„Ég er ekkert hrædd við þetta“ Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 31. júlí 2021 19:42 Áslaug Sigurðardóttir er ekkert hrædd við Covid-19. Vísir/Stöð 2 „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. Á hjúkrunarheimilinu Grund í Vesturbæ virðist allt vera að mjakast í eðlilegt horf eftir slæm tíðindi í upphafi þessarar viku. Stefnt er að því að leyfa heimilisfólki fljótlega að taka við gestum á ný. „Ástandið er bara mjög gott eftir atvikum en við erum ekki úr allri hættu,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. „Við erum bjartsýn að við sleppum við veikindi, það er aðalatriðið,“ bætir Helga við. Yfirlæknirinn segir að það sé léttir að ekki fór verr þegar starfsmaður og og tveir heimilismenn greindust smitaðir. „Við vissum auðvitað frá upphafi að við værum ekki að eiga við sama ástand og var fyrir bólusetningu, þannig að við getum sagt að við höfum verið miklu rólegri.“ segir hún þó. Helga Hansdóttir segir að bólusetningar hafi skilað góðum árangri og að hjúkrunarheimilið væri í mun verri málum ef ekki hefði verið í mun verri málum ef ekki hefði verið fyrir bólusetningar. Þá segir hún að ekki verði ráðist í jafninngripsmiklar aðgerðir núna og gert var í upphafi faraldurs Covid-19. Heimilismenn sakna heimsókna Ekki er að sjá á heimilismönnum Grundar að þeir óttist veiruna en þeir bíða spenntir eftir að mega taka við aðstandendum í heimsókn. „Það er verra að fá engan í heimsókn og maður má ekki fara neitt,“ segir Kristján Albertsson, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bóndi. „Ég held að fólk sé mjög rólegt hérna, það fengu allir sprautur bara um leið. Svo maður er nokkuð öruggur, held ég,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bankastarfsmaður. Aðspurð segja þau Kristján og Áslaug að þau hafi engar áhyggjur af Covid-19. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Á hjúkrunarheimilinu Grund í Vesturbæ virðist allt vera að mjakast í eðlilegt horf eftir slæm tíðindi í upphafi þessarar viku. Stefnt er að því að leyfa heimilisfólki fljótlega að taka við gestum á ný. „Ástandið er bara mjög gott eftir atvikum en við erum ekki úr allri hættu,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. „Við erum bjartsýn að við sleppum við veikindi, það er aðalatriðið,“ bætir Helga við. Yfirlæknirinn segir að það sé léttir að ekki fór verr þegar starfsmaður og og tveir heimilismenn greindust smitaðir. „Við vissum auðvitað frá upphafi að við værum ekki að eiga við sama ástand og var fyrir bólusetningu, þannig að við getum sagt að við höfum verið miklu rólegri.“ segir hún þó. Helga Hansdóttir segir að bólusetningar hafi skilað góðum árangri og að hjúkrunarheimilið væri í mun verri málum ef ekki hefði verið í mun verri málum ef ekki hefði verið fyrir bólusetningar. Þá segir hún að ekki verði ráðist í jafninngripsmiklar aðgerðir núna og gert var í upphafi faraldurs Covid-19. Heimilismenn sakna heimsókna Ekki er að sjá á heimilismönnum Grundar að þeir óttist veiruna en þeir bíða spenntir eftir að mega taka við aðstandendum í heimsókn. „Það er verra að fá engan í heimsókn og maður má ekki fara neitt,“ segir Kristján Albertsson, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bóndi. „Ég held að fólk sé mjög rólegt hérna, það fengu allir sprautur bara um leið. Svo maður er nokkuð öruggur, held ég,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bankastarfsmaður. Aðspurð segja þau Kristján og Áslaug að þau hafi engar áhyggjur af Covid-19.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira