Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 08:22 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar nýtur mun meiri vinsælda en aðrir stjórnmálamenn þegar kemur að forsætisráðherrastólnum. Vísir/Vilhelm Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Prósent gerði fyrir hlaðvarpið Bakherbergið. Samkvæmt þeim vilja sex prósent sjá Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem forsætisráðherra og fimm prósent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Bjarni Benediktsson nýtur einnig fimm prósent stuðnings sem forsætisráðherrakandídat en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mælast með fjögur og þrjú prósent. Þrjú prósent sögðust vilja Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Sigurð Inga Jóhannesson. Enginn þingmaður Vinstri grænna náði prósenti í könnuninni. Miðflokkurinn í sókn Niðurstöður Prósents ríma við niðurstöður Maskínu um fylgi flokkanna, þar sem Samfylkinginn er lang stærst með 25,5 prósent fylgi og Miðflokkurinn næst stærstur með 15,3 prósent fylgi. Miðflokkurinn hefur þannig tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, sem mælist með 13,9 prósent, en vert er að geta þess að munurinn er ekki marktækur. Haka við einn aðila eða nefna annan Þátttakendur í könnunarhópi Prósents gátu hakað við einn aðila og voru á listanum þrír aðilar hjá hverjum flokki og einnig var hægt að haka við „annar einstaklingur, þá hver?“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokkurinn Bergþór Ólason, Miðflokkurinn Bjarkey Olsen, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn Dagur B. Eggertsson, Samfylkingin Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar Guðmundur Guðbrandsson, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokkurinn Halldóra Mogensen, Píratar Inga Sæland, Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon, Flokkur fólksins Katrín Baldursdóttir, Sósíalistaflokkurinn Kristrún Frostadóttir, Samfylkingin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Framsóknarflokkurinn Logi Einarsson, Samfylkingin Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkurinn Sigmar Guðmundsson, Viðreisn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn Svandís Svavarsdóttir, Vinstrihreyfingin -grænt framboð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar Annar einstaklingur, þá hver? Um fimmtán þúsund einstaklingar átján ára og eldri af öllu landinu eru skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu. Úrtakið í þessari könnun var 2100 manns og var svarhlutfall 51 prósent. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar sem Prósent gerði fyrir hlaðvarpið Bakherbergið. Samkvæmt þeim vilja sex prósent sjá Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem forsætisráðherra og fimm prósent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Bjarni Benediktsson nýtur einnig fimm prósent stuðnings sem forsætisráðherrakandídat en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mælast með fjögur og þrjú prósent. Þrjú prósent sögðust vilja Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Sigurð Inga Jóhannesson. Enginn þingmaður Vinstri grænna náði prósenti í könnuninni. Miðflokkurinn í sókn Niðurstöður Prósents ríma við niðurstöður Maskínu um fylgi flokkanna, þar sem Samfylkinginn er lang stærst með 25,5 prósent fylgi og Miðflokkurinn næst stærstur með 15,3 prósent fylgi. Miðflokkurinn hefur þannig tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, sem mælist með 13,9 prósent, en vert er að geta þess að munurinn er ekki marktækur. Haka við einn aðila eða nefna annan Þátttakendur í könnunarhópi Prósents gátu hakað við einn aðila og voru á listanum þrír aðilar hjá hverjum flokki og einnig var hægt að haka við „annar einstaklingur, þá hver?“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokkurinn Bergþór Ólason, Miðflokkurinn Bjarkey Olsen, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn Dagur B. Eggertsson, Samfylkingin Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar Guðmundur Guðbrandsson, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokkurinn Halldóra Mogensen, Píratar Inga Sæland, Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon, Flokkur fólksins Katrín Baldursdóttir, Sósíalistaflokkurinn Kristrún Frostadóttir, Samfylkingin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Framsóknarflokkurinn Logi Einarsson, Samfylkingin Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkurinn Sigmar Guðmundsson, Viðreisn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn Svandís Svavarsdóttir, Vinstrihreyfingin -grænt framboð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar Annar einstaklingur, þá hver? Um fimmtán þúsund einstaklingar átján ára og eldri af öllu landinu eru skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu. Úrtakið í þessari könnun var 2100 manns og var svarhlutfall 51 prósent.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira