Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 09:22 Frá æfingum lögreglumanna með rafbyssur. Vísir/Arnar Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. Rúmlega 460 lögreglumenn á landinu hafa hlotið þjálfun og öðlast réttindi til þess að bera rafbyssur, sem lögreglan nefnir rafvarnarvopn, samkvæmt tilkynningu ríkislögreglustjóra. Aðeins menntaðir lögreglumenn sem hafa fengið þjálfun í notkun vopnanna eiga að bera þau. Ríkislögreglustjóraembættið fullyrðir að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssnanna, meðal annars með sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum. Tölfræði um notkun vopnanna verður birt opinberlega reglulega. Lögreglufólki varð heimilt að nota rafbyssur í lok janúar í fyrra þegar Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, undirritaði reglubreytingu þess efnis. Breytingin var afar umdeild í samfélaginu og innan ríkisstjórnarinnar. Síðasta sumar ákvað Guðrún Hafsteinsdóttir, sem þá hafði tekið við sem dómsmálaráðherra, í samráði við lögregluna að hefja innleiðingu rafbyssa og hófst þá þjálfun lögreglumanna. Ríkislögreglustjóri lét könnunarfyrirtækið Gallup gera skoðanakönnun um af stöðu fólks til rafbyssuburðar lögreglumanna í sumar. Niðurstöður hennar voru að rúmlega 51 prósent sagðist mjög eða frekar hlynnt því að lögreglan beri rafbyssur við störf sín. Tæplega þrjátíu prósent sögðu frekar eða mjög andvíg. Mestur stuðningur reyndist við að lögreglan beitti rafbyssum í tilfellum þar sem maður ógnar öðrum með hnífi eða er vopnaður hnífi. Rétt innan við helmingsstuðningur var við að lögreglan beitti rafbyssum í óeirðum. Tæplega helmingur var andvígur því að rafbyssum væri beitt á fimmtán til átján ára ungmenni sem sýna ofbeldisfulla hegðun. Fréttamaður Stöðvar 2 fór á rafbyssuæfingu hjá ríkislögreglustjóra í fyrra. Lögreglan Skoðanakannanir Rafbyssur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Rúmlega 460 lögreglumenn á landinu hafa hlotið þjálfun og öðlast réttindi til þess að bera rafbyssur, sem lögreglan nefnir rafvarnarvopn, samkvæmt tilkynningu ríkislögreglustjóra. Aðeins menntaðir lögreglumenn sem hafa fengið þjálfun í notkun vopnanna eiga að bera þau. Ríkislögreglustjóraembættið fullyrðir að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssnanna, meðal annars með sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum. Tölfræði um notkun vopnanna verður birt opinberlega reglulega. Lögreglufólki varð heimilt að nota rafbyssur í lok janúar í fyrra þegar Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, undirritaði reglubreytingu þess efnis. Breytingin var afar umdeild í samfélaginu og innan ríkisstjórnarinnar. Síðasta sumar ákvað Guðrún Hafsteinsdóttir, sem þá hafði tekið við sem dómsmálaráðherra, í samráði við lögregluna að hefja innleiðingu rafbyssa og hófst þá þjálfun lögreglumanna. Ríkislögreglustjóri lét könnunarfyrirtækið Gallup gera skoðanakönnun um af stöðu fólks til rafbyssuburðar lögreglumanna í sumar. Niðurstöður hennar voru að rúmlega 51 prósent sagðist mjög eða frekar hlynnt því að lögreglan beri rafbyssur við störf sín. Tæplega þrjátíu prósent sögðu frekar eða mjög andvíg. Mestur stuðningur reyndist við að lögreglan beitti rafbyssum í tilfellum þar sem maður ógnar öðrum með hnífi eða er vopnaður hnífi. Rétt innan við helmingsstuðningur var við að lögreglan beitti rafbyssum í óeirðum. Tæplega helmingur var andvígur því að rafbyssum væri beitt á fimmtán til átján ára ungmenni sem sýna ofbeldisfulla hegðun. Fréttamaður Stöðvar 2 fór á rafbyssuæfingu hjá ríkislögreglustjóra í fyrra.
Lögreglan Skoðanakannanir Rafbyssur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira