Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les.
Telma Tómasson les.

Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl þriðji nýr konungur Bretlands Elísabetu annarri móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar.

Þá heyrum við sögu ungrar konu sem missti allt sitt í bruna og er á götunni eftir að félagsleg íbúð sem hún bjó í brann til kaldra kola. Hún gagnrýnir úrræðaleysi hjá Hafnarfjarðarbæ.

Veitingamaður segir yfirvöld hylla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan.

Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl. Við lítum við á Keflavíkurflugvelli.

Þá skellum við okkur á hraðstefnumót sem er það nýjasta í stefnumótaheiminum og fylgjum matvælaráðherra í réttir.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×