Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. Innlent 18.5.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fundarhöld og viðræður hafa staðið yfir í allan dag í Reykjavíkurborg og sveitarfélögum um allt land. Flestir halda spilunum þétt að sér. Innlent 17.5.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Oddvitar borgarstjórnarflokkanna hafa átt fundi og staðið í óformlegum viðræðum í allan dag. Fimm raunhæfir meirihlutar virðast í boði eftir að Vinstri græn tilkynntu að þau myndu ekki taka þátt í næsta samstarfi. Farið verður ítarlega yfir stöðuna og rætt við oddvita í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lífið 16.5.2022 18:08 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna. Meirihlutinn í Reykjavík er falinn. Við fjöllum ítarlega um kosningarnar í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30. Við ræðum við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði um dræma kjörsókn. Innlent 15.5.2022 18:28 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framsóknarflokkurinn er í stórsókn í borginni samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Óvíst er hvort að meirihlutinn haldi velli. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 en landsmenn ganga að kjörborðinu á morgun. Innlent 13.5.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Spennan magnast þegar aðeins einn og hálfur sólarhringur er í að landsmenn gangi að kjörborðinu. Margir hafa þegar greitt atkvæði. Við ræðum við Sigríði Kristinsdóttur sýslumann á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2. Innlent 12.5.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við kerfisáhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.5.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að starfsmaður Hjalteyrarhjónanna sem ráku leikskóla í Garðabæ lýsir tveimur atvikum frá árinu 2007 þar sem þau hafi beitt börn ofbeldi. Þá telja foreldri og einstaklingur sem var hjá þeim í vistun að börnunum þar hafi verið byrlað ólyfjan svo þau svæfu. Innlent 10.5.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar segjum við frá heimilisofbeldi, dulbúnum orgíum og stjórnlausum ofskynjunartrippum sem séu meðal þess sem sett er í búning sjálfsvinnu þegar kemur að hinum sístækkandi andlega heimi hér á landi. Ekkert eftirlit er með starfseminni. Eftir fréttatímann verður kafað ofan í þessi mál í Kompás. Innlent 9.5.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni,“ segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Innlent 8.5.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óviðeigandi er að kalla það sértæk úrræði að leiðrétta kjör lífeyrisþega að sögn þingmanns Samfylkingarinnar. Forseti Alþýðusambandsins tekur undir gagnrýnina. Forsætisráðherra segir leitast við að tryggja að efnahagshremmingar auki ekki ójöfnuð. Við ræðum við Kristrúnu Frostadóttur, þingmann stjórnarandstöðunnar og Drífu Snædal forseta ASÍ í kvöldfréttartímanum. Innlent 7.5.2022 18:06 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grunur leikur á um að Innheimtustofnun hafi greitt félagi í eigu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði í kringum fjörutíu milljónir króna í þóknanir vegna þjónustu, sem átti ekki að útvista yfirleitt. Innlent 6.5.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra skorar á verkalýðshreyfinguna að sýna ábyrgð við gerð komandi kjarasamninga. Í kvöldfréttum okkar hvetur hún einnig verslunina til að sýna aðhald í verðhækkunum. Mikilvægt sé að allir leggist á eitt við að kveða niður verðbólguna. Innlent 5.5.2022 18:02 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. Innlent 4.5.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kannanir benda til sögulegs ósigurs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar innan við tvær vikur eru til kosninga. Þá hefur flokkurinn aldrei mælst lægri í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem stuðningur við ríkisstjórnina minnkar einnig verulega. Stjórnmálafræðingur rýnir í stöðuna og við skoðum hve margir hafa kosið utan kjörfundar nú þegar ellefu dagar eru til kosninga. Innlent 3.5.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir. Innlent 2.5.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar tvö og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður rætt við formann Eflingar sem segir brýnt að fólk standi saman. Innlent 1.5.2022 18:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að níu Íslendingum hefur nú verið bannað að koma til Rússlands. Utanríkisráðherra segir þetta ekki koma á óvart. Innlent 30.4.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 29.4.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Flokks fólksins segist styðja þétt við bakið á þingmanni þeirra sem liggur undir harðri gagnrýni vegna skilaboða um kynferðisleg samskipti við taílenska konu. Hún hafi þó óbeit á orðfæri þingmannsins. Innlent 28.4.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stjórnarformaður Bankasýslunnar biðst afsökunar á þeim mistökum að hafa ekki kynnt mun betur fyrir almenningi hvað væri í vændum með sölu á Íslandsbanka. Hann segir ekki laust við að verið sé að koma ábyrgðinni á því sem misfórst yfir á Bankasýsluna. Innlent 27.4.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Hann segir nú þegar liggja fyrir nægar sannanir um að fólkið hafi verið beitt gríðarlegu ranglæti. Við ræðum við karlmann sem beittur var ofbeldi á barnaheimilinu í fréttatímanum. Innlent 26.4.2022 18:11 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Traust til ráðherra í ríkisstjórn hefur snarminnkað milli ára og þá ekki síst traust til Sigurðar Inga, Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur. F Fréttir 25.4.2022 18:01 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Ítarlega verður rætt við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú. Innlent 24.4.2022 18:23 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þriðji og langfjölmennasti mótmælafundurinn hingað til var haldinn á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Mótmælendur krefjast þess að fjármálaráðherra segi af sér og sölunni verði rift. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 23.4.2022 18:11 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forseti Úkraínu segir mikilvægt að hraða vopnaflutningum til landsins frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur og suðurhluta landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um sigur í Mariupol sé borgin ekki á þeirra valdi þar sem barist sé á götum úti í miðborginni. Við greinum frá nýjustu vendingum í Úkraínu í fréttatímanum og okkar maður Heimir Már, manna fróðastur um stríðið, kemur í sett og sýnir okkur hvernig og hvert átökin hafa þróast síðustu daga og vikur. Innlent 22.4.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Enn er leitað að strokufanga sem slapp úr haldi lögreglu á miðvikudag. Í tvígang hefur lögregla haft afskipti af sextán ára dreng sem er algjörlega óskyldur málinu eftir ábendingar um að hann væri strokufanginn. Innlent 21.4.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Innflutningur á fíkniefnum í gegnum Keflavíkurflugvöll virðist hafa stóraukist á milli ára og meira hefur verið tekið af oxíkontín nú en á öllu árinu í fyrra. Innlent 20.4.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform en skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. Innlent 19.4.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íbúar í Chernihiv í vesturhluta Úkraínu máttu þola hryllilegar pyntingar og kvalir á meðan þeir voru læstir inni í litlum kjallara vikum saman og gátu enga björg sér veitt. Forseti Úkraínu segist aldrei ætla að láta landsvæði af hendi og hyggst berjast til hins ítrasta. Innlent 17.4.2022 18:29 « ‹ 30 31 32 33 34 35 36 37 38 … 65 ›
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. Innlent 18.5.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fundarhöld og viðræður hafa staðið yfir í allan dag í Reykjavíkurborg og sveitarfélögum um allt land. Flestir halda spilunum þétt að sér. Innlent 17.5.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Oddvitar borgarstjórnarflokkanna hafa átt fundi og staðið í óformlegum viðræðum í allan dag. Fimm raunhæfir meirihlutar virðast í boði eftir að Vinstri græn tilkynntu að þau myndu ekki taka þátt í næsta samstarfi. Farið verður ítarlega yfir stöðuna og rætt við oddvita í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lífið 16.5.2022 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna. Meirihlutinn í Reykjavík er falinn. Við fjöllum ítarlega um kosningarnar í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30. Við ræðum við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði um dræma kjörsókn. Innlent 15.5.2022 18:28
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framsóknarflokkurinn er í stórsókn í borginni samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Óvíst er hvort að meirihlutinn haldi velli. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 en landsmenn ganga að kjörborðinu á morgun. Innlent 13.5.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Spennan magnast þegar aðeins einn og hálfur sólarhringur er í að landsmenn gangi að kjörborðinu. Margir hafa þegar greitt atkvæði. Við ræðum við Sigríði Kristinsdóttur sýslumann á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2. Innlent 12.5.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við kerfisáhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.5.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að starfsmaður Hjalteyrarhjónanna sem ráku leikskóla í Garðabæ lýsir tveimur atvikum frá árinu 2007 þar sem þau hafi beitt börn ofbeldi. Þá telja foreldri og einstaklingur sem var hjá þeim í vistun að börnunum þar hafi verið byrlað ólyfjan svo þau svæfu. Innlent 10.5.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar segjum við frá heimilisofbeldi, dulbúnum orgíum og stjórnlausum ofskynjunartrippum sem séu meðal þess sem sett er í búning sjálfsvinnu þegar kemur að hinum sístækkandi andlega heimi hér á landi. Ekkert eftirlit er með starfseminni. Eftir fréttatímann verður kafað ofan í þessi mál í Kompás. Innlent 9.5.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni,“ segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Innlent 8.5.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óviðeigandi er að kalla það sértæk úrræði að leiðrétta kjör lífeyrisþega að sögn þingmanns Samfylkingarinnar. Forseti Alþýðusambandsins tekur undir gagnrýnina. Forsætisráðherra segir leitast við að tryggja að efnahagshremmingar auki ekki ójöfnuð. Við ræðum við Kristrúnu Frostadóttur, þingmann stjórnarandstöðunnar og Drífu Snædal forseta ASÍ í kvöldfréttartímanum. Innlent 7.5.2022 18:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grunur leikur á um að Innheimtustofnun hafi greitt félagi í eigu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði í kringum fjörutíu milljónir króna í þóknanir vegna þjónustu, sem átti ekki að útvista yfirleitt. Innlent 6.5.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra skorar á verkalýðshreyfinguna að sýna ábyrgð við gerð komandi kjarasamninga. Í kvöldfréttum okkar hvetur hún einnig verslunina til að sýna aðhald í verðhækkunum. Mikilvægt sé að allir leggist á eitt við að kveða niður verðbólguna. Innlent 5.5.2022 18:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. Innlent 4.5.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kannanir benda til sögulegs ósigurs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar innan við tvær vikur eru til kosninga. Þá hefur flokkurinn aldrei mælst lægri í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem stuðningur við ríkisstjórnina minnkar einnig verulega. Stjórnmálafræðingur rýnir í stöðuna og við skoðum hve margir hafa kosið utan kjörfundar nú þegar ellefu dagar eru til kosninga. Innlent 3.5.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir. Innlent 2.5.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar tvö og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður rætt við formann Eflingar sem segir brýnt að fólk standi saman. Innlent 1.5.2022 18:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að níu Íslendingum hefur nú verið bannað að koma til Rússlands. Utanríkisráðherra segir þetta ekki koma á óvart. Innlent 30.4.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 29.4.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Flokks fólksins segist styðja þétt við bakið á þingmanni þeirra sem liggur undir harðri gagnrýni vegna skilaboða um kynferðisleg samskipti við taílenska konu. Hún hafi þó óbeit á orðfæri þingmannsins. Innlent 28.4.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stjórnarformaður Bankasýslunnar biðst afsökunar á þeim mistökum að hafa ekki kynnt mun betur fyrir almenningi hvað væri í vændum með sölu á Íslandsbanka. Hann segir ekki laust við að verið sé að koma ábyrgðinni á því sem misfórst yfir á Bankasýsluna. Innlent 27.4.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Hann segir nú þegar liggja fyrir nægar sannanir um að fólkið hafi verið beitt gríðarlegu ranglæti. Við ræðum við karlmann sem beittur var ofbeldi á barnaheimilinu í fréttatímanum. Innlent 26.4.2022 18:11
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Traust til ráðherra í ríkisstjórn hefur snarminnkað milli ára og þá ekki síst traust til Sigurðar Inga, Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur. F Fréttir 25.4.2022 18:01
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Ítarlega verður rætt við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú. Innlent 24.4.2022 18:23
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þriðji og langfjölmennasti mótmælafundurinn hingað til var haldinn á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Mótmælendur krefjast þess að fjármálaráðherra segi af sér og sölunni verði rift. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 23.4.2022 18:11
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forseti Úkraínu segir mikilvægt að hraða vopnaflutningum til landsins frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur og suðurhluta landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um sigur í Mariupol sé borgin ekki á þeirra valdi þar sem barist sé á götum úti í miðborginni. Við greinum frá nýjustu vendingum í Úkraínu í fréttatímanum og okkar maður Heimir Már, manna fróðastur um stríðið, kemur í sett og sýnir okkur hvernig og hvert átökin hafa þróast síðustu daga og vikur. Innlent 22.4.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Enn er leitað að strokufanga sem slapp úr haldi lögreglu á miðvikudag. Í tvígang hefur lögregla haft afskipti af sextán ára dreng sem er algjörlega óskyldur málinu eftir ábendingar um að hann væri strokufanginn. Innlent 21.4.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Innflutningur á fíkniefnum í gegnum Keflavíkurflugvöll virðist hafa stóraukist á milli ára og meira hefur verið tekið af oxíkontín nú en á öllu árinu í fyrra. Innlent 20.4.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform en skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. Innlent 19.4.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íbúar í Chernihiv í vesturhluta Úkraínu máttu þola hryllilegar pyntingar og kvalir á meðan þeir voru læstir inni í litlum kjallara vikum saman og gátu enga björg sér veitt. Forseti Úkraínu segist aldrei ætla að láta landsvæði af hendi og hyggst berjast til hins ítrasta. Innlent 17.4.2022 18:29