Skoðanakannanir

Fréttamynd

Meirihluti landsmanna telur of marga flóttamenn fá hæli

Algjör viðsnúningur hefur orðið á viðhorfi landsmanna til flóttamanna þar sem ríflega tvöfalt fleiri en áður telja þá of marga hér á landi eða um sextíu prósent. Fjármálaráðherra segir viðvörunarbjöllur hafa hringt lengi í þessum málaflokki. 

Innlent
Fréttamynd

Hægt að mynda „hvaða stjórn sem er“ með „bögg­les“

Mikill meiri­hluti lands­manna ber nafn snakksins Bugles fram sem „Bögg­les.“ Minni­hluti notar enskan fram­burð og kallar það „Bjúgels“ á meðan enn minni hluti lands­manna kallar það „Bugles.“ Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar. Stjórn­mála­fræðingur segir stuðningsmenn allra flokka á Íslandi sammála um framburðinn.

Lífið
Fréttamynd

„Við erum til­búin að taka við stjórn landsins“

Varaformaður Samfylkingarinnar segir að hægt sé að kenna Samfylkingunni um að ríkisstjórnin hangi ennþá saman. Ríkisstjórnarflokkarnir séu óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Samfylkingin sé hins vegar tilbúin að taka við stjórn landsins.

Innlent
Fréttamynd

Þrjá­tíu prósent kjós­enda VG styðja nú Sam­fylkinguna

Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur.

Innlent
Fréttamynd

Lands­menn ó­sam­mála um á­kvörðun Svan­dísar

Landsmenn skiptast nokkuð jafnt í fylkingar þegar kemur að skoðun þeirra á ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið bann á hvalveiðum. Samkvæmt Þjóðarpúls Gallup eru tæp fjörutíu og tvö prósent ánægð með ákvörðunina en rúmlega þrjátíu og níu prósent eru óánægð.

Innlent
Fréttamynd

Skyn­sam­legt fyrir stuðnings­menn hval­veiða að sýna meiri auð­­mýkt

Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt.

Innlent
Fréttamynd

Hart­nær átta­tíu prósent leigj­enda ná ekki endum saman

Sjötíu prósent íslenskumælandi leigjenda og áttatíu prósent enskumælandi eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum við spurningum glænýrrar könnunar sem Samtök leigjenda standa að. Niðurstöðurnar sýna kolsvarta stöðu leigjenda á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Nærri helmingur lands­manna hefur á­hyggjur af skot­vopna­eign

Nærri helmingur lands­manna hefur á­hyggjur af skot­vopna­eign á Ís­landi, eða 46 prósent. Svipað margir hafa á­hyggjur í ár og í fyrra en tölu­vert færri höfðu á­hyggjur fyrir tveimur árum. Þá höfðu einungis 32,6 prósent lands­manna á­hyggjur af byssu­eign. Rúm­lega 20 prósent lands­manna segjast hafa að­gang að skot­vopnum.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar svart­sýnir á gengi Ís­lands í Euro­vision

Meirihluti Íslendinga er svartsýnn á gengi landsins í Eurovision söngvakeppninni í ár. Fáir eru vongóðir um að Diljá Pétursdóttir beri sigur úr býtum fyrir hönd Íslands. Fjöldinn er svipaður og í fyrra þegar Systur kepptu. Mun meiri bjartsýni var hjá landanum þegar Hatari keppti árið 2019 og árin tvö á eftir þegar Daði og Gagnamagnið voru í eldlínunni.

Lífið
Fréttamynd

Borgarbúar óánægðir með meirihlutann en Samfylkingin sækir á

Ríflega helmingur borgarbúa telur meirihlutann í borgarstjórn hafa staðið sig illa en fleiri telja hann þó hafa staðið sig betur en flokkarnir í minnihlutanum. Samfylkingin nýtur mests fylgis allra flokka í borginni og Framsókn hefur tapað miklu fylgi frá kosningum samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna.

Innlent
Fréttamynd

Sam­­fylkingin komin í 26 prósent

Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin fengi 19 þingmenn kjörna

Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þriðja mánuðinn í röð í könnunum Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkurinn sækir fylgi tiltölulega jafnt til allra aldurshópa en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til eldri kynslóða en þeirra yngri.

Innlent