Erlent

Dauðs­föllin í Mexíkó sex­tíu prósent fleiri en áður var haldið fram

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Útför í Chalco-kirkjugarðinum í úrjaðri Mexíkóborgar fyrr í mánuðinum.
Útför í Chalco-kirkjugarðinum í úrjaðri Mexíkóborgar fyrr í mánuðinum. AP/Fernando Llano

Stjórnvöld í Mexíkó hafa gefið út nýjar tölur varðandi faraldur kórónuveirunnar þar í landi sem leiða í ljós að þar hefur ástandið verið mun verra en hingað til hefur verið haldið fram.

Nú er talið að um 320 þúsund manns hafi látið lífið í faraldrinum þar í landi og hefur tala látinna hækkað um heil sextíu prósent frá því sem áður var talið.

Það þýðir að Mexíkó er nú komið í annað sæti yfir þau lönd í heiminum þar sem flestir hafa látið lífið af völdum Covid, en aðeins hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum.

Forseti landsins, Andrés Manuel López Obrador hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir hvernig hann hefur tekið á faraldrinum og hefur stjórnarandstaðan í Mexíkó lengi sakað forsetann um að gera minna úr faraldrinum en efni stæðu til.

Þá hefur hann einnig verið sakaður um að klúðra áætlunum um bólusetningu landsmanna sem hefur gengið hægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×