Segir engar vísbendingar um að faraldurinn sé á niðurleið og hefur áhyggjur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2021 18:30 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Yfirmaður smitrakningarteymisins segir engar vísbendingar um að faraldurinn sé á niðurleið og hefur áhyggjur af stöðunni. Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna innanlands á einum degi og vegna álags getur smitrakningarteymið ekki hringt í þá sem þurfa í sóttkví. 145 greindust með smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru lang flestir utan sóttkvíar. 38 þeirra smituðu eru óbólusettir. Einn var lagður inn á Landspítala í gær með Covid-19 og eru samtals tíu inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Hefur áhyggjur Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymisins segist ekki eiga von á að sjá lægri smittölur næstu daga. Á þessari stundu með þessar smittölur, 145 smit. Telur þú enn að við séum með yfirhöndina, að þetta sé ekki komið út böndunum? „Það er svolítið erfitt að svara þessu, ég sé engar vísbendingar um að þetta sé á leiðinni niður þannig að ég hef alveg áhyggjur.“ Dæmi séu um að fyrirtæki hafi þurft að loka þar sem allir starfsmenn séu smitaðir. Í faraldrinum hefur smitrakningarteymið hringt í alla þá sem þurfa í sóttkví. Vegna álags og fjölda smitaðra hefur teymið ekki lengur tök á því. „Núna látum við það nægja að senda þeim skilaboð sem eru innbyggð í kerfinu hjá okkur, sms og tölvupóst í flestum tilvikum. Svo þarf fólk að fóta sig innan þess. Núna þekkir fólk þetta, ef ekki þá spyrðu vin.“ Sjá einnig: Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Spilum ekki á veiruna Fólk sem greinist smitað mun þó áfram fá símtal frá teyminu. Mikið álag er í rakningunni og segir Jóhann marga vilja sniðganga sóttkví og fara beint í sýnatöku á fyrsta degi sóttkvíar til að losna úr prísundinni. Slíkt sé ekki í boði. Sjö daga sóttkví er áfram reglan. „Við getum alveg spilað á það en við spilum ekki á veiruna hvað það varðar, svo fá þeir einkenni á fjórða eða fimmta degi og þá eru þeir búnir að smita einhvern fjölda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56 Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. 31. júlí 2021 12:17 Aldrei fleiri greinst á einum degi: 145 greindust innanlands Í gær greindust 145 einstaklingar með Covid-19 innanlands. Aldrei hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. 31. júlí 2021 10:56 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
145 greindust með smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru lang flestir utan sóttkvíar. 38 þeirra smituðu eru óbólusettir. Einn var lagður inn á Landspítala í gær með Covid-19 og eru samtals tíu inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Hefur áhyggjur Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymisins segist ekki eiga von á að sjá lægri smittölur næstu daga. Á þessari stundu með þessar smittölur, 145 smit. Telur þú enn að við séum með yfirhöndina, að þetta sé ekki komið út böndunum? „Það er svolítið erfitt að svara þessu, ég sé engar vísbendingar um að þetta sé á leiðinni niður þannig að ég hef alveg áhyggjur.“ Dæmi séu um að fyrirtæki hafi þurft að loka þar sem allir starfsmenn séu smitaðir. Í faraldrinum hefur smitrakningarteymið hringt í alla þá sem þurfa í sóttkví. Vegna álags og fjölda smitaðra hefur teymið ekki lengur tök á því. „Núna látum við það nægja að senda þeim skilaboð sem eru innbyggð í kerfinu hjá okkur, sms og tölvupóst í flestum tilvikum. Svo þarf fólk að fóta sig innan þess. Núna þekkir fólk þetta, ef ekki þá spyrðu vin.“ Sjá einnig: Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Spilum ekki á veiruna Fólk sem greinist smitað mun þó áfram fá símtal frá teyminu. Mikið álag er í rakningunni og segir Jóhann marga vilja sniðganga sóttkví og fara beint í sýnatöku á fyrsta degi sóttkvíar til að losna úr prísundinni. Slíkt sé ekki í boði. Sjö daga sóttkví er áfram reglan. „Við getum alveg spilað á það en við spilum ekki á veiruna hvað það varðar, svo fá þeir einkenni á fjórða eða fimmta degi og þá eru þeir búnir að smita einhvern fjölda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56 Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. 31. júlí 2021 12:17 Aldrei fleiri greinst á einum degi: 145 greindust innanlands Í gær greindust 145 einstaklingar með Covid-19 innanlands. Aldrei hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. 31. júlí 2021 10:56 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56
Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. 31. júlí 2021 12:17
Aldrei fleiri greinst á einum degi: 145 greindust innanlands Í gær greindust 145 einstaklingar með Covid-19 innanlands. Aldrei hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. 31. júlí 2021 10:56