Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Spurðu Kára út í kjafta­sögurnar

Liðsmenn FM95 Blö fengu Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í ítarlegt viðtal í þætti dagsins. Þar var Kári meðal annars spurður út í kjaftasögur sem gengið hafa um afrek hans á körfuboltavellnum – og ýmislegt annað.

Lífið
Fréttamynd

Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp

Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna.

Innlent
Fréttamynd

Boða hraðari afhendingu bóluefna í Evrópu

Búist er við því að framleiðslugeta bóluefnaframleiðenda í Evrópu aukist á næstunni með opnun nýrra framleiðslustaða. Þetta muni skila sér í hraðari afhendingu bóluefna í álfunni.

Innlent
Fréttamynd

Veiran og tekju­varnir

Mörgum féll allur ketill í eld þegar kynntar voru hertar sóttvarnaraðgerðir í vikunni. Grunnskólar loka fyrr en áætlað var vegna páska og foreldrar þurfa í stærri stíl að vera heima að gæta barna.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er bara rothögg“

Egill Rögnvaldsson sem rekur skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal segir að hertar sóttvarnaaðgerðir séu rothögg fyrir reksturinn. Skíðasvæðinu hefur verið lokað en framundan voru páskarnir þar sem von var á fjölda gesta norður á skíði.

Innlent
Fréttamynd

Ísland áfram grænt

Ísland er áfram eina „græna“ landið samkvæmt korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni.

Innlent
Fréttamynd

Covid og mikilvægi þess að spyrja starfsfólk um andlega líðan sína

Hertar sóttvarnarreglur og fréttir af mögulegri fjórðu bylgju eru ekki beint upplífgandi svona rétt fyrir páskafrí. Fyrir jólin var talað um jólakúlur og nú virðist stefna í það sama um páskana. Og helst eigum við eigum að ferðast innandyra. Þá er ljóst að mikið rask er framundan víða á vinnustöðum. En einnig heima fyrir, ekki síst vegna þess að skólar verða lokaðir.

Atvinnulíf
Fréttamynd

AstraZene­ca verði að standa við gerða samninga um af­hendingu

Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að lyfjaframleiðandinn AstraZeneca verði að standa við gerða samninga um afhendingu bóluefnis til Evrópuríkjanna áður en hægt verður að heimila útflutning á bóluefni þeirra sem framleitt er í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Um ESB, bólu­efni og út­flutnings­bann

Byrjum á byrjuninni. Væntanlegt útflutningsbann á bóluefni frá ESB hefur vakið upp hörð viðbrögð. Og þeir íslensku ráðamenn, sem öllu jöfnu hafa verið mótfallnir inngöngu Íslands í sambandið, lýstu vandlætingu sinni samdægurs á samfélagsmiðlum: Hið stóra grimma Evrópusamband væri búið að setja litla klakann okkar á „bannlista“!

Skoðun
Fréttamynd

Þurfa ekki að skrá sig atvinnulausa á Íslandi mánaðarlega

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir útlendinga á atvinnuleysisbótum eiga rétt á því að leita að vinnu annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu í þrjá mánuði. Kári Stefánsson vill fjölga dögum milli fyrstu og annarrar sýnatöku ferðamanna sem koma til landsins.

Innlent