Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum við gosstöðvarnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. mars 2021 20:02 Eldgos í Geldingadal á Reykjanesi Vilhelm Gunnarsson Virkt eftirlit var tekið upp á gossvæðinu í gær til að koma í veg fyrir að fólk sniðgangi sóttkví til að berja gosið augum. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að loka Suðurstrandavegi tímabundið í dag vegna fjölda bifreiða og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Þúsundir heimsóttu gosstöðvarnar í dag enda var ágætis veður á svæðinu þrátt fyrir snjó og frost. Lögreglan á Suðurnesjum opnaði fyrir umferð um Suðurstrandaveg að svæðinu upp úr klukkan níu í morgun en þá hafði vegurinn verið lokaður í tæpan sólarhring vegna vonskuveðurs. Um fimm hundrað bílastæðum var fjölgað á svæðinu í dag og stýrði lögregla umferð. Loka fyrir umferð klukkan níu Lögreglan lokaði svo veginum um tíma í dag þar sem öll bílastæði voru full og verður svæðinu svo aftur lokað klukkan níu í kvöld. Er það gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarliða sem staðið hafa vaktina í rúma viku. Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum Áhyggjur hafa verið uppi um að fólk komi beint frá útlöndum að gossvæðinu og sniðgangi sóttkví. Virkt eftirlit með þessu var tekið upp í Leifsstöð og við stikuðu leiðina að gossvæðinu í gær. „Þeir sem sinna eftirliti í flugstöð hafa sagt okkur það að þeir sem ætla að dvelja hér í tvo til fimm sólarhringa, þetta eru einstaklingar sem eru bólusettir eða hafa áður fengið Covid,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ekkert bendir til að gosið sé að klárast Í nótt munu sérfræðingar á Veðurstofunni kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgosins en óróamælingar gætu bent til þess þó of snemmt sé að fullyrða það. Ekkert bendir þó til að gosið sé að klárast. Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. Hraun hefur nú þakið botna Geldingadala og er það orðið fimmtán metra þykkt. Eldfjallafræðingur við Háskólann í Leeds segir að ef gosið haldi áfram næstu sjö daga muni hraunið flæða í Meradali. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Þúsundir heimsóttu gosstöðvarnar í dag enda var ágætis veður á svæðinu þrátt fyrir snjó og frost. Lögreglan á Suðurnesjum opnaði fyrir umferð um Suðurstrandaveg að svæðinu upp úr klukkan níu í morgun en þá hafði vegurinn verið lokaður í tæpan sólarhring vegna vonskuveðurs. Um fimm hundrað bílastæðum var fjölgað á svæðinu í dag og stýrði lögregla umferð. Loka fyrir umferð klukkan níu Lögreglan lokaði svo veginum um tíma í dag þar sem öll bílastæði voru full og verður svæðinu svo aftur lokað klukkan níu í kvöld. Er það gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarliða sem staðið hafa vaktina í rúma viku. Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum Áhyggjur hafa verið uppi um að fólk komi beint frá útlöndum að gossvæðinu og sniðgangi sóttkví. Virkt eftirlit með þessu var tekið upp í Leifsstöð og við stikuðu leiðina að gossvæðinu í gær. „Þeir sem sinna eftirliti í flugstöð hafa sagt okkur það að þeir sem ætla að dvelja hér í tvo til fimm sólarhringa, þetta eru einstaklingar sem eru bólusettir eða hafa áður fengið Covid,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ekkert bendir til að gosið sé að klárast Í nótt munu sérfræðingar á Veðurstofunni kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgosins en óróamælingar gætu bent til þess þó of snemmt sé að fullyrða það. Ekkert bendir þó til að gosið sé að klárast. Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. Hraun hefur nú þakið botna Geldingadala og er það orðið fimmtán metra þykkt. Eldfjallafræðingur við Háskólann í Leeds segir að ef gosið haldi áfram næstu sjö daga muni hraunið flæða í Meradali.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira