Innlent

Mót­­mæltu bólu­­setningum: „Ég vona að næst verði ég hand­­tekinn með þér“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar

Hópur sem kallar sig Co­við­spurnuna stóð fyrir mót­mælum á Austur­velli í gær þar sem bólu­setningum og sótt­varna­að­gerðum stjórn­valda var mót­mælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stór­mót­mæla“ fyrir framan heil­brigðis­ráðu­neytið á fimmtu­dag.

Hópurinn hefur staðið fyrir nokkrum mót­mæla­fundum hingað til en þegar frétta­maður frétta­stofu átti leið hjá Austur­velli í gær voru þar hátt í fjöru­tíu komnir saman á fundinum.

Mót­mæli af þessum toga hafa verið ansi al­geng víða á megin­landi Evrópu en aldrei náð að vekja sér­staka at­hygli hér á landi. Í raun allt þar til einn með­limur Co­við­spyrnunnar, Sól­veig Lilja Óskars­dóttir sem var við­stödd mót­mælin í gær, tók sig til og mætti að Heilsu­gæslu­stöð Reykja­víkur við Suður­lands­braut á fimmtu­daginn var til að mót­mæla bólu­setningum þungaðra kvenna.

Hún var hand­tekin af lög­reglu fyrir ó­spektir en hún öskraði til dæmis há­stöfum að óléttum konum sem biðu í röð eftir að fá bólu­setningu að með bólu­setningum væri verið að drepa börnin.

Hennar fram­lagi til þessa afar fá­menna mál­staðar var svo hampað sér­stak­lega við ræðu­höld á mót­mæla­fundinum í gær. 

„Ef að lög­reglan ætlar að hand­taka hana og beita hana of­beldi, þá mun ég verja hana með of­beldi. Ég vil líka bjóða Sól­veigu alla þá hjálp sem hún gæti þurft á að halda. Ef hún missir starfið sitt þá mun ég bjóða fram mína að­stoð við að finna nýtt starf eða styðja hana fjár­hags­lega,“ sagði einn í Co­við­spyrnunni sem hélt ræðu á Austur­velli í gær.

Maðurinn þakkaði Sólveigu þá sérstaklega fyrir sitt framlag. „Mér þykir persónulega leitt að ég hafi ekki verið staddur þarna til að aðstoða þig og ég vona að næst verði ég handtekinn með þér.“

Tala um að verið sé að fórna börnum

Hann líkti á­standinu í sam­fé­laginu við á­standið í Norður-Kóreu:

„Hér á Ís­landi er sam­fé­lagið að færast í átt að al­gjöru ein­ræði. Fyrir­myndin er Norður-Kórea þar sem fólk má ekki segja neitt gegn Kim [Jong-un], hér á Ís­landi má fólk ekki segja neitt gegn Co­vid.“

Jóhannes Lofts­son, sem virðist vera í for­svari fyrir hópinn, hélt utan um fundinn í gær. Þegar hann sleit honum minnti hann gesti á „stór­mót­mæli“ sem hópurinn segist ætla að halda fyrir utan heil­brigðis­ráðu­neytið í há­deginu næsta fimmtu­dag:

„Og við hvetjum alla til að koma. Þetta er gríðar­lega mikil­vægt og menn þurfa að vekja fólk svo að börnunum verði ekki fórnað,“ lauk hann ræðu sinni.

Ekkert sem bendir til að efnin séu hættuleg

Flest allt sem hópurinn hefur farið fram með undan­farið er í hrópandi ó­sam­ræmi við það sem komið hefur fram í máli heil­brigðis­yfirvalda og sér­fræðinga.

Jón Magnús Jóhannesson læknir ræddi bólusetningar við Jóhannes Loftsson hjá Coviðspyrnunni í Harmageddon í desember síðastliðnum. Hlusta má á umræður þeirra hér: 

Í lok júlí á­kvað land­læknir að mæla með bólu­setningu gegn Co­vid-19 fyrir þungaðar konur. Mælt er með að þær fari í bólu­setninguna eftir að fyrstu 12 vikum með­göngunnar er lokið.

Góð reynsla er af notkun mRNA bólu­efna við Co­vid-19 (bólu­efni Pfizer og Moderna eru bæði mRNA bólu­efni) á með­göngu og brjósta­gjöf.

„Ekki voru gerðar rann­sóknir á barns­hafandi konum eða konum með barn á brjósti fyrir markaðs­leyfis­af­greiðslu neins CO­VID-19 bólu­efnis en fylgst hefur verið með vaxandi fjölda kvenna sem hefur þegið bólu­setningu á með­göngu eftir að mRNA bólu­efnin komu á markað. Dýra­rann­sóknir benda ekki til þess að hætta geti stafað af bólu­efnunum fyrir barns­hafandi konur, fóstrið eða barn á brjósti,“ segir á vef em­bættis land­læknis.

„Ekki er búist við að notkun bólu­efnis hjá barns­hafandi konum hafi í för með sér meiri hættu en fyrir aðra hópa, frekar en fyrir önnur ó­virkjuð (ekki lifandi) bólu­efni en mælt er með notkun t.d. inflúensu­bólu­efnis hve­nær sem er á með­göngu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×