Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les.
Telma Tómasson les.

Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað. Þetta segir kona sem byrlað hefur verið ólyfjan. Hún segir þolendur sjaldnast fá aðstoð þrátt fyrir að um algjöra frelsissviptingu sé að ræða.

Elísabet önnur Bretlandsadrottning verður jarðsungin frá dómkirkjunni Westminister Abbey mánudaginn 19. september næstkomandi. Sonur hennar Karl þriðji var formlega lýstur konungur Bretlands við hátíðlega athöfn í Sankti Jakobs-höll í morgun.

Forsætisráðherra segir alls ekki hafa verið gert nóg í að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga hér á landi, bæta eigi um betur í þeim efnum. Prófessor emeritus vill að íslenskukennsla verði sett í kjarasamninga.

Óánægja ríkir með þá ákvörðun skólastjóra og borgaryfirvalda að leggja niður svonefnda skólamunastofu Austurbæjarskóla til að rýma þar fyrir kennslustofu. Við verðum í beinni útsendingu frá Austurbæjarskóla.

Þá förum við yfir heita milliríkjadeilu um súkkulaðihjúpaðan lakkrís, heimsækjum hjón sem leyfa fólki að tína hamp á akri þeirra og skoðum litförótt hross sem skiptir litum fjórum sinnum á ári.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×