myndavélum. Þannig tekst okkur hægt og rólega að minnka rasismann. Við munum að sjálfsögðu ekki ná að binda enda á hann en ég er glaður þar sem okkur hefur tekist að breyta hugarfarinu,“ sagði Viní Jr. að endingu í viðtalinu. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira
Leikmaðurinn hefur orðið fyrir barðinu á rasistum oftar en einu sinni á ferli sínum á Spáni. Eitt alvarlegasta dæmið kom upp í maí á síðasta ári þegar Real heimsótti Valencia. Eftir lögreglurannsókn á því sem fór þar fram var áhorfandi dæmdur í fangelsi fyrir kynþáttahatur. Var það í fyrsta sinn sem einstaklingur var sakfelldur fyrir slíkt á Spáni. Kynþáttaníðið í Valencia var hins vegar ekki einsdæmi og mátti Viní Jr. þola slíkt gegn Barcelona, Mallorca, Real Valladolid, Pamplona, Sevilla og í kringum nágrannaslaginu gegn Atlético Madríd. Í viðtali við CNN fréttastofuna á miðvikudag sagði Viní Jr. að í ár myndu hann og liðsfélagar hans bregðast við á annan hátt en undanfarin ár. „Við tölum meira um þetta innan félagsins, ekki bara ég heldur allir leikmenn Real. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu af ef slíkt gerist aftur þá göngum við saman af velli.“ „Við vitum vel að það eru ekki eingöngu rasistar í stúkunni og nær allir eru eingöngu þar til að fylgjast með leiknum. En þar sem okkur finnst hlutirnir verða verri og verri með hverju skiptinu þurfum við að fara af velli til að knýja fram breytingar,“ sagði Viní Jr. í viðtalinu. Vinícius Júnior said he and his Real Madrid teammates will walk off the pitch if he faces more racist abuse from fans in LALIGA this season.(via @CNN) pic.twitter.com/nC0x7NG2R7— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2024 Forráðamenn La Liga hafa biðlað til stjórnvalda á Spáni í von um að deildin fái að taka á málum sem þessum en sem stendur þarf deildin að safna sönnunargögnum og senda til lögreglu. Það skilar ekki alltaf árangri. Deildin fagnar einnig dómnum sem féll eftir atvikið í Valencia þar sem hún telur það senda skýr skilaboð. „Ég sé og finn mun í dag. Ef til vill eru ákveðnir áhorfendur enn rasistar en þeir eru hræddir við að tjá sig á knattspyrnuvellinum þar sem það er mikið af myndavélum. Þannig tekst okkur hægt og rólega að minnka rasismann. Við munum að sjálfsögðu ekki ná að binda enda á hann en ég er glaður þar sem okkur hefur tekist að breyta hugarfarinu,“ sagði Viní Jr. að endingu í viðtalinu.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira