Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti út­breiðsluna

Ísraels­menn munu byrja að gefa þriðja skammt af bólu­efni Pfizer til allra þeirra sem eru sex­tíu ára og eldri næsta sunnu­dag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-af­brigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva út­breiðslu far­aldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik.

Erlent
Fréttamynd

Met­fjöldi greindist í fyrra­dag

Nú liggur fyrir endanleg tala þeirra sem greindust með kórónuveiruna innanlands í fyrradag, 129 manns. Er það mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi hér á landi. Fyrra met nýgreindra var 123, en sá fjöldi greindist á mánudag og aftur á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

112 greindust innanlands

Í gær greindust 112 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 35 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 73 voru fullbólusettir. Áttatíu voru utan sóttkvíar við greiningu.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt upphaf í miðjum heimsfaraldri?

Eftir verslunarmannahelgi fara margir að hugsa til haustsins. Fólk snýr aftur til vinnu, það fer að verða kertaljósahæft og rútínan tekur aftur yfir. Sumir leikskólar opna að nýju eftir sumarfrí í þeirri viku og undirbúningur grunnskólanna er að hefjast.

Skoðun
Fréttamynd

Af­létta ein­angrunar­skyldu fyrir Co­vid-smitaða

Íbúar Alberta fylkis í Kanada sem greinast smitaðir af Covid-19 munu ekki þurfa að fara í einangrun eftir að þeir greinast. Þetta tilkynnti yfirmaður heilbrigðismála í fylkinu í gær en breytingarnar taka gildi eftir tæpar þrjár vikur.

Erlent
Fréttamynd

Stærsta bylgja faraldursins í aðsigi

Hlutfall bólusettra sem veikjast alvarlega eftir að hafa smitast af kórónuveirunni er það sama hér á landi og í Ísrael eða eitt prósent. 122 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þar af einn sem lá á krabbameinslækningadeild Landspítalans auk tveggja starfsmanna. Deildinni hefur verið lokað tíma­bundið fyrir inn­lögnum á meðan allir sjúk­lingar og starfs­fólk bíða eftir niður­stöðum skimunar.

Innlent
Fréttamynd

Mikael greindist með Covid-19

Mikael Anderson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, var ekki í leikmannahópi liðs síns Midtjylland er það mætti Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Danska félagið hefur tilkynnt um að það sé vegna þess að Mikael hafi smitast af kórónuveirunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Þröngt á ­­deildinni eins og annars staðar á spítalanum

Blóð- og krabba­meins­lækninga­deild Land­spítalans við Hring­braut hefur verið lokað tíma­bundið fyrir inn­lögnum á meðan allir sjúk­lingar og starfs­fólk deildarinnar bíða eftir niður­stöðum skimunar. Þrír hafa greinst smitaðir á deildinni, einn sjúk­lingur og tveir starfs­menn.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar sem fengu Janssen fá örvunarskammt

Að tillögu sóttvarnalæknis er öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem fengu Janssen bólusetningu í vor boðinn örvunarskammtur með bóluefni frá Pfizer í næstu viku og vikunni þar á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Ný bólu­efni gegn delta eru okkar helsta von

Kamilla Sig­ríður Jósefs­dóttir, stað­gengill sótt­varna­læknis, segir ó­víst hvort og þá hve­nær hægt verði að líta kórónu­veiruna sömu augum og venju­lega inflúensu­veiru, eins og menn höfðu vonast eftir að yrði staðan eftir að bólusetningum hjá meirihluta þjóðarinnar væri lokið.

Innlent
Fréttamynd

Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu

Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 

Innlent
Fréttamynd

Minnst 118 greindust innanlands

Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk for­ræðis­hyggja – Opnunar­tími skemmti­staða

Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid.

Skoðun