Stjórnarflokkarnir geti allir haft áhyggjur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2024 19:43 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins rekur lítið fylgi Framsóknarflokksins til stöðunnar í efnahagsmálum, en segist eiga von á að fylgið taki við sér með vetrinum. Prófessor í stjórnmálafræði segir fleira ráða fylgistapinu en mikil verðbólga og háir vextir. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup mælist Samfylkingin enn stærst flokka, með 27 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkur mælist með 18,5 prósent og Miðflokkur fjórum prósentustigum minna. Viðreisn mælist með 9,4 prósent en Píratar 8,8. Flokkur fólksins mælist með 7,7 prósent og Framsókn 6,6 prósent. Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn reka lestina, og mælast hvorugur inni á þingi. Samkvæmt könnuninnni mælast stjórnarflokkarnir þrír með 18 þingmenn samanlagt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fimm, en Vinstri græn mælast ekki inni á þingi. Á von á að flokkurinn vinni á Formaður Framsóknarflokkinn segir ekki um góð tíðindi að ræða. „Nei þau eru það ekki og eins og við höfum áður sagt, á meðan við sjáum verðbólguna svona mikla og vaxtastigið svona hátt þá er alveg eðlilegt að stjórnvöld á hverjum tíma líði fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segist eiga von á að fylgið skili sér. „Já ég er fullviss um að það gerist. Við erum auðvitað enn að uppskera þau verkefni sem við lögðum af stað með í stjórnarsáttmála, og munum þurfa næsta vetur til þess.“ Verulegt óþol orðið til Stjórnmálafræðingur segir meira búa að baki litlu fylgi stjórnarflokkanna en stöðuna í efnahagsmálum. „Ég held að það sem sé að gerast hérna er ekki bara einhver staða í efnahagslífinu eða þvíumlíkt. Það er bara komið verulegt óþol í garð ríkisstjórnar, sem er samsett af stjórnmálaflokkum sem ná illa saman um mjög mörg mál,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir tilefni til mismikillar örvæntingar hjá stjórnarflokkunum vegna fylgismælingarinnar. Mest hljóti hún að vera hjá VG. „Það er flokkur í alvarlegri tilvistarkreppu. Hann getur hreinlega þurrkast út af þingi. Þannig að þar eru áhyggjurnar mestar, en þær eru líka ansi þungar á heimili Framsóknarmaddömmunnar og Sjálfstæðisflokksins.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup mælist Samfylkingin enn stærst flokka, með 27 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkur mælist með 18,5 prósent og Miðflokkur fjórum prósentustigum minna. Viðreisn mælist með 9,4 prósent en Píratar 8,8. Flokkur fólksins mælist með 7,7 prósent og Framsókn 6,6 prósent. Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn reka lestina, og mælast hvorugur inni á þingi. Samkvæmt könnuninnni mælast stjórnarflokkarnir þrír með 18 þingmenn samanlagt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fimm, en Vinstri græn mælast ekki inni á þingi. Á von á að flokkurinn vinni á Formaður Framsóknarflokkinn segir ekki um góð tíðindi að ræða. „Nei þau eru það ekki og eins og við höfum áður sagt, á meðan við sjáum verðbólguna svona mikla og vaxtastigið svona hátt þá er alveg eðlilegt að stjórnvöld á hverjum tíma líði fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segist eiga von á að fylgið skili sér. „Já ég er fullviss um að það gerist. Við erum auðvitað enn að uppskera þau verkefni sem við lögðum af stað með í stjórnarsáttmála, og munum þurfa næsta vetur til þess.“ Verulegt óþol orðið til Stjórnmálafræðingur segir meira búa að baki litlu fylgi stjórnarflokkanna en stöðuna í efnahagsmálum. „Ég held að það sem sé að gerast hérna er ekki bara einhver staða í efnahagslífinu eða þvíumlíkt. Það er bara komið verulegt óþol í garð ríkisstjórnar, sem er samsett af stjórnmálaflokkum sem ná illa saman um mjög mörg mál,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir tilefni til mismikillar örvæntingar hjá stjórnarflokkunum vegna fylgismælingarinnar. Mest hljóti hún að vera hjá VG. „Það er flokkur í alvarlegri tilvistarkreppu. Hann getur hreinlega þurrkast út af þingi. Þannig að þar eru áhyggjurnar mestar, en þær eru líka ansi þungar á heimili Framsóknarmaddömmunnar og Sjálfstæðisflokksins.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira