Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2. Stöð 2

Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bara á Ólafsfirði í nótt og lögregla hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir þremur vegna málsins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bara á Ólafsfirði í nótt og lögregla hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir þremur vegna málsins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Talskonur Heimilis og skóla segja úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem verða fyrir ofbeldi í skólum. Í kvöldfréttum verður rætt við varaformann samtakanna sem kallar eftir opinberri stefnumótun í málaflokknum og telur að annars þurfi mögulega að greiða þolendum ofbeldis sanngirnisbætur í framtíðinni.

Ákveðið var á fundi skóla- og fríðstundaráðs í dag að byggja við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu. Við ræðum við foreldra skólabarna í beinni útsendingu – sem anda léttar eftir margra mánaða baráttu.

Við fylgjumst einnig með umfangsmikilli æfingu gegn hryðjuverkum sem fór fram í dag, verðum í beinni frá Kaffibarnum sem hefur verið heiðraður sem dýrmætur tökustaður í Evrópskri kvikmyndasögu og fylgjumst með Íslandsmeistara í brauðtertugerð að störfum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×