Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. október 2022 23:45 Steinunn hafði áhyggjur afþví að hrossin gætu ekki lifað af veturinn vegna ástands. Steinunn Árnadóttir Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. Steinunn Árnadóttir, sú sem greindi fyrst frá þeirri meðferð sem hrossin höfðu verið beitt, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið á staðnum þegar hrossin voru færð í sláturbíl. Hún segir Matvælastofnun hafa sinnt aðgerðunum. „Við sáum tólf hesta setta á sláturbíl og við vitum að það var folald fellt þarna á staðnum,“ segir Steinunn. Niðurstaðan sé mjög sorgleg en fyrr í haust lýsti Steinunn yfir áhyggjum sínum vegna ástands hrossanna; feldur þeirra væri þannig að þau myndu ekki geta lifað af í vetrarkuldanum. Aðspurð hvort hægt hefði verið að bjarga hrossunum í því ástandi sem þau voru segir Steinunn svo ekki vera. „Að horfa á þessa vesalinga sem voru búnir að vera lokaðir inni í heilt ár koma út grindhoruð, og holdafarið og hárgerðin var þannig að það var útilokað að þau gætu lifað af úti, það var útilokað. Þau voru búin að líða miklar hörmungar í þessum veðrum sem voru búin að skella á okkur,“ segir Steinunn. Hún segist agndofa yfir aðgerðarleysi MAST og yfirlýsinga stofnunarinnar, málið sé hörmulegt. Mikið magn kvartana vegna hrossanna hafi verið sent á borð þeirra en þau hafi brugðist. „Þeir brugðust í hvert skipti sem fólk lét vita af því að ástandið var ekki gott og þetta var niðurstaðan,“ segir Steinunn. Steinunn segir þessa niðurstöðu vera sorglega, hún sé mjög hrygg yfir þessu. Hún segist einnig ósátt við það að fyrri eigendur hrossa sem hafi verið í hópnum hafi ekki getað fengið þau til baka þegar þeir vissu að um sín dýr væri að ræða. „Ég er afar ósátt að þeir fyrrum eigendur sem vildu að fá skepnurnar til baka, gátu það ekki. Þarna er verið að fella skepnur sem aðrir vildu fá til baka og þær eru bara drepnar með köldu blóði. Ég er mjög ósátt við það,“ segir Steinunn. Hún segir búfjárvörslusviptingu hafa átt að fara fram, fyrri eigendur hafi viljað láta kaup nýrra eigenda ganga til baka. Steinunn segir að það að hrossunum hafi verið slátrað sé aðeins niðurstaða í hluta málsins; sömu aðilar eigi kýr og kindur annars staðar. Einnig hafi verið kvartað yfir slæmri meðferð á þeim dýrum. „Kýr hafa ekki farið út í þrjú ár, kindur ekki út í þrjú ár og þetta eru sömu aðilar og sömu eftirlitsaðilar. Vita fullkomlega um þessar aðstæður og stanslaust verið að láta vita,“ segir Steinunn. Að endingu segir Steinunn nauðsynlegt að breyta þessu; fólk verði að geta treyst á að eftirlitið virki þegar þurfi á að halda. Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýr Borgarbyggð Dýraheilbrigði Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Steinunn Árnadóttir, sú sem greindi fyrst frá þeirri meðferð sem hrossin höfðu verið beitt, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið á staðnum þegar hrossin voru færð í sláturbíl. Hún segir Matvælastofnun hafa sinnt aðgerðunum. „Við sáum tólf hesta setta á sláturbíl og við vitum að það var folald fellt þarna á staðnum,“ segir Steinunn. Niðurstaðan sé mjög sorgleg en fyrr í haust lýsti Steinunn yfir áhyggjum sínum vegna ástands hrossanna; feldur þeirra væri þannig að þau myndu ekki geta lifað af í vetrarkuldanum. Aðspurð hvort hægt hefði verið að bjarga hrossunum í því ástandi sem þau voru segir Steinunn svo ekki vera. „Að horfa á þessa vesalinga sem voru búnir að vera lokaðir inni í heilt ár koma út grindhoruð, og holdafarið og hárgerðin var þannig að það var útilokað að þau gætu lifað af úti, það var útilokað. Þau voru búin að líða miklar hörmungar í þessum veðrum sem voru búin að skella á okkur,“ segir Steinunn. Hún segist agndofa yfir aðgerðarleysi MAST og yfirlýsinga stofnunarinnar, málið sé hörmulegt. Mikið magn kvartana vegna hrossanna hafi verið sent á borð þeirra en þau hafi brugðist. „Þeir brugðust í hvert skipti sem fólk lét vita af því að ástandið var ekki gott og þetta var niðurstaðan,“ segir Steinunn. Steinunn segir þessa niðurstöðu vera sorglega, hún sé mjög hrygg yfir þessu. Hún segist einnig ósátt við það að fyrri eigendur hrossa sem hafi verið í hópnum hafi ekki getað fengið þau til baka þegar þeir vissu að um sín dýr væri að ræða. „Ég er afar ósátt að þeir fyrrum eigendur sem vildu að fá skepnurnar til baka, gátu það ekki. Þarna er verið að fella skepnur sem aðrir vildu fá til baka og þær eru bara drepnar með köldu blóði. Ég er mjög ósátt við það,“ segir Steinunn. Hún segir búfjárvörslusviptingu hafa átt að fara fram, fyrri eigendur hafi viljað láta kaup nýrra eigenda ganga til baka. Steinunn segir að það að hrossunum hafi verið slátrað sé aðeins niðurstaða í hluta málsins; sömu aðilar eigi kýr og kindur annars staðar. Einnig hafi verið kvartað yfir slæmri meðferð á þeim dýrum. „Kýr hafa ekki farið út í þrjú ár, kindur ekki út í þrjú ár og þetta eru sömu aðilar og sömu eftirlitsaðilar. Vita fullkomlega um þessar aðstæður og stanslaust verið að láta vita,“ segir Steinunn. Að endingu segir Steinunn nauðsynlegt að breyta þessu; fólk verði að geta treyst á að eftirlitið virki þegar þurfi á að halda.
Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýr Borgarbyggð Dýraheilbrigði Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira