„Ég er ekkert hrædd við þetta“ Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 31. júlí 2021 19:42 Áslaug Sigurðardóttir er ekkert hrædd við Covid-19. Vísir/Stöð 2 „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. Á hjúkrunarheimilinu Grund í Vesturbæ virðist allt vera að mjakast í eðlilegt horf eftir slæm tíðindi í upphafi þessarar viku. Stefnt er að því að leyfa heimilisfólki fljótlega að taka við gestum á ný. „Ástandið er bara mjög gott eftir atvikum en við erum ekki úr allri hættu,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. „Við erum bjartsýn að við sleppum við veikindi, það er aðalatriðið,“ bætir Helga við. Yfirlæknirinn segir að það sé léttir að ekki fór verr þegar starfsmaður og og tveir heimilismenn greindust smitaðir. „Við vissum auðvitað frá upphafi að við værum ekki að eiga við sama ástand og var fyrir bólusetningu, þannig að við getum sagt að við höfum verið miklu rólegri.“ segir hún þó. Helga Hansdóttir segir að bólusetningar hafi skilað góðum árangri og að hjúkrunarheimilið væri í mun verri málum ef ekki hefði verið í mun verri málum ef ekki hefði verið fyrir bólusetningar. Þá segir hún að ekki verði ráðist í jafninngripsmiklar aðgerðir núna og gert var í upphafi faraldurs Covid-19. Heimilismenn sakna heimsókna Ekki er að sjá á heimilismönnum Grundar að þeir óttist veiruna en þeir bíða spenntir eftir að mega taka við aðstandendum í heimsókn. „Það er verra að fá engan í heimsókn og maður má ekki fara neitt,“ segir Kristján Albertsson, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bóndi. „Ég held að fólk sé mjög rólegt hérna, það fengu allir sprautur bara um leið. Svo maður er nokkuð öruggur, held ég,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bankastarfsmaður. Aðspurð segja þau Kristján og Áslaug að þau hafi engar áhyggjur af Covid-19. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Á hjúkrunarheimilinu Grund í Vesturbæ virðist allt vera að mjakast í eðlilegt horf eftir slæm tíðindi í upphafi þessarar viku. Stefnt er að því að leyfa heimilisfólki fljótlega að taka við gestum á ný. „Ástandið er bara mjög gott eftir atvikum en við erum ekki úr allri hættu,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. „Við erum bjartsýn að við sleppum við veikindi, það er aðalatriðið,“ bætir Helga við. Yfirlæknirinn segir að það sé léttir að ekki fór verr þegar starfsmaður og og tveir heimilismenn greindust smitaðir. „Við vissum auðvitað frá upphafi að við værum ekki að eiga við sama ástand og var fyrir bólusetningu, þannig að við getum sagt að við höfum verið miklu rólegri.“ segir hún þó. Helga Hansdóttir segir að bólusetningar hafi skilað góðum árangri og að hjúkrunarheimilið væri í mun verri málum ef ekki hefði verið í mun verri málum ef ekki hefði verið fyrir bólusetningar. Þá segir hún að ekki verði ráðist í jafninngripsmiklar aðgerðir núna og gert var í upphafi faraldurs Covid-19. Heimilismenn sakna heimsókna Ekki er að sjá á heimilismönnum Grundar að þeir óttist veiruna en þeir bíða spenntir eftir að mega taka við aðstandendum í heimsókn. „Það er verra að fá engan í heimsókn og maður má ekki fara neitt,“ segir Kristján Albertsson, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bóndi. „Ég held að fólk sé mjög rólegt hérna, það fengu allir sprautur bara um leið. Svo maður er nokkuð öruggur, held ég,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bankastarfsmaður. Aðspurð segja þau Kristján og Áslaug að þau hafi engar áhyggjur af Covid-19.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira