Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. mars 2022 22:51 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að starfshópur sem hann skipaði hafi ekki séð sér fært að klára vinnu sína fyrir mánaðarmótin og því hafi frumvarpið verið tekið af dagskrá. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór yfir stöðu frumvarpsins í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður út í gagnrýni Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, sem lýsti yfir vonbrigðum vegna málsins. Halldóra sagði að svo virtist sem að það ætti að svæfa málið í nefnd. Að sögn Willums er ágreiningur um ýmis atriði tengd frumvarpinu sem þurfi að lagfæra og mun starfshópur sem hann skipaði vinna í því. Nýverið varð ljóst að þeirri vinnu yrði ekki lokið þegar að öll mál eiga að vera komin inn í þingið um næstu mánaðarmót. „Starfshópurinn treystir sér ekki til að klára þetta fyrir fyrsta apríl en við viljum vanda okkur og gera þetta vel og og bæta málið. Þannig ef að það tekst vel til þá reikna ég með því að ég komi með frumvarpið betrumbætt, sem á þá meiri möguleika og tekur betur utan um þennan viðkvæma hóp sem við sannarlega viljum gera, og það væri þá bara eitt af fyrstu málunum á haustþingi,“ segir Willum. Samráð verði haft við ýmsa aðila Hann segir að áhersla sé lögð á mjög breitt samráð innan starfshópsins, ekki síst við þá sem þekkja stöðu þessa viðkvæma hóps. Þá verður leitað í alþjóðlegt samráð og rætt við sérfræðinga sem hafa leitt svipaða vinnu í öðrum löndum. Einnig verður leitast við að hafa fulltrúa þeirra sem neyta vímuefna. „Þessi starfshópur er mjög fjölbreyttur og þar verða meðal annars fulltrúar frá Rauða krossinum, Frú Ragnheiði og fjölmörgum öðrum aðilum og það verður örugglega leitað til þeirra aðila, ég get fullyrt það,“ segir Willum en þar að auki verður verkefnið unnið í samvinnu við rannsóknarstofu í afbrotafræði sem býr yfir gögnum um þennan hóp. Willum var einnig spurður út í ágreining sem uppi hefur verið um hvort það eigi að koma á refsileysi fyrir vörslu fíkniefna eða að lögleiða fíkniefni. „Eins og hugmyndafræðin er í þessu að þá er það viðurkenning á þessu sem heilbrigðisvanda, við erum með sjúklinga í vanda og við viljum taka þannig utan um þennan hóp,“ sagði Willum og vísaði til refsileysis. Hann er þó fylgjandi því að fíkniefni verði gerð upptæk, finnist þau á fólki. „Ég held að það sé rétt nálgun. Nú ætla ég að leyfa hópnum að vinna sína vinnu og horfa betur inn í málið áður en ég fullyrði um það, en ég held að það sé nálgunin í þessu máli,“ segir Willum. Fíkn Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór yfir stöðu frumvarpsins í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður út í gagnrýni Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, sem lýsti yfir vonbrigðum vegna málsins. Halldóra sagði að svo virtist sem að það ætti að svæfa málið í nefnd. Að sögn Willums er ágreiningur um ýmis atriði tengd frumvarpinu sem þurfi að lagfæra og mun starfshópur sem hann skipaði vinna í því. Nýverið varð ljóst að þeirri vinnu yrði ekki lokið þegar að öll mál eiga að vera komin inn í þingið um næstu mánaðarmót. „Starfshópurinn treystir sér ekki til að klára þetta fyrir fyrsta apríl en við viljum vanda okkur og gera þetta vel og og bæta málið. Þannig ef að það tekst vel til þá reikna ég með því að ég komi með frumvarpið betrumbætt, sem á þá meiri möguleika og tekur betur utan um þennan viðkvæma hóp sem við sannarlega viljum gera, og það væri þá bara eitt af fyrstu málunum á haustþingi,“ segir Willum. Samráð verði haft við ýmsa aðila Hann segir að áhersla sé lögð á mjög breitt samráð innan starfshópsins, ekki síst við þá sem þekkja stöðu þessa viðkvæma hóps. Þá verður leitað í alþjóðlegt samráð og rætt við sérfræðinga sem hafa leitt svipaða vinnu í öðrum löndum. Einnig verður leitast við að hafa fulltrúa þeirra sem neyta vímuefna. „Þessi starfshópur er mjög fjölbreyttur og þar verða meðal annars fulltrúar frá Rauða krossinum, Frú Ragnheiði og fjölmörgum öðrum aðilum og það verður örugglega leitað til þeirra aðila, ég get fullyrt það,“ segir Willum en þar að auki verður verkefnið unnið í samvinnu við rannsóknarstofu í afbrotafræði sem býr yfir gögnum um þennan hóp. Willum var einnig spurður út í ágreining sem uppi hefur verið um hvort það eigi að koma á refsileysi fyrir vörslu fíkniefna eða að lögleiða fíkniefni. „Eins og hugmyndafræðin er í þessu að þá er það viðurkenning á þessu sem heilbrigðisvanda, við erum með sjúklinga í vanda og við viljum taka þannig utan um þennan hóp,“ sagði Willum og vísaði til refsileysis. Hann er þó fylgjandi því að fíkniefni verði gerð upptæk, finnist þau á fólki. „Ég held að það sé rétt nálgun. Nú ætla ég að leyfa hópnum að vinna sína vinnu og horfa betur inn í málið áður en ég fullyrði um það, en ég held að það sé nálgunin í þessu máli,“ segir Willum.
Fíkn Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09