Treystir sér til formennsku ef Bjarni hættir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2024 20:45 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki búinn að ákveða hvort hann sækist eftir áframhaldandi setu á formannsstól, en varaformaðurinn kveðst tilbúinn að taka við keflinu ef svo ber undir. Ungliðahreyfingin sendi forystu flokksins væna pillu vegna sögulega lítils fylgis í könnunum. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton í dag. Þrátt fyrir að vel hafi verið mætt þá var fundurinn haldinn í skugga þeirrar staðreyndar að flokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en akkúrat nú. Í könnun Maskínu í liðinni viku mældist flokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, og hefur aldrei mælst lægri. Í Þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mældist fylgið skör meira, eða 17,1 prósent. Í báðum könnunum mælist Sjálfstæðisflokkurinn á sömu slóðum og Miðflokkurinn. Formaður flokksins telur fylgið óviðunandi. „En mín skilaboð hér í dag eru að slíkar mælingar eru engin ávísun á niðurstöður í kosningum, það sýnir nú sagan síðast í forsetakosningunum í vor. Verkefni okkar er að taka höndum saman og sækja fram,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður í samtali við fréttastofu í dag, en ræðuna sem hann flutti á flokksráðsfundinum í dag er að finna hér að neðan. Ungir hnýta í forystuna Í tilefni af fylgismælingunni sendi Samband ungra Sjálfstæðismanna skilaboð til forystunnar og annarra fundarmanna: „13,9 prósent, hvað er planið?“ Auglýsingin var birt sem heilsíða í Morgunblaðinu, á skiltum við fundarstað og einnig dreift til fundargesta. Formaður sambandsins segir marga hafa tekið vel í uppátækið. „Forystan veit að það þarf eitthvað að gera. Við erum að líka að senda skilaboð til þjóðarinnar um að það eru ekki allir sáttir með stöðuna eins og hún er. Við þurfum að fara að hugsa okkar gang og fara í naflaskoðun, hvaða skilaboð það eru sem við erum að senda út í þjóðfélagið,“ sagði Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS. Bjarni sagði unga Sjálfstæðismenn fara óhefðbundnar leiðir og þeir hafi alltaf viljað veita forystunni aðhald. „En þeir verða auðvitað líka að halda í það kjarnahlutverk sitt að teikna upp framtíðarsýn fyrir bæði ungt fólk og aðra í landinu. Framtíðar Ísland sem þau sjá fyrir sér, tala um það og færa inn í umræðuna. Ekki bara kasta höndum upp í loft og segja: Hvað eigum við að gera?“ Ákveður sig nær landsfundi Í ræðu sinni á fundinum sagðist Bjarni ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann myndi gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi í febrúar. „Og þegar nær dregur landsfundi þá þarf ég að taka ákvörðun um framtíðina með mínu fólki, og með hliðsjón af því sem ég tel vera best fyrir flokkinn okkar,“ sagði Bjarni í ræðunni. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur verið afdráttarlaus um að ætla að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystu flokksins, ólíkt Bjarna. Ef svo færi að hann gæfi ekki kost á sér, myndir þú þá sækjast eftir formennsku? „Ég hef alveg verið mjög heiðarleg og opin með að ef það er eftirspurn eftir því, ef flokksmenn treysta mér í það verkefni, þá treysti ég mér í það verkefni,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ræðu Þórdísar á flokksráðsfundinum má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31. ágúst 2024 15:41 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton í dag. Þrátt fyrir að vel hafi verið mætt þá var fundurinn haldinn í skugga þeirrar staðreyndar að flokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en akkúrat nú. Í könnun Maskínu í liðinni viku mældist flokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, og hefur aldrei mælst lægri. Í Þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mældist fylgið skör meira, eða 17,1 prósent. Í báðum könnunum mælist Sjálfstæðisflokkurinn á sömu slóðum og Miðflokkurinn. Formaður flokksins telur fylgið óviðunandi. „En mín skilaboð hér í dag eru að slíkar mælingar eru engin ávísun á niðurstöður í kosningum, það sýnir nú sagan síðast í forsetakosningunum í vor. Verkefni okkar er að taka höndum saman og sækja fram,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður í samtali við fréttastofu í dag, en ræðuna sem hann flutti á flokksráðsfundinum í dag er að finna hér að neðan. Ungir hnýta í forystuna Í tilefni af fylgismælingunni sendi Samband ungra Sjálfstæðismanna skilaboð til forystunnar og annarra fundarmanna: „13,9 prósent, hvað er planið?“ Auglýsingin var birt sem heilsíða í Morgunblaðinu, á skiltum við fundarstað og einnig dreift til fundargesta. Formaður sambandsins segir marga hafa tekið vel í uppátækið. „Forystan veit að það þarf eitthvað að gera. Við erum að líka að senda skilaboð til þjóðarinnar um að það eru ekki allir sáttir með stöðuna eins og hún er. Við þurfum að fara að hugsa okkar gang og fara í naflaskoðun, hvaða skilaboð það eru sem við erum að senda út í þjóðfélagið,“ sagði Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS. Bjarni sagði unga Sjálfstæðismenn fara óhefðbundnar leiðir og þeir hafi alltaf viljað veita forystunni aðhald. „En þeir verða auðvitað líka að halda í það kjarnahlutverk sitt að teikna upp framtíðarsýn fyrir bæði ungt fólk og aðra í landinu. Framtíðar Ísland sem þau sjá fyrir sér, tala um það og færa inn í umræðuna. Ekki bara kasta höndum upp í loft og segja: Hvað eigum við að gera?“ Ákveður sig nær landsfundi Í ræðu sinni á fundinum sagðist Bjarni ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann myndi gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi í febrúar. „Og þegar nær dregur landsfundi þá þarf ég að taka ákvörðun um framtíðina með mínu fólki, og með hliðsjón af því sem ég tel vera best fyrir flokkinn okkar,“ sagði Bjarni í ræðunni. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur verið afdráttarlaus um að ætla að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystu flokksins, ólíkt Bjarna. Ef svo færi að hann gæfi ekki kost á sér, myndir þú þá sækjast eftir formennsku? „Ég hef alveg verið mjög heiðarleg og opin með að ef það er eftirspurn eftir því, ef flokksmenn treysta mér í það verkefni, þá treysti ég mér í það verkefni,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ræðu Þórdísar á flokksráðsfundinum má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31. ágúst 2024 15:41 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31. ágúst 2024 15:41
Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25
Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05