Ástand í búfjáreftirliti háalvarlegt varðandi dýr í neyð Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2022 14:01 Sá óhugnaður á vanhöldum dýra í Borgarnesi sem birst hefur á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum síðustu daga og vikur er hörmulegur. Nú hafa verið birtar myndir af kúm sem skv. heimildum hefur verið haldið inni undanfarin þrjú ár, en voru settar út að lokum og standa þær nú í köldu haustveðrinu, grindhoraðar og með takmarkaðan aðgang að vatni og fóðri. Einnig eru áhyggjur af sauðfé á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Það verður að segjast eins og er að staðan í málinu í Borgarbyggð er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Matvælastofnunar (MAST) í málinu. Ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarleg þegar kemur að dýrum sem eru í neyð eins og við blasir í þessu tiltekna máli. Dýraverndarsambandið (DÍS) hefur sömuleiðis áhyggjur af fleiri alvarlegum málum tengdum búfénaði í landinu sem félagið hefur til skoðunar. Unghrossin þrettán sem felld voru í síðustu viku voru undir eftirliti stofnunarinnar frá því þau voru sett út á beit fyrr í haust. Samt standa mál þannig að aflífa þurfti þessi hross. Það eru óviðunandi leikslok þar sem MAST var fyrst tilkynnt um neyð dýranna í júní, en ekki í seint í sumar eins og haldið hefur verið fram. Hér hafa yfirvöld, sem fara með málefni er varða velferð dýra, sér í lagi MAST, brugðist skyldu sinni. Sá lagarammi sem stofnunin hefur til að vinna eftir í málum er varða velferð dýra, lög nr. 55/2013, eru skýr hvað varðar að koma dýrum hratt og örugglega til hjálpar og í skjól á meðan mál eru unnin (38. og 39. gr.). Einhverra hluta vegna virðist MAST ekki nýta þær heimildir sem lögin veita og því verður að breyta. Tilgreina hefði átt tilsjónarmann á meðan unnið var að viðunandi lausn málsins, fremur en að skilja dýrin eftir í fórum aðila sem þegar var búinn að brjóta á þeim. Samkvæmt gildandi lögum er stofnunni það heimilt. Eftirlit með velferð dýra er í þeim tilgangi að verja þau réttindi sem dýr hafa samkvæmt lögum. Það er skýrt í markmiðum laganna að dýr skuli vera laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að viðurkennt er að dýr eru skyni gæddar verur. Það er því eðlileg krafa í garð MAST, stofnunar sem á að sjá til þess að farið sé að þessum lögum, að velferð dýra sé í forgangi og viðbrögð í dýravelferðarmálum hagað samkvæmt því. Dýraverndarsamband Íslands krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda í málinu og að þessum dýrum í Borgarbyggð verði komið í örugga umsjá á meðan málið er til meðferðar þar sem heilsa og velferð þeirra verði tryggð. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Sá óhugnaður á vanhöldum dýra í Borgarnesi sem birst hefur á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum síðustu daga og vikur er hörmulegur. Nú hafa verið birtar myndir af kúm sem skv. heimildum hefur verið haldið inni undanfarin þrjú ár, en voru settar út að lokum og standa þær nú í köldu haustveðrinu, grindhoraðar og með takmarkaðan aðgang að vatni og fóðri. Einnig eru áhyggjur af sauðfé á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Það verður að segjast eins og er að staðan í málinu í Borgarbyggð er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Matvælastofnunar (MAST) í málinu. Ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarleg þegar kemur að dýrum sem eru í neyð eins og við blasir í þessu tiltekna máli. Dýraverndarsambandið (DÍS) hefur sömuleiðis áhyggjur af fleiri alvarlegum málum tengdum búfénaði í landinu sem félagið hefur til skoðunar. Unghrossin þrettán sem felld voru í síðustu viku voru undir eftirliti stofnunarinnar frá því þau voru sett út á beit fyrr í haust. Samt standa mál þannig að aflífa þurfti þessi hross. Það eru óviðunandi leikslok þar sem MAST var fyrst tilkynnt um neyð dýranna í júní, en ekki í seint í sumar eins og haldið hefur verið fram. Hér hafa yfirvöld, sem fara með málefni er varða velferð dýra, sér í lagi MAST, brugðist skyldu sinni. Sá lagarammi sem stofnunin hefur til að vinna eftir í málum er varða velferð dýra, lög nr. 55/2013, eru skýr hvað varðar að koma dýrum hratt og örugglega til hjálpar og í skjól á meðan mál eru unnin (38. og 39. gr.). Einhverra hluta vegna virðist MAST ekki nýta þær heimildir sem lögin veita og því verður að breyta. Tilgreina hefði átt tilsjónarmann á meðan unnið var að viðunandi lausn málsins, fremur en að skilja dýrin eftir í fórum aðila sem þegar var búinn að brjóta á þeim. Samkvæmt gildandi lögum er stofnunni það heimilt. Eftirlit með velferð dýra er í þeim tilgangi að verja þau réttindi sem dýr hafa samkvæmt lögum. Það er skýrt í markmiðum laganna að dýr skuli vera laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að viðurkennt er að dýr eru skyni gæddar verur. Það er því eðlileg krafa í garð MAST, stofnunar sem á að sjá til þess að farið sé að þessum lögum, að velferð dýra sé í forgangi og viðbrögð í dýravelferðarmálum hagað samkvæmt því. Dýraverndarsamband Íslands krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda í málinu og að þessum dýrum í Borgarbyggð verði komið í örugga umsjá á meðan málið er til meðferðar þar sem heilsa og velferð þeirra verði tryggð. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar