Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. ágúst 2021 07:17 Maðurinn sem átti að vera í sóttkví var vistaður í fangageymslu í nótt. Vísir/Vilhelm Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í daglegri fréttatilkynningu lögreglu í morgun. Mennirnir voru báðir vistaðir í fangageymslu í nótt fyrir rannsókn málsins, einnig sá sem átti að vera í sóttkví. Handtakan átti sér stað um klukkan korter yfir eitt í nótt. Fyrr það sama kvöld, rétt um kvöldmatarleytið, voru tveir menn í annarlegu ástandi handteknir í sama hverfi Kópavogs grunaðir um líkamsárás. Þeir fengu aðhlynningu á bráðamóttöku en þurftu síðan að gista fangageymslu lögreglu í nótt. Önnur líkamsárás var tilkynnt við Hvaleyrarvatn í gærkvöldi. Unglingar segja að hópur manna vopnuðum bareflum hafi ráðist á sig við vatnið. Lögregla segir að ekki sé vitað um meiðsl unglinganna og að málið hafi verið leyst með aðkomu foreldra. Í miðbænum var einnig nokkuð um að vera hjá lögreglunni í gær. Klukkan að verða sex um kvöld var maður í annarlegu ástandi handtekinn á ónefndum veitingastað. Hann var þá búinn að valda einhverjum skemmdum á staðnum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands síns. Síðar um kvöldið var tilkynnt um rúðubrot á bílum. Fyrst í bílakjallara í hverfi 103 klukkan 20:14 þar sem búið var að brjóta hliðarrúður í tveimur bílum. Síðan á bílastæði í miðbænum klukkan 20:23 þar sem búið var að brjóta afturrúðu á bifreið. Í nótt var einn maður handtekinn í miðbænum, klukkan rúmlega hálf tvö. Hann var ofurölvi, neitaði að gefa lögreglu upp kennitölu sína, fór ekki að fyrirmælum og hafði í hótunum við lögreglumenn að þeirra sögn. Hann var vistaður í fangageymslu í nótt. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í daglegri fréttatilkynningu lögreglu í morgun. Mennirnir voru báðir vistaðir í fangageymslu í nótt fyrir rannsókn málsins, einnig sá sem átti að vera í sóttkví. Handtakan átti sér stað um klukkan korter yfir eitt í nótt. Fyrr það sama kvöld, rétt um kvöldmatarleytið, voru tveir menn í annarlegu ástandi handteknir í sama hverfi Kópavogs grunaðir um líkamsárás. Þeir fengu aðhlynningu á bráðamóttöku en þurftu síðan að gista fangageymslu lögreglu í nótt. Önnur líkamsárás var tilkynnt við Hvaleyrarvatn í gærkvöldi. Unglingar segja að hópur manna vopnuðum bareflum hafi ráðist á sig við vatnið. Lögregla segir að ekki sé vitað um meiðsl unglinganna og að málið hafi verið leyst með aðkomu foreldra. Í miðbænum var einnig nokkuð um að vera hjá lögreglunni í gær. Klukkan að verða sex um kvöld var maður í annarlegu ástandi handtekinn á ónefndum veitingastað. Hann var þá búinn að valda einhverjum skemmdum á staðnum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands síns. Síðar um kvöldið var tilkynnt um rúðubrot á bílum. Fyrst í bílakjallara í hverfi 103 klukkan 20:14 þar sem búið var að brjóta hliðarrúður í tveimur bílum. Síðan á bílastæði í miðbænum klukkan 20:23 þar sem búið var að brjóta afturrúðu á bifreið. Í nótt var einn maður handtekinn í miðbænum, klukkan rúmlega hálf tvö. Hann var ofurölvi, neitaði að gefa lögreglu upp kennitölu sína, fór ekki að fyrirmælum og hafði í hótunum við lögreglumenn að þeirra sögn. Hann var vistaður í fangageymslu í nótt.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira