Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. október 2022 23:45 Steinunn hafði áhyggjur afþví að hrossin gætu ekki lifað af veturinn vegna ástands. Steinunn Árnadóttir Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. Steinunn Árnadóttir, sú sem greindi fyrst frá þeirri meðferð sem hrossin höfðu verið beitt, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið á staðnum þegar hrossin voru færð í sláturbíl. Hún segir Matvælastofnun hafa sinnt aðgerðunum. „Við sáum tólf hesta setta á sláturbíl og við vitum að það var folald fellt þarna á staðnum,“ segir Steinunn. Niðurstaðan sé mjög sorgleg en fyrr í haust lýsti Steinunn yfir áhyggjum sínum vegna ástands hrossanna; feldur þeirra væri þannig að þau myndu ekki geta lifað af í vetrarkuldanum. Aðspurð hvort hægt hefði verið að bjarga hrossunum í því ástandi sem þau voru segir Steinunn svo ekki vera. „Að horfa á þessa vesalinga sem voru búnir að vera lokaðir inni í heilt ár koma út grindhoruð, og holdafarið og hárgerðin var þannig að það var útilokað að þau gætu lifað af úti, það var útilokað. Þau voru búin að líða miklar hörmungar í þessum veðrum sem voru búin að skella á okkur,“ segir Steinunn. Hún segist agndofa yfir aðgerðarleysi MAST og yfirlýsinga stofnunarinnar, málið sé hörmulegt. Mikið magn kvartana vegna hrossanna hafi verið sent á borð þeirra en þau hafi brugðist. „Þeir brugðust í hvert skipti sem fólk lét vita af því að ástandið var ekki gott og þetta var niðurstaðan,“ segir Steinunn. Steinunn segir þessa niðurstöðu vera sorglega, hún sé mjög hrygg yfir þessu. Hún segist einnig ósátt við það að fyrri eigendur hrossa sem hafi verið í hópnum hafi ekki getað fengið þau til baka þegar þeir vissu að um sín dýr væri að ræða. „Ég er afar ósátt að þeir fyrrum eigendur sem vildu að fá skepnurnar til baka, gátu það ekki. Þarna er verið að fella skepnur sem aðrir vildu fá til baka og þær eru bara drepnar með köldu blóði. Ég er mjög ósátt við það,“ segir Steinunn. Hún segir búfjárvörslusviptingu hafa átt að fara fram, fyrri eigendur hafi viljað láta kaup nýrra eigenda ganga til baka. Steinunn segir að það að hrossunum hafi verið slátrað sé aðeins niðurstaða í hluta málsins; sömu aðilar eigi kýr og kindur annars staðar. Einnig hafi verið kvartað yfir slæmri meðferð á þeim dýrum. „Kýr hafa ekki farið út í þrjú ár, kindur ekki út í þrjú ár og þetta eru sömu aðilar og sömu eftirlitsaðilar. Vita fullkomlega um þessar aðstæður og stanslaust verið að láta vita,“ segir Steinunn. Að endingu segir Steinunn nauðsynlegt að breyta þessu; fólk verði að geta treyst á að eftirlitið virki þegar þurfi á að halda. Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýr Borgarbyggð Dýraheilbrigði Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Steinunn Árnadóttir, sú sem greindi fyrst frá þeirri meðferð sem hrossin höfðu verið beitt, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið á staðnum þegar hrossin voru færð í sláturbíl. Hún segir Matvælastofnun hafa sinnt aðgerðunum. „Við sáum tólf hesta setta á sláturbíl og við vitum að það var folald fellt þarna á staðnum,“ segir Steinunn. Niðurstaðan sé mjög sorgleg en fyrr í haust lýsti Steinunn yfir áhyggjum sínum vegna ástands hrossanna; feldur þeirra væri þannig að þau myndu ekki geta lifað af í vetrarkuldanum. Aðspurð hvort hægt hefði verið að bjarga hrossunum í því ástandi sem þau voru segir Steinunn svo ekki vera. „Að horfa á þessa vesalinga sem voru búnir að vera lokaðir inni í heilt ár koma út grindhoruð, og holdafarið og hárgerðin var þannig að það var útilokað að þau gætu lifað af úti, það var útilokað. Þau voru búin að líða miklar hörmungar í þessum veðrum sem voru búin að skella á okkur,“ segir Steinunn. Hún segist agndofa yfir aðgerðarleysi MAST og yfirlýsinga stofnunarinnar, málið sé hörmulegt. Mikið magn kvartana vegna hrossanna hafi verið sent á borð þeirra en þau hafi brugðist. „Þeir brugðust í hvert skipti sem fólk lét vita af því að ástandið var ekki gott og þetta var niðurstaðan,“ segir Steinunn. Steinunn segir þessa niðurstöðu vera sorglega, hún sé mjög hrygg yfir þessu. Hún segist einnig ósátt við það að fyrri eigendur hrossa sem hafi verið í hópnum hafi ekki getað fengið þau til baka þegar þeir vissu að um sín dýr væri að ræða. „Ég er afar ósátt að þeir fyrrum eigendur sem vildu að fá skepnurnar til baka, gátu það ekki. Þarna er verið að fella skepnur sem aðrir vildu fá til baka og þær eru bara drepnar með köldu blóði. Ég er mjög ósátt við það,“ segir Steinunn. Hún segir búfjárvörslusviptingu hafa átt að fara fram, fyrri eigendur hafi viljað láta kaup nýrra eigenda ganga til baka. Steinunn segir að það að hrossunum hafi verið slátrað sé aðeins niðurstaða í hluta málsins; sömu aðilar eigi kýr og kindur annars staðar. Einnig hafi verið kvartað yfir slæmri meðferð á þeim dýrum. „Kýr hafa ekki farið út í þrjú ár, kindur ekki út í þrjú ár og þetta eru sömu aðilar og sömu eftirlitsaðilar. Vita fullkomlega um þessar aðstæður og stanslaust verið að láta vita,“ segir Steinunn. Að endingu segir Steinunn nauðsynlegt að breyta þessu; fólk verði að geta treyst á að eftirlitið virki þegar þurfi á að halda.
Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýr Borgarbyggð Dýraheilbrigði Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira