Kjósendur VG leiti nú til Sósíalista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 22:00 Karl Héðinn segir marga kjósendur VG nú ætla að kjósa Sósíalista. Vísir/Ívar Fannar Sósíalistar segja þá sem áður kusu Vinstri græna nú flykkjast að flokknum. Þeir telja kjósendur komna með nóg af sviknum loforðum um félagslega uppbyggingu. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nánast jafn mikið og ríkisstjórnarflokkanna til samans. Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær, mælast Vinstri græn enn utan þings með 3,5 prósenta fylgi. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn, sem í dag hefur engan þingmann, en fylgi flokksins eykst um rúmt prósentustig. Samfylkingin mælist stærst allra flokka en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 17,2 prósent. Miðflokkur, sem hefur verið á flugi mælist með 14,6 prósent, Viðreisn með 8,8, Flokkur fólksins 8,6 og Píratar með 7,8 prósent. Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 7,2 prósent. „Við erum með fast kjörfylgi svolítið en við finnum það núna að margir sem hafa stutt við VG í gegnum tíðina eru að leita frekar til okkar núna. Það verður að teljast skiljanlegt. Félagshyggjan sem VG sagðist boða hefur ekki raungerst, því miður. Við erum einbeitt á því að beita félagslegum lausnum í hag fólksins,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, fulltrúi í kosningastjórn Sósíalistaflokksins. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna mælist nú 28 prósent. Það er rétt meira en fylgi Samfylkingarinnar einnar, sem mælist með 27,6 prósenta fylgi. „Því er ekki að leyna að þeir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn, ef þetta yrðu niðurstöður kosninga, að við myndum ekki halda meirihluta. Það er alveg ljóst,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill rekja lítið fylgi flokkanna til undirliggjandi pirrings gagnvart stjórnvöldum, verðbólgu og hás vaxtastigs. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um það að geta, þegar að því kemur, farið í kosningabaráttu og sagt frá því hvað við höfum verið að gera á síðastliðnum sjö árum,“ sagði Sigurður Ingi. „Ríkisstjórnin undanfarin sjö ár hefur kynnt hverja glærukynninguna á fætur annarri án þess að skila neinum raunverulegum ábata fyrir okkur, fólkið í landinu,“ segir Karl Héðinn. „Fólk er þreytt á þessu rugli. Það sér að það er verið að ljúga að því. Alltaf er verið að lofa okkur fögrum orðum og látið sem allt sé á réttri leið en við sjáum bara að ástandið versnar og versnar. Það á við hvort sem þú lítur á heilbrigðiskerfið, húsnæðiskerfið og við sjáum líka aukna samþjöppun í sjávarútvegi.“ Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2. ágúst 2024 15:00 Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær, mælast Vinstri græn enn utan þings með 3,5 prósenta fylgi. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn, sem í dag hefur engan þingmann, en fylgi flokksins eykst um rúmt prósentustig. Samfylkingin mælist stærst allra flokka en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 17,2 prósent. Miðflokkur, sem hefur verið á flugi mælist með 14,6 prósent, Viðreisn með 8,8, Flokkur fólksins 8,6 og Píratar með 7,8 prósent. Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 7,2 prósent. „Við erum með fast kjörfylgi svolítið en við finnum það núna að margir sem hafa stutt við VG í gegnum tíðina eru að leita frekar til okkar núna. Það verður að teljast skiljanlegt. Félagshyggjan sem VG sagðist boða hefur ekki raungerst, því miður. Við erum einbeitt á því að beita félagslegum lausnum í hag fólksins,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, fulltrúi í kosningastjórn Sósíalistaflokksins. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna mælist nú 28 prósent. Það er rétt meira en fylgi Samfylkingarinnar einnar, sem mælist með 27,6 prósenta fylgi. „Því er ekki að leyna að þeir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn, ef þetta yrðu niðurstöður kosninga, að við myndum ekki halda meirihluta. Það er alveg ljóst,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill rekja lítið fylgi flokkanna til undirliggjandi pirrings gagnvart stjórnvöldum, verðbólgu og hás vaxtastigs. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um það að geta, þegar að því kemur, farið í kosningabaráttu og sagt frá því hvað við höfum verið að gera á síðastliðnum sjö árum,“ sagði Sigurður Ingi. „Ríkisstjórnin undanfarin sjö ár hefur kynnt hverja glærukynninguna á fætur annarri án þess að skila neinum raunverulegum ábata fyrir okkur, fólkið í landinu,“ segir Karl Héðinn. „Fólk er þreytt á þessu rugli. Það sér að það er verið að ljúga að því. Alltaf er verið að lofa okkur fögrum orðum og látið sem allt sé á réttri leið en við sjáum bara að ástandið versnar og versnar. Það á við hvort sem þú lítur á heilbrigðiskerfið, húsnæðiskerfið og við sjáum líka aukna samþjöppun í sjávarútvegi.“
Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2. ágúst 2024 15:00 Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2. ágúst 2024 15:00
Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56
Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33