Fólk í fjölskyldu-eða nágrannaerjum misnoti ábendingakerfi MAST Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. september 2022 16:52 Hrönn Ólína Jörundsdóttir, framkvæmdastjóri Matvælastofnunar vísir/egill Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir að starfsfólk stofnunarinnar geti ekki varið sig þegar gagnrýnin umræða fari af stað um stofnunina. Það hafi ekki til þess heimild. Þetta sagði Hrönn í viðtali hjá Reykjavík síðdegis þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við óvæginni gagnrýni sem spratt í kjölfar meintrar illrar meðferðar á hestum á bæ í Borgarbyggð. Stofnunin hefur verið sökuð um sinnuleysi og seinagang og þá kallaði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, eftir því í gær að stofnunin yrði „stokkuð upp“. Hrönn sagðist skilja almenning. „Enginn vill sjá dýr í neyð. Við erum líka þar en við getum hins vegar ekki upplýst aðilana, sem senda inn ábendingar, um hvernig málin eru að vinnast af því að sá sem sendir inn ábendingu er ekki aðili að þessu máli. Við megum ekki upplýsa hvað við erum að sjá, hvað við erum að gera eða hvernig við erum að gera það. Og þess vegna upplifir almenningur í raun og veru bara aðgerðir Matvælastofnunar þegar þeim er lokið og það er alltaf okkar „dilemma“. Við getum aldrei varið okkur í þessari umræðu almennings.“ Hrönn sagði þá einnig að rannsóknarskylda hvíli á öllum eftirlitsstofnunum. Það sé til dæmis ekki hægt að fjarlægja dýr af sveitarbæ án þess að rannsókn hafi farið fram. Þá bætti hún við að það sé algengt að ábendingakerfi Matvælastofnunar sé misnotað. „Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að ábendingakerfi Matvælastofnunar er nýtt til þess að reyna að klekkja á fólki. Við sjáum það líka að fólk í nágrannaerjum, fjölskylduerjum og skilnuðum nýtir sér ábendingakerfi Matvælastofnunar til að reyna að klekkja á hinum aðilanum.“ Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Nágrannadeilur Tengdar fréttir Varaþingmaður hættur í Flokki fólksins vegna hrossamálsins Varaþingmaður Flokks fólksins er hættur í flokknum vegna tengsla við meint dýraníð í Borgarfirði. Formanni flokksins blöskraði að varaþingmaðurinn væri tengdur málinu. 6. september 2022 16:32 Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. 28. nóvember 2021 07:30 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þetta sagði Hrönn í viðtali hjá Reykjavík síðdegis þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við óvæginni gagnrýni sem spratt í kjölfar meintrar illrar meðferðar á hestum á bæ í Borgarbyggð. Stofnunin hefur verið sökuð um sinnuleysi og seinagang og þá kallaði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, eftir því í gær að stofnunin yrði „stokkuð upp“. Hrönn sagðist skilja almenning. „Enginn vill sjá dýr í neyð. Við erum líka þar en við getum hins vegar ekki upplýst aðilana, sem senda inn ábendingar, um hvernig málin eru að vinnast af því að sá sem sendir inn ábendingu er ekki aðili að þessu máli. Við megum ekki upplýsa hvað við erum að sjá, hvað við erum að gera eða hvernig við erum að gera það. Og þess vegna upplifir almenningur í raun og veru bara aðgerðir Matvælastofnunar þegar þeim er lokið og það er alltaf okkar „dilemma“. Við getum aldrei varið okkur í þessari umræðu almennings.“ Hrönn sagði þá einnig að rannsóknarskylda hvíli á öllum eftirlitsstofnunum. Það sé til dæmis ekki hægt að fjarlægja dýr af sveitarbæ án þess að rannsókn hafi farið fram. Þá bætti hún við að það sé algengt að ábendingakerfi Matvælastofnunar sé misnotað. „Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að ábendingakerfi Matvælastofnunar er nýtt til þess að reyna að klekkja á fólki. Við sjáum það líka að fólk í nágrannaerjum, fjölskylduerjum og skilnuðum nýtir sér ábendingakerfi Matvælastofnunar til að reyna að klekkja á hinum aðilanum.“
Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Nágrannadeilur Tengdar fréttir Varaþingmaður hættur í Flokki fólksins vegna hrossamálsins Varaþingmaður Flokks fólksins er hættur í flokknum vegna tengsla við meint dýraníð í Borgarfirði. Formanni flokksins blöskraði að varaþingmaðurinn væri tengdur málinu. 6. september 2022 16:32 Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. 28. nóvember 2021 07:30 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Varaþingmaður hættur í Flokki fólksins vegna hrossamálsins Varaþingmaður Flokks fólksins er hættur í flokknum vegna tengsla við meint dýraníð í Borgarfirði. Formanni flokksins blöskraði að varaþingmaðurinn væri tengdur málinu. 6. september 2022 16:32
Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. 28. nóvember 2021 07:30