Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda Helga María Guðmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 13:31 Í gegnum tímann hafa félagasamtök stofnað hina ýmsu heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er en var ekki búið að koma á lagnirnar. Sem dæmi má nefna SÁÁ sem eins og í nafninu gefur til kynna er samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda. SÁÁ var stofnað árið 1977 þegar þekking á áfengis- og fíknisjúkdómum var ekki mikil. Ég er mjög þakklát fyrir frumkvöðlana sem stóðu í ströngu til að stofna samtökin en í dag er þetta viðurkenndur sjúkdómur og mun meiri þekking á honum. Allir eru sammála því að það þarf sérfræðinga til að veita meðferð og því ætti þessi meðferð að vera undir heilbrigðiskefinu. Með því á að vera hægt að fjölga rýmum og stytta biðlista. Ekki bara það heldur þarf að samtvinna meðferðina á áfengis- og vímuefnavanda við rót vandans og því þarf mun betra utanumhald í meðferðinni. Vogur er afeitrun en það þarf að aðstoða fólk við að lifa án vímugjafa og eru áföll oft ástæða fyrir því að fólk verður fyrir áfengis- og vímuvanda og því þarf að vinna í áföllunum samhliða meðferðinni við sjúkdóminum. Það er enginn einstaklingur sem ætlar sér að fá sjúkdóm, þetta er ekki val. Það að eina sem stendur flestum til boða í dag sem hafa áfengis- og vímuefnasjúkdóm er að skrá sig á Vog og bíða í fleiri vikur, oft mánuði eftir meðferð. Það á ekki að vera staðan árið 2022. Áfengis- og vímuefnasjúkdómuar eru ekki einstaklingssjúkdómur heldur hefur hann áhrif á alla fjölskylduna og þessi bið getur verið hrikalega erfið. Ekki bara biðin sjálf sem maður veit ekkert hvað er löng og ekkert samband er við mann í biðinni, þegar maður fær loksins pláss eru aðeins nokkrir dagar í fyrirvara. Eftir margra mánaða bið er fólk jafnvel ekki lengur tilbúið og þá missir það af lestinni og ný bið myndast er það mætir ekki. Fyrir utan það að mér finnst agalegt hversu fá pláss eru á Vogi en þau eru aðeins 60 og einstaklingar þurfa oftast að deila herbergi með öðrum. Það nær ekki að sofa vegna þess að einstaklingurinn í sama herbergi er að hrjóta alla nóttina og það veitir ákveðið óöryggi að þurfa að deila meðferðinni með ókunnum einstaklingi. Það að hafa misst ástvin úr áfengis- og vímuefnaneyslu er erfið reynsla, maður er búinn að vera lengi að syrgja manneskjuna sem fíknin tók yfir og síðan sigrar fíknin og maður er eftir að spyrja sig hvað ef. Ég vil ekki spyrja aftur hvað ef, heldur hvað þarf til. Hvað þarf til að minnka innlagnalistann og fá betri aðstöðu? Hvenær ætar ríkið að taka yfir þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu? Höfundur er hjúkrunar- og fjölmiðlafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Félagasamtök Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum tímann hafa félagasamtök stofnað hina ýmsu heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er en var ekki búið að koma á lagnirnar. Sem dæmi má nefna SÁÁ sem eins og í nafninu gefur til kynna er samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda. SÁÁ var stofnað árið 1977 þegar þekking á áfengis- og fíknisjúkdómum var ekki mikil. Ég er mjög þakklát fyrir frumkvöðlana sem stóðu í ströngu til að stofna samtökin en í dag er þetta viðurkenndur sjúkdómur og mun meiri þekking á honum. Allir eru sammála því að það þarf sérfræðinga til að veita meðferð og því ætti þessi meðferð að vera undir heilbrigðiskefinu. Með því á að vera hægt að fjölga rýmum og stytta biðlista. Ekki bara það heldur þarf að samtvinna meðferðina á áfengis- og vímuefnavanda við rót vandans og því þarf mun betra utanumhald í meðferðinni. Vogur er afeitrun en það þarf að aðstoða fólk við að lifa án vímugjafa og eru áföll oft ástæða fyrir því að fólk verður fyrir áfengis- og vímuvanda og því þarf að vinna í áföllunum samhliða meðferðinni við sjúkdóminum. Það er enginn einstaklingur sem ætlar sér að fá sjúkdóm, þetta er ekki val. Það að eina sem stendur flestum til boða í dag sem hafa áfengis- og vímuefnasjúkdóm er að skrá sig á Vog og bíða í fleiri vikur, oft mánuði eftir meðferð. Það á ekki að vera staðan árið 2022. Áfengis- og vímuefnasjúkdómuar eru ekki einstaklingssjúkdómur heldur hefur hann áhrif á alla fjölskylduna og þessi bið getur verið hrikalega erfið. Ekki bara biðin sjálf sem maður veit ekkert hvað er löng og ekkert samband er við mann í biðinni, þegar maður fær loksins pláss eru aðeins nokkrir dagar í fyrirvara. Eftir margra mánaða bið er fólk jafnvel ekki lengur tilbúið og þá missir það af lestinni og ný bið myndast er það mætir ekki. Fyrir utan það að mér finnst agalegt hversu fá pláss eru á Vogi en þau eru aðeins 60 og einstaklingar þurfa oftast að deila herbergi með öðrum. Það nær ekki að sofa vegna þess að einstaklingurinn í sama herbergi er að hrjóta alla nóttina og það veitir ákveðið óöryggi að þurfa að deila meðferðinni með ókunnum einstaklingi. Það að hafa misst ástvin úr áfengis- og vímuefnaneyslu er erfið reynsla, maður er búinn að vera lengi að syrgja manneskjuna sem fíknin tók yfir og síðan sigrar fíknin og maður er eftir að spyrja sig hvað ef. Ég vil ekki spyrja aftur hvað ef, heldur hvað þarf til. Hvað þarf til að minnka innlagnalistann og fá betri aðstöðu? Hvenær ætar ríkið að taka yfir þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu? Höfundur er hjúkrunar- og fjölmiðlafræðingur.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar