Dýraheilbrigði

Fréttamynd

Man ekki eftir svo alvarlegu broti

Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar.

Innlent
Fréttamynd

Dýrin og við

Það er þannig um margt, að eitthvað sérstakt þarf að gerast, til að menn átti sig á eðli og stöðu mála. Oft þarf eitthvað nýtt og óvenjulegt að koma til, til að menn opni augun fyrir ákveðnum - kannske vondum og krítískum, en mögulega líka góðum og gæfulegum - málum, sem þó hafa blasað við eða mátt blasa við lengi.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir 40 árum síðan

Árið er 1982 þá var auglýst eftir „fóstrum“ í störf á leikskólum, búðin Adam auglýsti Lee Cooper fötin vinsælu til sölu, viðtöl í Tímanum við hetjur sem helltu niður áfengi og gengu á milli bæja til að leita af bruggi þegar áfengi var bannað, í þá daga var nefnilega bjórbann. Bann við sölu á bjór var ekki afnumið fyrr en sjö árum síðar.

Skoðun
Fréttamynd

Heggur sá er hlífa skyldi

Sæl Inga. Ég er ungur hrossabóndi, hef ekki verið talinn til efnamanna og verð það trúlega aldrei. Síðastliðin ár hafa ekki verið landbúnaðinum hagfelld, afurðaverð lágt og hefur engan veginn haldið í við verðlagsþróun. Ég keyri ekki um á nýjum Land cruiser heldur klæðist ég gömlum stígvélum og rifinni úlpu við mitt brauðstrit, hef ekki ráð á öðru.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Ingu Sæ­land

Sæl frú Inga Sæland. Er í alvörunni ekki gerð nein krafa um að það, sem þið á Alþingi látið út úr ykkur í pontu, sé satt og rétt? Þegar þú lætur frá þér frumvarp, sem hefur áhrif á þó nokkuð marga, er þá ekki lágmarkskrafa að þið hafið kannað allar hliðar og hafið réttar upplýsingar? Ekki afbakaðar og tilhæfulausar lygar.

Skoðun
Fréttamynd

Hyggjast lóga 2.000 hömstrum vegna Covid-smits

Yfirvöld í Hong Kong hyggjast aflífa um það bil 2.000 hamstra eftir að SARS-CoV-2 fannst á ellefu dýrum í gæludýraverslun í borginni. Sýnin voru tekin af 178 dýrum verslunarinnar eftir að starfsmaður greindist með Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Þetta er hrúturinn sem gjör­breytir bar­áttunni gegn riðu­veiki

„Þetta er stórkostlegur gleðidagur,“ segir Eyþór Einarsson, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, um þau tíðindi að verndandi arfgerðin ARR hafi fundist í fyrsta skipti í íslenskum hrút. Fundurinn stóreykur líkurnar á því að hægt sé að útrýma riðuveiki í íslensku sauðfé á næstu árum og áratugum.

Innlent
Fréttamynd

Á­lits­gerð um heildar­blóð­magn ís­lenska hestsins, magn og tíðni blóð­töku og mögu­leg á­hrif hennar á fyl­fullar hryssur, út frá sjónar­miðum dýra­lækna­vísinda og dýra­verndar

Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum.

Skoðun
Fréttamynd

Búin að skipa starfs­hóp til að skoða blóð­mera­hald

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að fjalla um blóðtöku á fylfullum hryssum. Mun hópurinn hefja störf á næstu dögum en honum er ætlað að skoða starfsemina, regluverkið og eftirlitið í kringum hana.

Innlent
Fréttamynd

Dýra­garði lokað eftir að úlfar sluppu út

Dýragarði í Suður-Frakklandi hefur verið lokað tímabundið eftir að níu úlfum tókst að sleppa út fyrir girðingu í garðinum. Garðurinn var opinn þegar atvikið átti sér stað en engan sakaði.

Erlent
Fréttamynd

Veiruskita herjar á kýr

Veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Biðlað er til bænda að huga að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á kúabú.

Innlent
Fréttamynd

Koma upp eftir­­lits­­mynda­­vélum hjá blóð­bændum

Fram­kvæmda­stjóri Ís­teka segir að líf­tækni­fyrir­tækið hafi nú hrint af stað um­bóta­á­ætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa með­ferð á blóð­merum. Fram­vegis verði tekið upp mynda­véla­eftir­lit hjá blóð­bændum sem fyrir­tækið skiptir við og þá ætli Ís­teka sér að auka fræðslu til bænda.

Innlent