Allt farið vel fram í Vestmannaeyjum um helgina Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. ágúst 2021 10:19 Varðstjóri lögreglunnar telur að um þúsund gestir séu í Vestmannaeyjum um helgina. Brekkusöngurinn fer fram í Herjólfsdal í kvöld en þó án áhorfenda. Vísir/Vilhelm Verslunarmannahelgin hefur farið afskaplega vel fram í Vestmannaeyjum. Varðstjóri lögreglunnar á svæðinu segir fólk almennt glatt og skemmtilegt. Pétur Steingrímsson, varðstjóri lögreglunnar í Vestmannaeyjum segir helgina hafa verið ágæta hingað til. Eitthvað hafi verið um „fylleríseril“ eins og gengur og gerist þegar fólk er að skemmta sér. Tilkynnt var um ein slagsmál niðri í bæ og einn var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Pétur segir þó að almennt hafi öll skemmtun farið vel fram um helgina. Hann segir engar kærur hafa borist um helgina og að ekkert „vont og ljótt“ hafi átt sér stað. Hann segir að heimapartýin séu alls ekki eins mörg eins og talað hafi verið um. Einhver partý séu hér og þar um eyjuna og það séu í langflestum tilvikum heimamenn sem skemmta sér. Eins og Vísir greindi frá í gær er afar fámennt á tjaldsvæðum í Vestmannaeyjum og dvelja um þrjátíu manns í sjálfum Herjólfsdal sem er aðeins brotabrot af því sem vant er um verslunarmannahelgi. Pétur telur að gestir eyjunnar séu ekki fleiri en þúsund. Eins og kunnugt er var Þjóðhátíð í Eyjum blásin af vegna samkomutakmarkana en þar fer þó fram beint streymi frá brekkusöngnum í kvöld. Þar verða engir áhorfendur enda verður Herjólfsdal lokað á milli klukkan átta og tólf. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Sjá meira
Pétur Steingrímsson, varðstjóri lögreglunnar í Vestmannaeyjum segir helgina hafa verið ágæta hingað til. Eitthvað hafi verið um „fylleríseril“ eins og gengur og gerist þegar fólk er að skemmta sér. Tilkynnt var um ein slagsmál niðri í bæ og einn var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Pétur segir þó að almennt hafi öll skemmtun farið vel fram um helgina. Hann segir engar kærur hafa borist um helgina og að ekkert „vont og ljótt“ hafi átt sér stað. Hann segir að heimapartýin séu alls ekki eins mörg eins og talað hafi verið um. Einhver partý séu hér og þar um eyjuna og það séu í langflestum tilvikum heimamenn sem skemmta sér. Eins og Vísir greindi frá í gær er afar fámennt á tjaldsvæðum í Vestmannaeyjum og dvelja um þrjátíu manns í sjálfum Herjólfsdal sem er aðeins brotabrot af því sem vant er um verslunarmannahelgi. Pétur telur að gestir eyjunnar séu ekki fleiri en þúsund. Eins og kunnugt er var Þjóðhátíð í Eyjum blásin af vegna samkomutakmarkana en þar fer þó fram beint streymi frá brekkusöngnum í kvöld. Þar verða engir áhorfendur enda verður Herjólfsdal lokað á milli klukkan átta og tólf.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Sjá meira
Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36
Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00
Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28