Fíkn

Fréttamynd

Gripin með fimmtán kíló af kannabis

Kona var tekin með mikið magn af kannabisefni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í mánuðinum. Hún var að koma frá Malaga á Spáni þegar tollgæslan stöðvaði hana.

Innlent
Fréttamynd

Tillaga um opnun áfangaheimilis fyrir konur samþykkt

Tillaga velferðarráðs Reykjavíkurborgar um opnun nýs áfangaheimilis fyrir konur í miðborg Reykjavíkur var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Unnið verður eftir áfallamiðaðri hugmyndafræði í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalann.

Innlent
Fréttamynd

Afhentu Báru 136 heimaprjónaðar flíkur fyrir meðferðarheimili hér á landi

Ljósið afhenti Báru Tómasdóttur nýverið framlag sitt til verkefnisins Kærleiks í hverri lykkju. Bára missti son sinn Einar Darra, sem lést eftir neyslu róandi lyfja aðeins 18 ára gamall. Kærleikur í hverri lykkju er á vegum Minningarsjóðs Einars Darra sem stendur fyrir vitundarvakningu og forvarnarfræðslunni Eitt líf með það að markmiði að sporna við og draga úr misnotkun ávana- og fíkniefna, sér í lagi meðal ungmenna.

Lífið
Fréttamynd

„Ekki einungis fíklar sem neyta fíkniefna“

Prófessor í afbrotafræði segir vaxandi stuðning við nýjar leiðir í baráttunni gegn fíkniefnum. Hann segir að það séu ekki einungis fíklar sem neyta fíkniefna en sú staðreynd sé hugsanleg fyrirstaða fyrir því að ganga alla leið í afglæpavæðingu fíkniefna. 

Innlent
Fréttamynd

Svar við grein Kol­beins Óttars­sonar Proppé

Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita.

Skoðun
Fréttamynd

Af­glæpa­væðing um­ræðunnar

Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta.

Skoðun
Fréttamynd

Fundu metamfetamín vafið fast um maga manns

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að tæp 300 grömm af metamfetamíni og 1600 stykki af lyfseðilsskyldum lyfjum í fórum sínum við komuna til landsins fyrr í mánuðinum.

Innlent
Fréttamynd

Efnislega sammála um afglæpavæðingu en „vanda þyrfti mjög til verks“

Tillaga Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, sem felld var á síðasta þingfundi sumarsins í nótt, hefði mátt vera í meira samhengi við aðrar aðgerðir og segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að tillagan hefði þurft að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hafi verið betur undirbúið.

Innlent