Væru með helmingi færri þingmenn Bjarki Sigurðsson skrifar 27. júní 2024 19:30 Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast með eingöngu nítján þingmenn inni á þingi. Vísir/Vilhelm Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík gætu myndað ríkisstjórn með ríflegum meirihluta samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að gera upp við sig hvert hann sækir tapað fylgi. Formaðurinn tekur fylgistapinu alvarlega. Í nýlegri könnun Maskínu mælist Sjálfstæðisflokkurinn með sögulega lítið fylgi, rétt undir fimmtán prósentum. Yrði gengið til kosninga í dag myndi flokkurinn einungis fá níu þingmenn, samkvæmt lauslegum útreikningum fréttastofu. Svona myndu þingmannasætin skiptast á milli flokka.Vísir/Hjalti Nítján af 38 kæmust inn Stjórnarflokkarnir fengju sameiginlega aðeins nítján þingmenn, eru með 38 í dag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnun Maskínu sjö þingmenn og Vinstri græn þrjá. Samfylkingin mælist stærst flokka og fengi 17 þingmenn og Miðflokkurinn, sem nú er þriðji stærsti flokkurinn, og fengi átta þingmenn. Miðað við þennan fjölda þingmanna gætu þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í Reykjavíkurborg, Samfylkingin, Framsókn, Viðreisn og Píratar, myndað meirihluta á þingi með 36 þingmenn. Hægt væri að skipta Pírötum út fyrir Vinstri græn og hefði slík stjórn 33 þingmenn. Taka fylgistapinu alvarlega Flokkar vilja yfirleitt mynda ríkisstjórn með sem fæstum flokkum. Ætla má að Samfylkingin vildi helst mynda stjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki, en stjórn þessara flokka hefði aðeins þrjátíu þingmenn, vantaði tvo til að mynda lágmarksmeirihluta. Svona væri hægt að mynda ríkisstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Hjalti Það myndi heldur ekki duga Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki að skipta Vinstri grænum út fyrir Miðflokkinn, því sú stjórn hefði einungis 24 þingmenn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystuna taka fylgistapinu alvarlega. Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar „Við erum auðvitað ekki ánægð með að mælast svona. En það er ekki kosið á morgun og við ætlum bara að vinna okkar vinnu áfram og trúum því að það muni skila sínu þegar upp er staðið,“ segir Bjarni. Hver eru næstu skref hjá Sjálfstæðisflokknum til að vinna þetta fylgi til baka? „Vinna vinnuna alla daga og vera í samtali við fólk. Það hefur ekkert breyst í því.“ Þú ert viss um að fylgið muni ná sér aftur á strik fyrir næstu kosningar? „Er ég viss? Við ætlum bara að gera okkar besta,“ segir Bjarni. Hluti af þróun sem hefur verið í gangi Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði, segir niðurstöður könnunarinnar stórmerkilegar. „Þó þetta sé bara ein könnun, þá er þetta augljóslega hluti af fylgisþróun sem við höfum verið að sjá hjá Maskínu og fleiri könnunarfyrirtækjum undanfarna mánuði þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að minnka verulega, Samfylkingin að auka fylgi og Miðflokkurinn sömuleiðis að sækja á,“ segir Viktor Orri. Viktor Orri Valgarðsson er doktor í stjórnmálafræði.Vísir/Hannes Sjálfstæðismenn þurfi að fara að ákveða sig hvert þeir ætli að sækja fylgið sem flokkurinn hefur tapað. „Hvort þau vilja reyna að berjast við Miðflokkinn til hægri eða við Samfylkinguna, Viðreisn, Framsóknarflokkinn, til vinstri. Hingað til sýnist mér þau hafa kosið fyrri kostinn og þá verður áhugavert að sjá hvernig það hefur áhrif á málflutning og stefnu flokksins en líka á hver verður næsti formaður ef ekki núverandi,“ segir Viktor. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Í nýlegri könnun Maskínu mælist Sjálfstæðisflokkurinn með sögulega lítið fylgi, rétt undir fimmtán prósentum. Yrði gengið til kosninga í dag myndi flokkurinn einungis fá níu þingmenn, samkvæmt lauslegum útreikningum fréttastofu. Svona myndu þingmannasætin skiptast á milli flokka.Vísir/Hjalti Nítján af 38 kæmust inn Stjórnarflokkarnir fengju sameiginlega aðeins nítján þingmenn, eru með 38 í dag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnun Maskínu sjö þingmenn og Vinstri græn þrjá. Samfylkingin mælist stærst flokka og fengi 17 þingmenn og Miðflokkurinn, sem nú er þriðji stærsti flokkurinn, og fengi átta þingmenn. Miðað við þennan fjölda þingmanna gætu þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í Reykjavíkurborg, Samfylkingin, Framsókn, Viðreisn og Píratar, myndað meirihluta á þingi með 36 þingmenn. Hægt væri að skipta Pírötum út fyrir Vinstri græn og hefði slík stjórn 33 þingmenn. Taka fylgistapinu alvarlega Flokkar vilja yfirleitt mynda ríkisstjórn með sem fæstum flokkum. Ætla má að Samfylkingin vildi helst mynda stjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki, en stjórn þessara flokka hefði aðeins þrjátíu þingmenn, vantaði tvo til að mynda lágmarksmeirihluta. Svona væri hægt að mynda ríkisstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Hjalti Það myndi heldur ekki duga Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki að skipta Vinstri grænum út fyrir Miðflokkinn, því sú stjórn hefði einungis 24 þingmenn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystuna taka fylgistapinu alvarlega. Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar „Við erum auðvitað ekki ánægð með að mælast svona. En það er ekki kosið á morgun og við ætlum bara að vinna okkar vinnu áfram og trúum því að það muni skila sínu þegar upp er staðið,“ segir Bjarni. Hver eru næstu skref hjá Sjálfstæðisflokknum til að vinna þetta fylgi til baka? „Vinna vinnuna alla daga og vera í samtali við fólk. Það hefur ekkert breyst í því.“ Þú ert viss um að fylgið muni ná sér aftur á strik fyrir næstu kosningar? „Er ég viss? Við ætlum bara að gera okkar besta,“ segir Bjarni. Hluti af þróun sem hefur verið í gangi Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði, segir niðurstöður könnunarinnar stórmerkilegar. „Þó þetta sé bara ein könnun, þá er þetta augljóslega hluti af fylgisþróun sem við höfum verið að sjá hjá Maskínu og fleiri könnunarfyrirtækjum undanfarna mánuði þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að minnka verulega, Samfylkingin að auka fylgi og Miðflokkurinn sömuleiðis að sækja á,“ segir Viktor Orri. Viktor Orri Valgarðsson er doktor í stjórnmálafræði.Vísir/Hannes Sjálfstæðismenn þurfi að fara að ákveða sig hvert þeir ætli að sækja fylgið sem flokkurinn hefur tapað. „Hvort þau vilja reyna að berjast við Miðflokkinn til hægri eða við Samfylkinguna, Viðreisn, Framsóknarflokkinn, til vinstri. Hingað til sýnist mér þau hafa kosið fyrri kostinn og þá verður áhugavert að sjá hvernig það hefur áhrif á málflutning og stefnu flokksins en líka á hver verður næsti formaður ef ekki núverandi,“ segir Viktor.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira