„Er þetta nógu þjóðhollt?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. mars 2021 20:24 Lee Wong sýnir örin sem hann hlaut þegar hann þjónaði í bandaríska hernum. Vísir Undanfarin misseri hefur hatursglæpum gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna fjölgað gríðarlega. Upptök þessarar bylgju hatursglæpa rekja margir til rasisma í kjölfar kórónuveirufaraldursins í garð asískra Bandaríkjamanna. Þúsundir hafa tilkynnt ofbeldisfulla glæpi eða hatursárásir á undanförnum mánuðum og hafa þeir verið tengdir þeirri orðræðu sem myndaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins þar sem asísku fólki var kennt um útbreiðslu Covid-19. Sex konur af asískum uppruna voru myrtar í Atlanta í Bandaríkjunum í síðustu viku, auk tveggja annarra sem ekki voru af asískum uppruna. Lee Wong, 69 ára gamall hermaður, flutti tilfinningaþrungna tölu á íbúafundi í Ohio í síðustu viku þar sem hann talaði gegn rasisma í garð asískra Bandaríkjamanna. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir en á fundinum sýndi hann áhorfendum ör sem hann ber á bringunni sem hann hlaut við þjónustu sína í bandaríska hernum. „Ég ætla að sýna ykkur hvernig þjóðrækni lítur út,“ sagði hann á fundinum á meðan hann hneppti frá skyrtunni sinni og sýndi áhorfendum örin. „Hér er sönnun mín. Þessi ör hlaut ég þegar ég þjónaði í bandaríska hernum. Er þetta nógu þjóðhollt?“ Hann sagði frá því að fólk hafi dregið þjóðhollustu hans í efa og ýjaði hann að því að það væri vegna þess að hann „liti ekki út fyrir að vera nógu bandarískur.“ Wong flutti til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar til þess að ganga þar í skóla. Hann þjónaði í bandaríska hernum í 20 ár. Þá hefur hann setið í stjórn West Chester háskólans frá árinu 2005. Hann sagði í samtali við Fox News að hann hafi orðið fyrir líkamlegum og munnlegum árásum vegna kynþáttar síns. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45 Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. 18. mars 2021 10:24 Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Þúsundir hafa tilkynnt ofbeldisfulla glæpi eða hatursárásir á undanförnum mánuðum og hafa þeir verið tengdir þeirri orðræðu sem myndaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins þar sem asísku fólki var kennt um útbreiðslu Covid-19. Sex konur af asískum uppruna voru myrtar í Atlanta í Bandaríkjunum í síðustu viku, auk tveggja annarra sem ekki voru af asískum uppruna. Lee Wong, 69 ára gamall hermaður, flutti tilfinningaþrungna tölu á íbúafundi í Ohio í síðustu viku þar sem hann talaði gegn rasisma í garð asískra Bandaríkjamanna. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir en á fundinum sýndi hann áhorfendum ör sem hann ber á bringunni sem hann hlaut við þjónustu sína í bandaríska hernum. „Ég ætla að sýna ykkur hvernig þjóðrækni lítur út,“ sagði hann á fundinum á meðan hann hneppti frá skyrtunni sinni og sýndi áhorfendum örin. „Hér er sönnun mín. Þessi ör hlaut ég þegar ég þjónaði í bandaríska hernum. Er þetta nógu þjóðhollt?“ Hann sagði frá því að fólk hafi dregið þjóðhollustu hans í efa og ýjaði hann að því að það væri vegna þess að hann „liti ekki út fyrir að vera nógu bandarískur.“ Wong flutti til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar til þess að ganga þar í skóla. Hann þjónaði í bandaríska hernum í 20 ár. Þá hefur hann setið í stjórn West Chester háskólans frá árinu 2005. Hann sagði í samtali við Fox News að hann hafi orðið fyrir líkamlegum og munnlegum árásum vegna kynþáttar síns.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45 Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. 18. mars 2021 10:24 Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45
Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. 18. mars 2021 10:24
Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31