Einn lagður inn á spítala með Covid-19 Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 14:49 Tíu liggja nú inni á spítalanum með Covid og eru tveir þeirra á gjörgæslu. vísir/vilhelm Einn var lagður inn á Landspítalann með Covid-19 í gær og eru nú samtals tíu Covid-sjúklingar inniliggjandi á spítalanum, þar af tveir á gjörgæslu. Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Spítalinn er hættur að gefa upp hvort þeir sem leggjast inn á spítalann séu bólusettir eða ekki en vitað er að þeir sem liggja á gjörgæslu eru báðir óbólusettir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar, sagði í samtali við Vísi í gær að fólk sem legðist inn á spítala með Covid væri yfirleitt með frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. „Þetta eru oftast til dæmis nýrnabilun eða óráð eða eitthvað þess háttar,“ sagði hann. Már Kristjánsson segir alvarleg veikindi mun fátíðari meðal bólusettra.Stöð 2/Sigurjón Hann sagði að um tveir af hverjum þremur sem smitast í þessari bylgju séu 40 ára og yngri. Flestir þeirra hafi aðeins fengið eina sprautu af bóluefni Jansen, sem virðist veita minni vörn en tveir skammtar af öðrum efnum. Því ríður á að bólusetja þann hóp með skammti tvö eins og er fyrirhugað að gera strax í ágúst. Meira um vökvatengd vandamál með delta Már segir greinilegan mun á veikindum þeirra sem eru bólusettir og hinna sem eru það ekki: „Þeir sem eru fullbólusettir hafa mildari einkenni og alvarleg veikindi eru fátíðari. Hins vegar er það þannig að það sem hefur lagt fólk inn á spítalann eru yfirleitt frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. Þá eru þetta eins og ég segi einhver einkenni, nýrnabilun kannski eða óráð.“ Hann segir að með delta-afbrigðinu hafi komið fram mun fleiri tilvik þar sem fólk glímir við vökvatengd vandamál í veikindunum: „ Fólk hefur verið með ógleði og niðurgang og svo eru það þeir sem eru með hita að þá verður talsvert vökvatap í líkamanum,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Spítalinn er hættur að gefa upp hvort þeir sem leggjast inn á spítalann séu bólusettir eða ekki en vitað er að þeir sem liggja á gjörgæslu eru báðir óbólusettir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar, sagði í samtali við Vísi í gær að fólk sem legðist inn á spítala með Covid væri yfirleitt með frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. „Þetta eru oftast til dæmis nýrnabilun eða óráð eða eitthvað þess háttar,“ sagði hann. Már Kristjánsson segir alvarleg veikindi mun fátíðari meðal bólusettra.Stöð 2/Sigurjón Hann sagði að um tveir af hverjum þremur sem smitast í þessari bylgju séu 40 ára og yngri. Flestir þeirra hafi aðeins fengið eina sprautu af bóluefni Jansen, sem virðist veita minni vörn en tveir skammtar af öðrum efnum. Því ríður á að bólusetja þann hóp með skammti tvö eins og er fyrirhugað að gera strax í ágúst. Meira um vökvatengd vandamál með delta Már segir greinilegan mun á veikindum þeirra sem eru bólusettir og hinna sem eru það ekki: „Þeir sem eru fullbólusettir hafa mildari einkenni og alvarleg veikindi eru fátíðari. Hins vegar er það þannig að það sem hefur lagt fólk inn á spítalann eru yfirleitt frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. Þá eru þetta eins og ég segi einhver einkenni, nýrnabilun kannski eða óráð.“ Hann segir að með delta-afbrigðinu hafi komið fram mun fleiri tilvik þar sem fólk glímir við vökvatengd vandamál í veikindunum: „ Fólk hefur verið með ógleði og niðurgang og svo eru það þeir sem eru með hita að þá verður talsvert vökvatap í líkamanum,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira