Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2021 09:08 Starfsmaður WHO í vettvangsferðinni til Kína til að rannsaka upptök kórónuveirufaraldursins í febrúar. AP/Ng Han Guan Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. Skýrsla með niðurstöðum rannsóknarinnar hefur enn ekki verið birt en AP-fréttastofan segist hafa því sem næst lokadrög af henni í hendur frá embættismanni hjá WHO. Ekkert óvænt sé þar að finna og mörgum spurningum sé ósvarað. Tafir hafa verið á birtingu skýrslunnar sem hafa vakið upp spurningar um hvort að Kínverjar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðurnar til að forðast ábyrgð á faraldrinum. AP segir að skýrslan verði þó birt á næstu dögum. Farið var yfir fjórar mögulegar sviðsmyndir um hvernig SARS-CoV-2 veiran sem veldur Covid-19 komst á flug í lok árs 2019 og byrjun árs 2020. Langlíklegast töldu rannsakendurnir að veiran hefði borist í menn úr dýrum. Líklegt væri að veiran hefði borist beint í menn úr leðurblökum. Mögulega gæti veiran hafa smitast með matvælum en það sé þó ekki sennilegt. Kórónuveirur eru þekktar í leðurblökum. Rannsakendurnir töldu þó að líklega væri einhvers staðar „týndur hlekkur“ í hvernig veiran barst í menn. Verulegur erfðafræðilegur munur er á nýju afbrigði kórónuveirunnar og veiruafbrigða í leðurblökum. Á meðal þeirra mögulegu dýrategunda sem gætu hafa haft milligöngu um að veiran barst í menn eru hreisturdýr, minkar eða kettir samkvæmt skýrsluhöfundum. Ekki ljóst hvort að faraldurinn hófst á fiskmarkaði í Wuhan Alþjóðlegur hópur sérfræðingar WHO ferðaðist til Wuhan í Kína, þar sem veiran kom fyrst fram, til að rannsaka upptök faraldursins í byrjun þessa árs. Í drögunum sem AP hefur undir höndum taka þeir ekki af tvímæli um hvort að faraldurinn hafi átt upptök sín á fiskmarkaði í Wuhan sem mörg smit voru rakin til í desember árið 2019. Önnur tilfelli utan markaðarins höfðu greinst áður sem er talið geta bent til þess að upptökin hafi verið annars staðar. Kínverjar halda því fram að þeir hafi greint veiruna í umbúðum utan um frosin matvæli sem voru flutt inn í landið eftir að faraldurinn dreifðist um jörðina. Skýrsluhöfundarnir leggja til að helstu tilgátur um upptök faraldursins verði rannsakaðar nánar fyrir utan tilgátuna um að veiran hafi átt uppruna sinn á tilraunastofu í Kína. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Skýrsla með niðurstöðum rannsóknarinnar hefur enn ekki verið birt en AP-fréttastofan segist hafa því sem næst lokadrög af henni í hendur frá embættismanni hjá WHO. Ekkert óvænt sé þar að finna og mörgum spurningum sé ósvarað. Tafir hafa verið á birtingu skýrslunnar sem hafa vakið upp spurningar um hvort að Kínverjar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðurnar til að forðast ábyrgð á faraldrinum. AP segir að skýrslan verði þó birt á næstu dögum. Farið var yfir fjórar mögulegar sviðsmyndir um hvernig SARS-CoV-2 veiran sem veldur Covid-19 komst á flug í lok árs 2019 og byrjun árs 2020. Langlíklegast töldu rannsakendurnir að veiran hefði borist í menn úr dýrum. Líklegt væri að veiran hefði borist beint í menn úr leðurblökum. Mögulega gæti veiran hafa smitast með matvælum en það sé þó ekki sennilegt. Kórónuveirur eru þekktar í leðurblökum. Rannsakendurnir töldu þó að líklega væri einhvers staðar „týndur hlekkur“ í hvernig veiran barst í menn. Verulegur erfðafræðilegur munur er á nýju afbrigði kórónuveirunnar og veiruafbrigða í leðurblökum. Á meðal þeirra mögulegu dýrategunda sem gætu hafa haft milligöngu um að veiran barst í menn eru hreisturdýr, minkar eða kettir samkvæmt skýrsluhöfundum. Ekki ljóst hvort að faraldurinn hófst á fiskmarkaði í Wuhan Alþjóðlegur hópur sérfræðingar WHO ferðaðist til Wuhan í Kína, þar sem veiran kom fyrst fram, til að rannsaka upptök faraldursins í byrjun þessa árs. Í drögunum sem AP hefur undir höndum taka þeir ekki af tvímæli um hvort að faraldurinn hafi átt upptök sín á fiskmarkaði í Wuhan sem mörg smit voru rakin til í desember árið 2019. Önnur tilfelli utan markaðarins höfðu greinst áður sem er talið geta bent til þess að upptökin hafi verið annars staðar. Kínverjar halda því fram að þeir hafi greint veiruna í umbúðum utan um frosin matvæli sem voru flutt inn í landið eftir að faraldurinn dreifðist um jörðina. Skýrsluhöfundarnir leggja til að helstu tilgátur um upptök faraldursins verði rannsakaðar nánar fyrir utan tilgátuna um að veiran hafi átt uppruna sinn á tilraunastofu í Kína.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira