Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2021 09:08 Starfsmaður WHO í vettvangsferðinni til Kína til að rannsaka upptök kórónuveirufaraldursins í febrúar. AP/Ng Han Guan Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. Skýrsla með niðurstöðum rannsóknarinnar hefur enn ekki verið birt en AP-fréttastofan segist hafa því sem næst lokadrög af henni í hendur frá embættismanni hjá WHO. Ekkert óvænt sé þar að finna og mörgum spurningum sé ósvarað. Tafir hafa verið á birtingu skýrslunnar sem hafa vakið upp spurningar um hvort að Kínverjar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðurnar til að forðast ábyrgð á faraldrinum. AP segir að skýrslan verði þó birt á næstu dögum. Farið var yfir fjórar mögulegar sviðsmyndir um hvernig SARS-CoV-2 veiran sem veldur Covid-19 komst á flug í lok árs 2019 og byrjun árs 2020. Langlíklegast töldu rannsakendurnir að veiran hefði borist í menn úr dýrum. Líklegt væri að veiran hefði borist beint í menn úr leðurblökum. Mögulega gæti veiran hafa smitast með matvælum en það sé þó ekki sennilegt. Kórónuveirur eru þekktar í leðurblökum. Rannsakendurnir töldu þó að líklega væri einhvers staðar „týndur hlekkur“ í hvernig veiran barst í menn. Verulegur erfðafræðilegur munur er á nýju afbrigði kórónuveirunnar og veiruafbrigða í leðurblökum. Á meðal þeirra mögulegu dýrategunda sem gætu hafa haft milligöngu um að veiran barst í menn eru hreisturdýr, minkar eða kettir samkvæmt skýrsluhöfundum. Ekki ljóst hvort að faraldurinn hófst á fiskmarkaði í Wuhan Alþjóðlegur hópur sérfræðingar WHO ferðaðist til Wuhan í Kína, þar sem veiran kom fyrst fram, til að rannsaka upptök faraldursins í byrjun þessa árs. Í drögunum sem AP hefur undir höndum taka þeir ekki af tvímæli um hvort að faraldurinn hafi átt upptök sín á fiskmarkaði í Wuhan sem mörg smit voru rakin til í desember árið 2019. Önnur tilfelli utan markaðarins höfðu greinst áður sem er talið geta bent til þess að upptökin hafi verið annars staðar. Kínverjar halda því fram að þeir hafi greint veiruna í umbúðum utan um frosin matvæli sem voru flutt inn í landið eftir að faraldurinn dreifðist um jörðina. Skýrsluhöfundarnir leggja til að helstu tilgátur um upptök faraldursins verði rannsakaðar nánar fyrir utan tilgátuna um að veiran hafi átt uppruna sinn á tilraunastofu í Kína. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Skýrsla með niðurstöðum rannsóknarinnar hefur enn ekki verið birt en AP-fréttastofan segist hafa því sem næst lokadrög af henni í hendur frá embættismanni hjá WHO. Ekkert óvænt sé þar að finna og mörgum spurningum sé ósvarað. Tafir hafa verið á birtingu skýrslunnar sem hafa vakið upp spurningar um hvort að Kínverjar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðurnar til að forðast ábyrgð á faraldrinum. AP segir að skýrslan verði þó birt á næstu dögum. Farið var yfir fjórar mögulegar sviðsmyndir um hvernig SARS-CoV-2 veiran sem veldur Covid-19 komst á flug í lok árs 2019 og byrjun árs 2020. Langlíklegast töldu rannsakendurnir að veiran hefði borist í menn úr dýrum. Líklegt væri að veiran hefði borist beint í menn úr leðurblökum. Mögulega gæti veiran hafa smitast með matvælum en það sé þó ekki sennilegt. Kórónuveirur eru þekktar í leðurblökum. Rannsakendurnir töldu þó að líklega væri einhvers staðar „týndur hlekkur“ í hvernig veiran barst í menn. Verulegur erfðafræðilegur munur er á nýju afbrigði kórónuveirunnar og veiruafbrigða í leðurblökum. Á meðal þeirra mögulegu dýrategunda sem gætu hafa haft milligöngu um að veiran barst í menn eru hreisturdýr, minkar eða kettir samkvæmt skýrsluhöfundum. Ekki ljóst hvort að faraldurinn hófst á fiskmarkaði í Wuhan Alþjóðlegur hópur sérfræðingar WHO ferðaðist til Wuhan í Kína, þar sem veiran kom fyrst fram, til að rannsaka upptök faraldursins í byrjun þessa árs. Í drögunum sem AP hefur undir höndum taka þeir ekki af tvímæli um hvort að faraldurinn hafi átt upptök sín á fiskmarkaði í Wuhan sem mörg smit voru rakin til í desember árið 2019. Önnur tilfelli utan markaðarins höfðu greinst áður sem er talið geta bent til þess að upptökin hafi verið annars staðar. Kínverjar halda því fram að þeir hafi greint veiruna í umbúðum utan um frosin matvæli sem voru flutt inn í landið eftir að faraldurinn dreifðist um jörðina. Skýrsluhöfundarnir leggja til að helstu tilgátur um upptök faraldursins verði rannsakaðar nánar fyrir utan tilgátuna um að veiran hafi átt uppruna sinn á tilraunastofu í Kína.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira