Halló! Er einhver heima? Steinunn Árnadóttir skrifar 14. september 2022 09:30 Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir! Hversu langt er hægt að láta skepnuníð viðgangast? Óþarfi ætti að vera að minna á aðkomu þessara aðila við hestaníð í Borgarnesi. Það er um fátt annað meira talað í sveitum landsins. Atburðarás undanfarinna daga: Eftir 3ja ára innilokun er kindum ,,hleypt út”. Þær eru sem sé í lítilli rétt fyrir utan fjárhúsin sem þær hafa verið lokaðar inn í, já enn einu sinni, í 3 ár. Þetta hlýtur að vera samkvæmt fyrirmælum ,,eftirlitsaðila”, því bíll merktur MAST var á ferðinni. Þessar kindur eru ekki að komast á beit því heyrúllu er komið fyrir inn í gerðinu. Gott og vel! Nautgripir eru nú örugglega líka samkvæmt fyrirmælum MAST komnir út. Þeir eru reyndar mikið á ferðinni. Enda hafa þeir ekki allir aðgang að vatni. Við leit sína að vatni hafa þeir komið sér í voða í skurðum. Einn nautgripurinn var svo illa fastur í skurði morguninn 13. september að hann þurfti aðstoð að komast upp úr. Eftir þær ,,aðgerðir” stendur skepnan ekki sjálf. Þá er það ráð eiganda og unnustu hans að berja hann á fætur með bareflum. Og þar sem hann stóð bara alls ekki upp, þá var bara að berja meira og svo aðeins, enn meira. Nágrannar sáu til og hringdu á lögregluna. Lögreglan mætti á staðinn. Ekki er vitað um afdrif skepnunnar. Ágæta Svandís Svavarsdóttir. Meðan þú varst að maula gotterí eftir þingsetningu voru þessir aðilar að misþyrma skepnu sem gat ekki staðið upp. Áður var ég búin að senda þér bréf og láta vita af hversu mikil illska er hér á ferðinni. Ég hef engin viðbrögð fengið við því bréfi frá þér eða aðstoðarfólki þínu. Þegar lesin eru lög sem Alþingi hefur sett um velferð dýra er mér spurn um hvaða land þau eiga við? Bara svo við séum á sömu blaðsíðunni: samkvæmt lögum um velferð dýra frá árinu 2013 nr 55: „Ráðherra fer með yfirumsjón mála er varða velferð dýra…” , ennfremur þótti ríkisendurskoðun nýverið ástæða til að gefa út tilkynningu að hún ætlaði að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar um velferð dýra skv. lögum nr 55/2013. Og eitt enn: Sveitarfélagið Borgarbyggð taldi einnig ástæðu eftir fund með yfirdýralækni og forstjóra Matvælastofnunar (MAST) að gefa út yfirlýsingu að úttekt á eftirliti Matvælastofnun ætti að fara fram sem fyrst. Og að lokum: Ástæða þótti til að senda sérsveitina og afvopna umræddan dýraníðing. En engin ástæða er að svipta hann umráðum yfir ósjálfbjarga skepnum sem hann sannarlega misþyrmir. Það virðist vera kappsmál að klappa þessum níðingi á bakið og segja „haltu áfram”. Ég endurtek því spurninguna: Hversu langt á skepnuníðið að ganga? Höfundur er áhugakona um velferð dýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýraheilbrigði Borgarbyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir! Hversu langt er hægt að láta skepnuníð viðgangast? Óþarfi ætti að vera að minna á aðkomu þessara aðila við hestaníð í Borgarnesi. Það er um fátt annað meira talað í sveitum landsins. Atburðarás undanfarinna daga: Eftir 3ja ára innilokun er kindum ,,hleypt út”. Þær eru sem sé í lítilli rétt fyrir utan fjárhúsin sem þær hafa verið lokaðar inn í, já enn einu sinni, í 3 ár. Þetta hlýtur að vera samkvæmt fyrirmælum ,,eftirlitsaðila”, því bíll merktur MAST var á ferðinni. Þessar kindur eru ekki að komast á beit því heyrúllu er komið fyrir inn í gerðinu. Gott og vel! Nautgripir eru nú örugglega líka samkvæmt fyrirmælum MAST komnir út. Þeir eru reyndar mikið á ferðinni. Enda hafa þeir ekki allir aðgang að vatni. Við leit sína að vatni hafa þeir komið sér í voða í skurðum. Einn nautgripurinn var svo illa fastur í skurði morguninn 13. september að hann þurfti aðstoð að komast upp úr. Eftir þær ,,aðgerðir” stendur skepnan ekki sjálf. Þá er það ráð eiganda og unnustu hans að berja hann á fætur með bareflum. Og þar sem hann stóð bara alls ekki upp, þá var bara að berja meira og svo aðeins, enn meira. Nágrannar sáu til og hringdu á lögregluna. Lögreglan mætti á staðinn. Ekki er vitað um afdrif skepnunnar. Ágæta Svandís Svavarsdóttir. Meðan þú varst að maula gotterí eftir þingsetningu voru þessir aðilar að misþyrma skepnu sem gat ekki staðið upp. Áður var ég búin að senda þér bréf og láta vita af hversu mikil illska er hér á ferðinni. Ég hef engin viðbrögð fengið við því bréfi frá þér eða aðstoðarfólki þínu. Þegar lesin eru lög sem Alþingi hefur sett um velferð dýra er mér spurn um hvaða land þau eiga við? Bara svo við séum á sömu blaðsíðunni: samkvæmt lögum um velferð dýra frá árinu 2013 nr 55: „Ráðherra fer með yfirumsjón mála er varða velferð dýra…” , ennfremur þótti ríkisendurskoðun nýverið ástæða til að gefa út tilkynningu að hún ætlaði að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar um velferð dýra skv. lögum nr 55/2013. Og eitt enn: Sveitarfélagið Borgarbyggð taldi einnig ástæðu eftir fund með yfirdýralækni og forstjóra Matvælastofnunar (MAST) að gefa út yfirlýsingu að úttekt á eftirliti Matvælastofnun ætti að fara fram sem fyrst. Og að lokum: Ástæða þótti til að senda sérsveitina og afvopna umræddan dýraníðing. En engin ástæða er að svipta hann umráðum yfir ósjálfbjarga skepnum sem hann sannarlega misþyrmir. Það virðist vera kappsmál að klappa þessum níðingi á bakið og segja „haltu áfram”. Ég endurtek því spurninguna: Hversu langt á skepnuníðið að ganga? Höfundur er áhugakona um velferð dýra.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun