Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Rússnesk stjórnvöld hóta notkun kjarnavopna og segja að öllum tiltækum ráðum verði beitt til þess að verja landið. Bandaríkjaforseti sakar Rússa um gróf brot gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og vestrænir leiðtogar segja herkvaðningu til marks um örvæntingu. 

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá mætir Friðrik Jónsson sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum í settið og fer yfir nýjustu vendingar í beinni útsendingu.

Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við krabbamein sem læknar telja ólæknandi og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. Rætt verður við Erlu í kvöldfréttum.

Við verðum einnig í beinni frá málþingi þar sem niðurstöður rannsóknar á hárri tíðni krabbameins hjá íbúum á Reykjanesi og mögulegum ástæðum þess verða kynntar, kíkjum í fjöruna í Vesturbæ þar sem óhreinsað skólp flæðir um og skoðum einstaklega fallega biskupskápu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30,

Hlusta má á kvöldfréttirnar í beinni útsendingu í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×