Innlent

Einn lagður inn á spítala með Covid-19

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Tíu liggja nú inni á spítalanum með Covid og eru tveir þeirra á gjörgæslu.
Tíu liggja nú inni á spítalanum með Covid og eru tveir þeirra á gjörgæslu. vísir/vilhelm

Einn var lagður inn á Land­spítalann með Co­vid-19 í gær og eru nú sam­tals tíu Co­vid-sjúk­lingar inni­liggjandi á spítalanum, þar af tveir á gjör­gæslu.

Þetta kemur fram í dag­legri til­kynningu frá far­sótta­nefnd spítalans. Spítalinn er hættur að gefa upp hvort þeir sem leggjast inn á spítalann séu bólu­settir eða ekki en vitað er að þeir sem liggja á gjör­gæslu eru báðir óbólu­settir.

Már Kristjáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­deildar Land­spítalans og for­maður far­sótta­nefndar, sagði í sam­tali við Vísi í gær að fólk sem legðist inn á spítala með Co­vid væri yfir­leitt með frá­vik í heilsu­fari vegna Co­vid og sam­verkandi sjúk­dóma.

„Þetta eru oftast til dæmis nýrna­bilun eða óráð eða eitt­hvað þess háttar,“ sagði hann.

Már Kristjánsson segir alvarleg veikindi mun fátíðari meðal bólusettra.Stöð 2/Sigurjón

Hann sagði að um tveir af hverjum þremur sem smitast í þessari bylgju séu 40 ára og yngri. Flestir þeirra hafi að­eins fengið eina sprautu af bólu­efni Jan­sen, sem virðist veita minni vörn en tveir skammtar af öðrum efnum.

Því ríður á að bólu­setja þann hóp með skammti tvö eins og er fyrir­hugað að gera strax í ágúst.

Meira um vökvatengd vandamál með delta

Már segir greini­legan mun á veikindum þeirra sem eru bólu­settir og hinna sem eru það ekki:

„Þeir sem eru full­bólu­settir hafa mildari ein­kenni og al­var­leg veikindi eru fá­tíðari. Hins vegar er það þannig að það sem hefur lagt fólk inn á spítalann eru yfir­leitt frá­vik í heilsu­fari vegna Co­vid og sam­verkandi sjúk­dóma. Þá eru þetta eins og ég segi ein­hver ein­kenni, nýrna­bilun kannski eða óráð.“

Hann segir að með delta-af­brigðinu hafi komið fram mun fleiri til­vik þar sem fólk glímir við vökva­tengd vanda­mál í veikindunum:

„ Fólk hefur verið með ó­gleði og niður­gang og svo eru það þeir sem eru með hita að þá verður tals­vert vökva­tap í líkamanum,“ segir Már.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×