Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Margfalt fleiri landsmenn telja líklegra en áður að mannskæð hryðjuverk verði framin á Íslandi. Þetta sýnir ný könnun en afbrotafræðingur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart og vera viðbrögð við nýlegum fréttum.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu hófst í Landsrétti í dag. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu í nóvember í fyrra eftir að aðeins einn fjögurra sakborninga var sakfelldur fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. Hallgerður Kolbrún fréttamaður okkar hefur verið í dómsal í dag og fer yfir málið í kvöldfréttum.

Bílaleigur sitja uppi með gríðarlegt tjón eftir óveðrið á sunnudag. Hjá einni þeirra skemmdust hátt í þrjátíu bílar. Við sjáum myndir af því og ræðum við Vegagerðina sem viðurkennir að loka hefði mátt vegum fyrr og manna lokanir.

Við ræðum einnig við seðlabankastjóra sem segir íslensku efnahagslífi helst stafa ógn af óvissu í alþjóðamálum, heyrum í Íslending á Flórída sem býr sig undir fellibylinn Ian og verðum í beinni útsendingu frá svokölluðu hundavinanámskeiði Rauða krossins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×