Vinícius og félagar ganga af velli verði hann fyrir kynþáttaníði á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2024 12:31 Viní Jr. mun ekki láta atvik eins og gegn Valencia viðgangast í framtíðinni. Einn af áhorfendum þessa leiks var á endanum sakfelldur fyrir kynþáttafordóma. Mateo Villalba/Getty Images Brasilíumaðurinn Vinícius Júnior segir að hann og liðsfélagar hans í Real Madríd muni ganga af velli verði hann fyrir kynþáttaníði í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á þessari leiktíð. Leikmaðurinn hefur orðið fyrir barðinu á rasistum oftar en einu sinni á ferli sínum á Spáni. Eitt alvarlegasta dæmið kom upp í maí á síðasta ári þegar Real heimsótti Valencia. Eftir lögreglurannsókn á því sem fór þar fram var áhorfandi dæmdur í fangelsi fyrir kynþáttahatur. Var það í fyrsta sinn sem einstaklingur var sakfelldur fyrir slíkt á Spáni. Kynþáttaníðið í Valencia var hins vegar ekki einsdæmi og mátti Viní Jr. þola slíkt gegn Barcelona, Mallorca, Real Valladolid, Pamplona, Sevilla og í kringum nágrannaslaginu gegn Atlético Madríd. Í viðtali við CNN fréttastofuna á miðvikudag sagði Viní Jr. að í ár myndu hann og liðsfélagar hans bregðast við á annan hátt en undanfarin ár. „Við tölum meira um þetta innan félagsins, ekki bara ég heldur allir leikmenn Real. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu af ef slíkt gerist aftur þá göngum við saman af velli.“ „Við vitum vel að það eru ekki eingöngu rasistar í stúkunni og nær allir eru eingöngu þar til að fylgjast með leiknum. En þar sem okkur finnst hlutirnir verða verri og verri með hverju skiptinu þurfum við að fara af velli til að knýja fram breytingar,“ sagði Viní Jr. í viðtalinu. Vinícius Júnior said he and his Real Madrid teammates will walk off the pitch if he faces more racist abuse from fans in LALIGA this season.(via @CNN) pic.twitter.com/nC0x7NG2R7— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2024 Forráðamenn La Liga hafa biðlað til stjórnvalda á Spáni í von um að deildin fái að taka á málum sem þessum en sem stendur þarf deildin að safna sönnunargögnum og senda til lögreglu. Það skilar ekki alltaf árangri. Deildin fagnar einnig dómnum sem féll eftir atvikið í Valencia þar sem hún telur það senda skýr skilaboð. „Ég sé og finn mun í dag. Ef til vill eru ákveðnir áhorfendur enn rasistar en þeir eru hræddir við að tjá sig á knattspyrnuvellinum þar sem það er mikið af myndavélum. Þannig tekst okkur hægt og rólega að minnka rasismann. Við munum að sjálfsögðu ekki ná að binda enda á hann en ég er glaður þar sem okkur hefur tekist að breyta hugarfarinu,“ sagði Viní Jr. að endingu í viðtalinu. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira
Leikmaðurinn hefur orðið fyrir barðinu á rasistum oftar en einu sinni á ferli sínum á Spáni. Eitt alvarlegasta dæmið kom upp í maí á síðasta ári þegar Real heimsótti Valencia. Eftir lögreglurannsókn á því sem fór þar fram var áhorfandi dæmdur í fangelsi fyrir kynþáttahatur. Var það í fyrsta sinn sem einstaklingur var sakfelldur fyrir slíkt á Spáni. Kynþáttaníðið í Valencia var hins vegar ekki einsdæmi og mátti Viní Jr. þola slíkt gegn Barcelona, Mallorca, Real Valladolid, Pamplona, Sevilla og í kringum nágrannaslaginu gegn Atlético Madríd. Í viðtali við CNN fréttastofuna á miðvikudag sagði Viní Jr. að í ár myndu hann og liðsfélagar hans bregðast við á annan hátt en undanfarin ár. „Við tölum meira um þetta innan félagsins, ekki bara ég heldur allir leikmenn Real. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu af ef slíkt gerist aftur þá göngum við saman af velli.“ „Við vitum vel að það eru ekki eingöngu rasistar í stúkunni og nær allir eru eingöngu þar til að fylgjast með leiknum. En þar sem okkur finnst hlutirnir verða verri og verri með hverju skiptinu þurfum við að fara af velli til að knýja fram breytingar,“ sagði Viní Jr. í viðtalinu. Vinícius Júnior said he and his Real Madrid teammates will walk off the pitch if he faces more racist abuse from fans in LALIGA this season.(via @CNN) pic.twitter.com/nC0x7NG2R7— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2024 Forráðamenn La Liga hafa biðlað til stjórnvalda á Spáni í von um að deildin fái að taka á málum sem þessum en sem stendur þarf deildin að safna sönnunargögnum og senda til lögreglu. Það skilar ekki alltaf árangri. Deildin fagnar einnig dómnum sem féll eftir atvikið í Valencia þar sem hún telur það senda skýr skilaboð. „Ég sé og finn mun í dag. Ef til vill eru ákveðnir áhorfendur enn rasistar en þeir eru hræddir við að tjá sig á knattspyrnuvellinum þar sem það er mikið af myndavélum. Þannig tekst okkur hægt og rólega að minnka rasismann. Við munum að sjálfsögðu ekki ná að binda enda á hann en ég er glaður þar sem okkur hefur tekist að breyta hugarfarinu,“ sagði Viní Jr. að endingu í viðtalinu.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira