Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Knattspyrnuheimurinn er harmi sleginn eftir annað mannskæðasta slys íþróttasögunnar, sem varð í Indónesíu í gærkvöldi. Að minnsta kosti 125 eru látnir eftir að mannþröng myndaðist á fjölmennum knattspyrnuleikvangi. Einn hinna slösuðu staðhæfir að sumir hafi kafnað, aðrir troðist undir en að allt hafi þetta hafist á táragasnotkun lögreglu. Við sýnum sláandi myndir frá vettvangi og heyrum vitnisburð slasaðra.

Þá eru það leikskólamálin en þrátt fyrir að vera verðlaunabygging var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. Snorri Másson fór á staðinn.

Snorri verður svo í beinni frá Tjarnarbíó sem er við það að springa undan starfseminni, að sögn stjórnenda. Þeir krefjast stærra og betra húsnæðis. Þá fjöllum við um forsetakosningarnar í Brasilíu, tímamótasýningu um íslenska torfbæi og Magnús Hlynur skoðar elsta rafmagnsbíl landsins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×