Stíga þurfi varlega til jarðar í dýravelferðarmálum vegna „íþyngjandi ákvarðana“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 10:21 Matvælastonun segir að stíga þurfi varlega til jarðar í dýravelferðarmálum vegna íþyngjandi aðgerða. Vísir Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því sé nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Brugðist sé við öllum ábendingum um illa meðferð dýra en oftast sé ekki þörf á þvingunaraðgerðum enda bregðist umráðamenn oftast við og bæti úr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en stofnunin hefur verið gagnrýnd undanfarna daga fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við tilkynningum og athugasemdum Borgfirðinga vegna hrossa á bæ í firðinum sem voru vannærð og illa haldin. MAST greip til aðgerða í síðustu viku vegna hrossanna en tilkynningar höfðu borist stofnuninni oft og ítrekað vegna dýranna. Hrönn Jörundsdóttir er forstjóri MAST. MAST segir í tilkynningunni að þegar stofnunin kanni ábendingar um illa meðferð dýra sé metið til hvaða aðgerða eigi að grípa, eigi þær við rök að styðjast. Fyrst og fremst sé horft til velferðar dýranna og stofnunini beri að fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga sem kveði á um málsmeðferðar- og efnisreglur sem ætlað er að tryggja réttaröryggi borgara þegar stjórnsýsluákvarðanir séu teknar. „Þar sem ákvarðanir Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi er mikilvægt að rétt sé staðið að ákvörðunum, bæði hvað varðar rannsókn, veita umráðamönnum þátttökurétt í undirbúningi ákvarðana sem og að gæta jafnræði aðila og að meðalhófs sé gætt,“ segir í tilkynningunni. „Ef tilefni er til er umráðamönnum dýra gefin kostur á að bæta úr frávikum. Það er einungis í tilvikum þar sem úrbætur þola ekki bið sem stofnunin getur tekið dýr úr vörslum umráðamanns eða aflífað dýr sem hafa orðið fyrir varanlegum skaða.“ Oftast sé ekki þörf á þvingunaraðgerðum enda bregðist umráðamenn oftast við og bæti úr. Vegna ítrekaðra eða alvarlegra frávika sem ekki er sinnt eða ef grunur er um refisvert brot þá sé tekin ákvörðun um aðgerð. Það geti verið sektir, stöðvun starfsemi, úrbætur á kostnað umráðamanns dýra eða með því að taka dýr úr vörslu eigenda. „Áður en íþyngjandi ákvarðanir eru teknar hafa mál í flestum tilvika verið til meðferðar hjá stofnuninni um nokkurt skeið þar sem umráðamenn hafa þá tækifæri til að bæta úr frávikum. Þegar grípa þarf til íþyngjandi ákvarðana er umráðamönnum veittur andmælaréttur á fyrirhugaðri ákvörðun,“ segir í tilkynningunni. Lengd andmælaréttarins ráðist af alvarleika málsins en sé að öllu jöfnu fimm dagar. Að þeim tíma liðnum séu andmæli metin og tekin ákvörðun um framhald málsins meðal annars með hliðsjón af efnisreglum laga um velferð dýra og ákvæðum stjórnsýslulaga. „Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt frumkvæðisskoðun á verklagi Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum. Matvælastofnun fagnar þeirri úttekt þar sem hún mun enn frekar styðja Matvælastofnun í að tryggja gagnsæ vinnubrögð og góða stjórnsýslu.“ Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Tengdar fréttir Eigandinn hafi mætt með leyfi MAST til að flytja hryssuna og folaldið: „Fólk er við það að taka völdin í sínar hendur“ Íbúi í Borgarnesi sem hefur ítrekað kvartað vegna slæmrar meðferðar á hestum í Borgarfirði segir íbúa öskuilla þar sem eigendur hafi fengið leyfi MAST til að flytja illa haldna hryssu og folald sem höfðu verið innilokuð. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu sé málið til skoðunar og samráðsfundur fari fram síðar í mánuðinum. Tilkynning Ríkisendurskoðunar um úttekt á eftirliti MAST hafi verið áfangasigur. 2. september 2022 14:15 Segir hryssu og folald enn innilokuð án dagsbirtu Íbúi í Borgarnesi segir hryssu og folald enn innilokuð í hesthúsi í Borgarnesi, þar sem ekki sjáist til sólar. Eigandinn var tilneyddur í gær að færa önnur hross sín, sem voru vannærð og illa haldin, á beit en hryssa með folald er enn innilokuð í hesthúsinu. 2. september 2022 10:29 Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en stofnunin hefur verið gagnrýnd undanfarna daga fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við tilkynningum og athugasemdum Borgfirðinga vegna hrossa á bæ í firðinum sem voru vannærð og illa haldin. MAST greip til aðgerða í síðustu viku vegna hrossanna en tilkynningar höfðu borist stofnuninni oft og ítrekað vegna dýranna. Hrönn Jörundsdóttir er forstjóri MAST. MAST segir í tilkynningunni að þegar stofnunin kanni ábendingar um illa meðferð dýra sé metið til hvaða aðgerða eigi að grípa, eigi þær við rök að styðjast. Fyrst og fremst sé horft til velferðar dýranna og stofnunini beri að fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga sem kveði á um málsmeðferðar- og efnisreglur sem ætlað er að tryggja réttaröryggi borgara þegar stjórnsýsluákvarðanir séu teknar. „Þar sem ákvarðanir Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi er mikilvægt að rétt sé staðið að ákvörðunum, bæði hvað varðar rannsókn, veita umráðamönnum þátttökurétt í undirbúningi ákvarðana sem og að gæta jafnræði aðila og að meðalhófs sé gætt,“ segir í tilkynningunni. „Ef tilefni er til er umráðamönnum dýra gefin kostur á að bæta úr frávikum. Það er einungis í tilvikum þar sem úrbætur þola ekki bið sem stofnunin getur tekið dýr úr vörslum umráðamanns eða aflífað dýr sem hafa orðið fyrir varanlegum skaða.“ Oftast sé ekki þörf á þvingunaraðgerðum enda bregðist umráðamenn oftast við og bæti úr. Vegna ítrekaðra eða alvarlegra frávika sem ekki er sinnt eða ef grunur er um refisvert brot þá sé tekin ákvörðun um aðgerð. Það geti verið sektir, stöðvun starfsemi, úrbætur á kostnað umráðamanns dýra eða með því að taka dýr úr vörslu eigenda. „Áður en íþyngjandi ákvarðanir eru teknar hafa mál í flestum tilvika verið til meðferðar hjá stofnuninni um nokkurt skeið þar sem umráðamenn hafa þá tækifæri til að bæta úr frávikum. Þegar grípa þarf til íþyngjandi ákvarðana er umráðamönnum veittur andmælaréttur á fyrirhugaðri ákvörðun,“ segir í tilkynningunni. Lengd andmælaréttarins ráðist af alvarleika málsins en sé að öllu jöfnu fimm dagar. Að þeim tíma liðnum séu andmæli metin og tekin ákvörðun um framhald málsins meðal annars með hliðsjón af efnisreglum laga um velferð dýra og ákvæðum stjórnsýslulaga. „Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt frumkvæðisskoðun á verklagi Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum. Matvælastofnun fagnar þeirri úttekt þar sem hún mun enn frekar styðja Matvælastofnun í að tryggja gagnsæ vinnubrögð og góða stjórnsýslu.“
Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Tengdar fréttir Eigandinn hafi mætt með leyfi MAST til að flytja hryssuna og folaldið: „Fólk er við það að taka völdin í sínar hendur“ Íbúi í Borgarnesi sem hefur ítrekað kvartað vegna slæmrar meðferðar á hestum í Borgarfirði segir íbúa öskuilla þar sem eigendur hafi fengið leyfi MAST til að flytja illa haldna hryssu og folald sem höfðu verið innilokuð. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu sé málið til skoðunar og samráðsfundur fari fram síðar í mánuðinum. Tilkynning Ríkisendurskoðunar um úttekt á eftirliti MAST hafi verið áfangasigur. 2. september 2022 14:15 Segir hryssu og folald enn innilokuð án dagsbirtu Íbúi í Borgarnesi segir hryssu og folald enn innilokuð í hesthúsi í Borgarnesi, þar sem ekki sjáist til sólar. Eigandinn var tilneyddur í gær að færa önnur hross sín, sem voru vannærð og illa haldin, á beit en hryssa með folald er enn innilokuð í hesthúsinu. 2. september 2022 10:29 Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
Eigandinn hafi mætt með leyfi MAST til að flytja hryssuna og folaldið: „Fólk er við það að taka völdin í sínar hendur“ Íbúi í Borgarnesi sem hefur ítrekað kvartað vegna slæmrar meðferðar á hestum í Borgarfirði segir íbúa öskuilla þar sem eigendur hafi fengið leyfi MAST til að flytja illa haldna hryssu og folald sem höfðu verið innilokuð. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu sé málið til skoðunar og samráðsfundur fari fram síðar í mánuðinum. Tilkynning Ríkisendurskoðunar um úttekt á eftirliti MAST hafi verið áfangasigur. 2. september 2022 14:15
Segir hryssu og folald enn innilokuð án dagsbirtu Íbúi í Borgarnesi segir hryssu og folald enn innilokuð í hesthúsi í Borgarnesi, þar sem ekki sjáist til sólar. Eigandinn var tilneyddur í gær að færa önnur hross sín, sem voru vannærð og illa haldin, á beit en hryssa með folald er enn innilokuð í hesthúsinu. 2. september 2022 10:29
Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28