Eigandinn hafi mætt með leyfi MAST til að flytja hryssuna og folaldið: „Fólk er við það að taka völdin í sínar hendur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. september 2022 14:15 Steinunn segir illa haldna hryssu hafa verið innilokaða með folald inni í hesthúsi frá því í maí. Aðsend Íbúi í Borgarnesi sem hefur ítrekað kvartað vegna slæmrar meðferðar á hestum í Borgarfirði segir íbúa öskuilla þar sem eigendur hafi fengið leyfi MAST til að flytja illa haldna hryssu og folald sem höfðu verið innilokuð. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu sé málið til skoðunar og samráðsfundur fari fram síðar í mánuðinum. Tilkynning Ríkisendurskoðunar um úttekt á eftirliti MAST hafi verið áfangasigur. Fréttastofa fjallaði fyrst um málið fyrr í vikunni þar sem íbúar sögðust lamaðir vegna slæmrar meðferðar á hestum á bænum. Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi, hafði ítrekað kvartað til lögreglu og Matvælastofnunar vegna málsins. Einhver hross voru flutt út á beit í gær að beiðni MAST en að sögn Steinunnar var illa haldin hryssa enn innilokuð ásamt folaldi. „Þessi folaldsmeri er búin að vera lokuð inni í lítilli stíu og hún er búin að vera inni síðan í byrjun maí. Þessi stía nýtur ekki dagsbirtu, það er bara myrkur þarna inni, og þarna á þetta vesalings folald bara að veslast upp,“ segir Steinunn. Fjallað var ítarlega um stöðu mála í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Búin að gefast upp á því að kvarta til yfirvalda Nú skömmu fyrir hádegi hafði Steinunn síðan samband við lögregluna á Vesturlandi þar sem hún sá eigandann fyrir utan hesthúsið þar sem hryssan var. Sjálf taldi hún að til stæði að vörslusvipta eigendurna um hrossin, líkt og dýralæknir MAST hafði sagt að þyrfti að gera. Samkvæmt upplýsingum sem hún fékk frá lögreglu var eigandinn aftur á móti á staðnum, með leyfi MAST, til að flytja hryssuna og folaldið. Þannig virðist eigandinn fá að halda hestunum þrátt fyrir mikla gagnrýni. Lögreglan á Vesturlandi gat ekki veitt upplýsingar um málið í dag og vísaði til Matvælastofnunar, sem neitaði að tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði svara. „Það er allt á suðupunkti, fólk er við það að taka völdin í sínar hendur,“ segir hún og bætir við að þau séu gjörsamlega vanmáttug. „Það er svo skrýtið að við tilkynningar að það sé ekki brugðist við. Við erum algjörlega búin að gefast upp á því, við hringjum eða sendum ábendingu eða reynum að gera eitthvað til að lagfæra aðstöðu og því er ekki sinnt,“ segir hún enn fremur. Matvælaráðuneytið með málið til skoðunar Engin svör hafa enn sem komið er borist frá Matvælastofnun en Steinunn lét þau fyrst vita af ástandinu í júní. Frá þeim tíma hefur hún ítrekað reynt að fá svör án árangurs. Þá sendi hún Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra bréf á dögunum og fékk einhver svör frá ráðuneytinu í dag. „Það á að vera einhver samráðsfundur núna um miðjan september og þá á að taka þessi mál til skoðunar. Ríkisendurskoðun er búin að gefa út yfirlýsingu að eftirlitskerfið og vinnulag MAST verði tekin til skoðunar sem er mjög gott. Það var áfangasigur að heyra það,“ segir hún. Steinunn segir nauðsynlegt að ráðist sé í heildarendurskoðun á kerfinu en Dýraverndarsamband Íslands hefur meðal annarra sagt MAST endurtekið bregðast seint og illa við þegar upp kemur grunur um slæma meðferð. „Það þarf náttúrulega að taka þetta kerfi algjörlega til endurskoðunar, algjörlega að stokka þessu upp,“ segir Steinunn. Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Hestar Borgarbyggð Tengdar fréttir Segir hryssu og folald enn innilokuð án dagsbirtu Íbúi í Borgarnesi segir hryssu og folald enn innilokuð í hesthúsi í Borgarnesi, þar sem ekki sjáist til sólar. Eigandinn var tilneyddur í gær að færa önnur hross sín, sem voru vannærð og illa haldin, á beit en hryssa með folald er enn innilokuð í hesthúsinu. 2. september 2022 10:29 Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00 Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28 Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Snúinn aftur til starfa en fær engin verkefni Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Fréttastofa fjallaði fyrst um málið fyrr í vikunni þar sem íbúar sögðust lamaðir vegna slæmrar meðferðar á hestum á bænum. Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi, hafði ítrekað kvartað til lögreglu og Matvælastofnunar vegna málsins. Einhver hross voru flutt út á beit í gær að beiðni MAST en að sögn Steinunnar var illa haldin hryssa enn innilokuð ásamt folaldi. „Þessi folaldsmeri er búin að vera lokuð inni í lítilli stíu og hún er búin að vera inni síðan í byrjun maí. Þessi stía nýtur ekki dagsbirtu, það er bara myrkur þarna inni, og þarna á þetta vesalings folald bara að veslast upp,“ segir Steinunn. Fjallað var ítarlega um stöðu mála í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Búin að gefast upp á því að kvarta til yfirvalda Nú skömmu fyrir hádegi hafði Steinunn síðan samband við lögregluna á Vesturlandi þar sem hún sá eigandann fyrir utan hesthúsið þar sem hryssan var. Sjálf taldi hún að til stæði að vörslusvipta eigendurna um hrossin, líkt og dýralæknir MAST hafði sagt að þyrfti að gera. Samkvæmt upplýsingum sem hún fékk frá lögreglu var eigandinn aftur á móti á staðnum, með leyfi MAST, til að flytja hryssuna og folaldið. Þannig virðist eigandinn fá að halda hestunum þrátt fyrir mikla gagnrýni. Lögreglan á Vesturlandi gat ekki veitt upplýsingar um málið í dag og vísaði til Matvælastofnunar, sem neitaði að tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði svara. „Það er allt á suðupunkti, fólk er við það að taka völdin í sínar hendur,“ segir hún og bætir við að þau séu gjörsamlega vanmáttug. „Það er svo skrýtið að við tilkynningar að það sé ekki brugðist við. Við erum algjörlega búin að gefast upp á því, við hringjum eða sendum ábendingu eða reynum að gera eitthvað til að lagfæra aðstöðu og því er ekki sinnt,“ segir hún enn fremur. Matvælaráðuneytið með málið til skoðunar Engin svör hafa enn sem komið er borist frá Matvælastofnun en Steinunn lét þau fyrst vita af ástandinu í júní. Frá þeim tíma hefur hún ítrekað reynt að fá svör án árangurs. Þá sendi hún Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra bréf á dögunum og fékk einhver svör frá ráðuneytinu í dag. „Það á að vera einhver samráðsfundur núna um miðjan september og þá á að taka þessi mál til skoðunar. Ríkisendurskoðun er búin að gefa út yfirlýsingu að eftirlitskerfið og vinnulag MAST verði tekin til skoðunar sem er mjög gott. Það var áfangasigur að heyra það,“ segir hún. Steinunn segir nauðsynlegt að ráðist sé í heildarendurskoðun á kerfinu en Dýraverndarsamband Íslands hefur meðal annarra sagt MAST endurtekið bregðast seint og illa við þegar upp kemur grunur um slæma meðferð. „Það þarf náttúrulega að taka þetta kerfi algjörlega til endurskoðunar, algjörlega að stokka þessu upp,“ segir Steinunn.
Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Hestar Borgarbyggð Tengdar fréttir Segir hryssu og folald enn innilokuð án dagsbirtu Íbúi í Borgarnesi segir hryssu og folald enn innilokuð í hesthúsi í Borgarnesi, þar sem ekki sjáist til sólar. Eigandinn var tilneyddur í gær að færa önnur hross sín, sem voru vannærð og illa haldin, á beit en hryssa með folald er enn innilokuð í hesthúsinu. 2. september 2022 10:29 Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00 Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28 Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Snúinn aftur til starfa en fær engin verkefni Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Segir hryssu og folald enn innilokuð án dagsbirtu Íbúi í Borgarnesi segir hryssu og folald enn innilokuð í hesthúsi í Borgarnesi, þar sem ekki sjáist til sólar. Eigandinn var tilneyddur í gær að færa önnur hross sín, sem voru vannærð og illa haldin, á beit en hryssa með folald er enn innilokuð í hesthúsinu. 2. september 2022 10:29
Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00
Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41
Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57