Framtíð kirkjunnar enn óráðin Rafn Ágúst Ragnarsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 5. júní 2025 23:39 Fríkirkjan Kefas stendur við Fagraþing 2a í Kópavogi. Vísir/Anton Brink Héraðsdómur hefur ómerkt málsmeðferð Héraðsdóms Reykjaness í máli Lýðs Árna Friðjónssonar á hendur Fríkirkjunni Kefas og Kópavogsbæ. Lögmenn allra málsaðila voru fjarverandi án þess að boða lögmæt forföll og því fer málið aftur í hérað. Málið á rætur að rekja aftur til ársins 1967. Dómurinn féll í héraðsdómi 3. maí síðastliðinn en Lýður höfðaði málið í september ársins 2022. Lýður krafðist þess að lóðaleigusamningur Kópavogsbæjar og Fríkirkjunnar Kefas á lóðinni að Fagraþingi 2a við Vatnsenda yrði ógiltur og að viðurkennt yrði að hann væri réttur handhafi lóðaleiguréttinda á lóðinni, í samræmi við uppboðsafsal sýslumannsins í Kópavogi frá 23. janúar ársins 1996. Í dag er á lóðinni Fríkirkjan Kefas sem rekur safnaðarheimili og kirkjustarf. Fríkirkjan tók við lóðinni frá Magnúsi Hjaltested, þáverandi eiganda jarðarinnar Vatnsenda, árið 1999 og er þinglýstur eigandi lóðarleiguréttindanna. Lýður Árni vill meina að hann eigi betri rétt til lóðarinnar og álítur Fríkirkjunni hafa verið afsalað lóðinni í trássi við rétt hans sem hafi eignast lóðina við áðurnefnt uppboðsafsal árið 1996. Forsaga sem hófst fyrir tæpum sextíu árum Málið á eins og fyrr segir rætur að rekja langt aftur í tímann eða nánar tiltekið til þess þegar Sigurður Hjaltested bóndi á Vatnsenda leigði þrjú þúsund fermetra landspildu Jens nokkrum Þórðarsyni til fimmtíu ára árið 1967. Jens mun síðan hafa selt Margréti Hjaltested landið árið 1987 með gerningi sem undirritaður var af Magnúsi Hjaltested landeiganda. Árið 1994 gerir Lýður fjárnám í lóðinni og fram fór uppboð þar sem Lýður átti hæsta boð. Fram kom í þinglýsingarvottorði að landeigandinn hefði forleigu og forkaupsrétt. Það var svo 1999 leigði Magnús Hjaltested, eigandi landsins, Fríkirkjunni Kefas 2200 fermetra lóð úr Vatnsendalandi undir kirkjubyggingu. Með samningnum var kirkjunni leigð lóðin til fimmtíu ára og skyldi lóðin að þeim tíma liðnum falla aftur til leigusala. Síðan þá hefur eins og fram hefur komið verið rekin kirkjustarfsemi á lóðinni. Á árunum 1998 til 2000 stóðu yfir viðræður milli Magnúsar Hjaltested og Kópavogsbæ vegna eignarnáms bæjarins í landi Vatnsenda. Ári áður samþykkti Magnús að afsala sér landinu til bæjarins. Tók þá bærinn yfir lóðarleigusamninga á landinu, þar með talinn fyrrgreindan lóðarleigusamning Fríkirkjunnar Kefas. Lýður leitaði þá til lögmanns vegna spildunnar en þá kom í ljós að spilda hans og spildan sem leigð hafði verið Fríkirkjunni Kefas náði yfir sama svæði. Lýður hafði ætlað að reisa sér hús á lóðinni. Lóðaleigusamningur gerður í góðri trú Í viðræðum við embættismenn Kópavogsbæjar var það reifað að Lýður fengi aðra lóð í stað þeirrar sem hann hafði keypt og afsalað hafði verið kirkjunni. Þær lóðir voru hins vegar umtalsvert minni og honum leist ekkert á þær. Lýður óskaði eftir að rætt yrði hvort til greina kæmi að slá saman tveimur lóðum eða láta hann fá fleiri en eina lóð. Á fundi í desember 2005 kom fram að Þórður Þórðarson bæjarlögmaður Kópavogsbæjar hefði lýst því að ekki lægi fyrir hvar umrædd lóð væri staðsett og að ekki væri nokkurs samkomulags að vænta í málinu á meðan óvissa ríkti um það. Lóðarleigusamningurinn undir kirkjuna hafi verið gerður í góðri trú og byggingarleyfið sömuleiðis þannig veitt. Næstu ár hélt Lýður áfram að vinna í málinu og finna út hvar lóðin væri nákvæmlega. Árið 2021 sendi lögmaður bæjarráði Kópavogsbæjar bréf fyrir hönd Lýðs sem sagði að ef hann fengi ekki álíka lóð og lóðin sem Fríkirkjan er á væri krafist þess að allar byggingar á lóð kirkjunnaryrðu fjarlægðar. Lýð barst það svar að þar sem samningurinn hefði verið gerður áður en Kópavogsbær eignaðist lóðina með eignarnámi væru þau ekki rétti aðilinn til þess að bæta tjónið. Hélt áfram þrátt fyrir forföll Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í málinu þann 3. maí og hafnaði dómarinn öllum kröfum Lýðs Árna á þeim forsendum að hann sannaði ekki til fulls að um væri að ræða sömu lóð auk þess sem lóðaleigumsamningur hans rann út árið 2017. Lýður þurfti að greiða Fríkirkjunni 1,4 milljónir króna í málskostnað. Lýður ákvað þá að áfrýja dóminn til Landsréttar. Þá komu í ljós annmarkar á meðferð málsins í héraði þar sem allir lögmenn aðila boðuðu forföll í þinghaldinu 21. mars 2023. Þrátt fyrir boðuð forföll hélt dómari áfram með málið og kvað upp úrskurð. Því var tekin sú ákvörðun af Landsrétti að ómerkja málið og verður málið því aftur tekið upp af héraðsdóm Reykjaness. Dómsmál Trúmál Kópavogur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Dómurinn féll í héraðsdómi 3. maí síðastliðinn en Lýður höfðaði málið í september ársins 2022. Lýður krafðist þess að lóðaleigusamningur Kópavogsbæjar og Fríkirkjunnar Kefas á lóðinni að Fagraþingi 2a við Vatnsenda yrði ógiltur og að viðurkennt yrði að hann væri réttur handhafi lóðaleiguréttinda á lóðinni, í samræmi við uppboðsafsal sýslumannsins í Kópavogi frá 23. janúar ársins 1996. Í dag er á lóðinni Fríkirkjan Kefas sem rekur safnaðarheimili og kirkjustarf. Fríkirkjan tók við lóðinni frá Magnúsi Hjaltested, þáverandi eiganda jarðarinnar Vatnsenda, árið 1999 og er þinglýstur eigandi lóðarleiguréttindanna. Lýður Árni vill meina að hann eigi betri rétt til lóðarinnar og álítur Fríkirkjunni hafa verið afsalað lóðinni í trássi við rétt hans sem hafi eignast lóðina við áðurnefnt uppboðsafsal árið 1996. Forsaga sem hófst fyrir tæpum sextíu árum Málið á eins og fyrr segir rætur að rekja langt aftur í tímann eða nánar tiltekið til þess þegar Sigurður Hjaltested bóndi á Vatnsenda leigði þrjú þúsund fermetra landspildu Jens nokkrum Þórðarsyni til fimmtíu ára árið 1967. Jens mun síðan hafa selt Margréti Hjaltested landið árið 1987 með gerningi sem undirritaður var af Magnúsi Hjaltested landeiganda. Árið 1994 gerir Lýður fjárnám í lóðinni og fram fór uppboð þar sem Lýður átti hæsta boð. Fram kom í þinglýsingarvottorði að landeigandinn hefði forleigu og forkaupsrétt. Það var svo 1999 leigði Magnús Hjaltested, eigandi landsins, Fríkirkjunni Kefas 2200 fermetra lóð úr Vatnsendalandi undir kirkjubyggingu. Með samningnum var kirkjunni leigð lóðin til fimmtíu ára og skyldi lóðin að þeim tíma liðnum falla aftur til leigusala. Síðan þá hefur eins og fram hefur komið verið rekin kirkjustarfsemi á lóðinni. Á árunum 1998 til 2000 stóðu yfir viðræður milli Magnúsar Hjaltested og Kópavogsbæ vegna eignarnáms bæjarins í landi Vatnsenda. Ári áður samþykkti Magnús að afsala sér landinu til bæjarins. Tók þá bærinn yfir lóðarleigusamninga á landinu, þar með talinn fyrrgreindan lóðarleigusamning Fríkirkjunnar Kefas. Lýður leitaði þá til lögmanns vegna spildunnar en þá kom í ljós að spilda hans og spildan sem leigð hafði verið Fríkirkjunni Kefas náði yfir sama svæði. Lýður hafði ætlað að reisa sér hús á lóðinni. Lóðaleigusamningur gerður í góðri trú Í viðræðum við embættismenn Kópavogsbæjar var það reifað að Lýður fengi aðra lóð í stað þeirrar sem hann hafði keypt og afsalað hafði verið kirkjunni. Þær lóðir voru hins vegar umtalsvert minni og honum leist ekkert á þær. Lýður óskaði eftir að rætt yrði hvort til greina kæmi að slá saman tveimur lóðum eða láta hann fá fleiri en eina lóð. Á fundi í desember 2005 kom fram að Þórður Þórðarson bæjarlögmaður Kópavogsbæjar hefði lýst því að ekki lægi fyrir hvar umrædd lóð væri staðsett og að ekki væri nokkurs samkomulags að vænta í málinu á meðan óvissa ríkti um það. Lóðarleigusamningurinn undir kirkjuna hafi verið gerður í góðri trú og byggingarleyfið sömuleiðis þannig veitt. Næstu ár hélt Lýður áfram að vinna í málinu og finna út hvar lóðin væri nákvæmlega. Árið 2021 sendi lögmaður bæjarráði Kópavogsbæjar bréf fyrir hönd Lýðs sem sagði að ef hann fengi ekki álíka lóð og lóðin sem Fríkirkjan er á væri krafist þess að allar byggingar á lóð kirkjunnaryrðu fjarlægðar. Lýð barst það svar að þar sem samningurinn hefði verið gerður áður en Kópavogsbær eignaðist lóðina með eignarnámi væru þau ekki rétti aðilinn til þess að bæta tjónið. Hélt áfram þrátt fyrir forföll Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í málinu þann 3. maí og hafnaði dómarinn öllum kröfum Lýðs Árna á þeim forsendum að hann sannaði ekki til fulls að um væri að ræða sömu lóð auk þess sem lóðaleigumsamningur hans rann út árið 2017. Lýður þurfti að greiða Fríkirkjunni 1,4 milljónir króna í málskostnað. Lýður ákvað þá að áfrýja dóminn til Landsréttar. Þá komu í ljós annmarkar á meðferð málsins í héraði þar sem allir lögmenn aðila boðuðu forföll í þinghaldinu 21. mars 2023. Þrátt fyrir boðuð forföll hélt dómari áfram með málið og kvað upp úrskurð. Því var tekin sú ákvörðun af Landsrétti að ómerkja málið og verður málið því aftur tekið upp af héraðsdóm Reykjaness.
Dómsmál Trúmál Kópavogur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent