Með frelsi hverra að leiðarljósi? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar 31. júlí 2021 18:30 Nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar ”Með frelsið að leiðarljósi”. Um frelsi hverra er ráðherrann að tala? Er það frelsi mitt og þitt sem búum við takmarkanir hér heima fyrir. Er það frelsi menntskælinganna sem hafa ekki getað stundað félagslíf í eitt og hálft ár? Er það frelsi heilbrigðisstarfsfólksins sem er að kikna undan álagi? Er það frelsi gamla fólksins sem enn og aftur er komið í takmörkuð samskipti við ástvini sína. Er ráðherrann að ræða um frelsi þeirra sem glíma við langvarandi eftirköst Covid-19 sem enginn veit hvenær ganga til baka ef þá nokkurn tímann. Þekkt er missir á bragð og lyktarskini. Verri sjón, mikil þreyta, orkuleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur, augnþurkur, höfuðverkur, öndunarerfiðleikar og hjartsláttartruflanir. Í nýlegri rannsókn við háskólann í Bergen kemur fram að á milli 50 til 60% fólks sem greinast með Covid-19 finni fyrir eftirköstum næsta hálfa árið eða lengur. Út frá því má álykta að af þeim 145 sem greindust jákvæðir í gær verði rúmlega 70 þeirra að glíma við eftirköst Covid-19 næsta hálfa árið eða lengur. Nú er ungt fólk að greinast í miklum mæli og þótt þau þurfi síður að fara á spítala þá geta þau verið að glíma við eftirköst í langann tíma. Er ríkisstjórnin með floppi sínu í sóttvörnum að búa til öryrkja framtíðarinnar? Þennann fórnarkostnað er ríkisstjórnin, með Sjálfsstæðisflokkinn í fararbroddi, reiðubúin að færa því forréttindarfólk veraldarinnar vill sjá fossa á Íslandi og forréttindarfólk á Íslandi vill baða sig á sólarströndum án þess að vera skimað þrátt fyrir almenna vitneskju um áhættuna sem því fylgdi. Áhættu sem tapaðist. Síðast en ekki síst þá er ríkisstjórnin að taka hagsmuni Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair að ógleymdum fjölskyldufyrirtækjum fjármálaráðherra fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Fram yfir heilsu þjóðarinnar. Áslaug Arna segir í grein sinni að megin markmiðið sé að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þessa stundina eru forsvarsmenn heilbrigðisþjónustunnar að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki, sem og ómenntuðum starfskrafti því kerfið er að springa. Markmið ríkisstjórnarinnar að sporna við álagi á heilbrigðiskerfið hefur því algerlega brugðist. Það ástand sem nú ríkir má rekja til þeirrar ákvörðunnar ríkisstjórnarinnar að slaka á kröfum á landamærunum til að þóknast kröfum fjársterkra hagsmunaafla þvert á vilja þjóðarinnar. Þegar Áslaug Arna og Sjálfstæðisflokkurinn tala um frelsi eru þau að tala um frelsi þeirra ráðandi, þeirra ríku, þeirra sem lifa fyrir ofan almenning. Þau hafa áhyggjur af stóru fyrirtækjunum, að þau græði ekki nógu mikið. Þau hafa ekki áhyggjur af framvarðarsveitinni, þeim sem vinna í fyritækjunum, þeim sem vinna í heilbrigðisþjónustunni. Ekki áhyggjur af heilsu landsmanna. Sem sást vel þegar tekin var ákvörðun um að slaka á sóttvarnarkröfum á landamærunum fyr í sumar. Þar tók ríkisstjórnin stöðu með hagsmunasamtökum ferðaþjónustunnar á kosnað almennings. Við súpum nú seiðið af því. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar ”Með frelsið að leiðarljósi”. Um frelsi hverra er ráðherrann að tala? Er það frelsi mitt og þitt sem búum við takmarkanir hér heima fyrir. Er það frelsi menntskælinganna sem hafa ekki getað stundað félagslíf í eitt og hálft ár? Er það frelsi heilbrigðisstarfsfólksins sem er að kikna undan álagi? Er það frelsi gamla fólksins sem enn og aftur er komið í takmörkuð samskipti við ástvini sína. Er ráðherrann að ræða um frelsi þeirra sem glíma við langvarandi eftirköst Covid-19 sem enginn veit hvenær ganga til baka ef þá nokkurn tímann. Þekkt er missir á bragð og lyktarskini. Verri sjón, mikil þreyta, orkuleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur, augnþurkur, höfuðverkur, öndunarerfiðleikar og hjartsláttartruflanir. Í nýlegri rannsókn við háskólann í Bergen kemur fram að á milli 50 til 60% fólks sem greinast með Covid-19 finni fyrir eftirköstum næsta hálfa árið eða lengur. Út frá því má álykta að af þeim 145 sem greindust jákvæðir í gær verði rúmlega 70 þeirra að glíma við eftirköst Covid-19 næsta hálfa árið eða lengur. Nú er ungt fólk að greinast í miklum mæli og þótt þau þurfi síður að fara á spítala þá geta þau verið að glíma við eftirköst í langann tíma. Er ríkisstjórnin með floppi sínu í sóttvörnum að búa til öryrkja framtíðarinnar? Þennann fórnarkostnað er ríkisstjórnin, með Sjálfsstæðisflokkinn í fararbroddi, reiðubúin að færa því forréttindarfólk veraldarinnar vill sjá fossa á Íslandi og forréttindarfólk á Íslandi vill baða sig á sólarströndum án þess að vera skimað þrátt fyrir almenna vitneskju um áhættuna sem því fylgdi. Áhættu sem tapaðist. Síðast en ekki síst þá er ríkisstjórnin að taka hagsmuni Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair að ógleymdum fjölskyldufyrirtækjum fjármálaráðherra fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Fram yfir heilsu þjóðarinnar. Áslaug Arna segir í grein sinni að megin markmiðið sé að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þessa stundina eru forsvarsmenn heilbrigðisþjónustunnar að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki, sem og ómenntuðum starfskrafti því kerfið er að springa. Markmið ríkisstjórnarinnar að sporna við álagi á heilbrigðiskerfið hefur því algerlega brugðist. Það ástand sem nú ríkir má rekja til þeirrar ákvörðunnar ríkisstjórnarinnar að slaka á kröfum á landamærunum til að þóknast kröfum fjársterkra hagsmunaafla þvert á vilja þjóðarinnar. Þegar Áslaug Arna og Sjálfstæðisflokkurinn tala um frelsi eru þau að tala um frelsi þeirra ráðandi, þeirra ríku, þeirra sem lifa fyrir ofan almenning. Þau hafa áhyggjur af stóru fyrirtækjunum, að þau græði ekki nógu mikið. Þau hafa ekki áhyggjur af framvarðarsveitinni, þeim sem vinna í fyritækjunum, þeim sem vinna í heilbrigðisþjónustunni. Ekki áhyggjur af heilsu landsmanna. Sem sást vel þegar tekin var ákvörðun um að slaka á sóttvarnarkröfum á landamærunum fyr í sumar. Þar tók ríkisstjórnin stöðu með hagsmunasamtökum ferðaþjónustunnar á kosnað almennings. Við súpum nú seiðið af því. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun