Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Næstum annar hver smábátur sem Fiskistofa hefur haft eftirlit með á árinu hefur orðið uppvís að brottkasti. Í kvöldfréttum verður rætt við sviðsstjóra veiðieftirlits stofnunarinnar sem segir erlenda markaði geta verið í hættu vegna slíkra brota. Nokkrum málum verði vísað til lögreglu og fleiri gætu verið sviptir veiðileyfum en áður.

Við kíkjum einnig í Öskjuhlíðina - þar sem rusl, gamlar sprautur og tjöld heimilislausra eru algeng sjón. Svæðið hefur lengi verið eitt helst afdrep heimilislausra og talsmaður skaðaminnkunarteymis Frú Ragnheiðar kallar eftir húsnæði fyrir hópinn.

Þá skoðum við gamla Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi. Íbúar í nágrenninu kvarta undan slysahættu og nú stendur til að byggja ríflega tvö hundruð íbúðir á lóðinni. Auk þess skoðum við elstu upprunalegu verslun landsins – þar sem hægt að kaupa bækur eftir vigt og förum á leikskólann Urðarhól – þar sem börnin tóku í dag á móti hænum sem verða í garðinum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×