Rasísk refsistefna Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 29. mars 2022 14:30 Í Íslandi í dag í gær tókust Kári Stefánsson og Sigríður Á. Andersen um frumvarp til afglæpavæðinga á neysluskömmtun vímuefna. Í umræðunni afhjúpuðu þau bæði vanþekkingu sína á málefninu og smættuðu fólk sem notar vímuefni með því að tala yfir það og fyrir það. Ég vil gera nokkrar athugasemdir í kjölfar umræðnanna og ég vil byrja á því að nota setningu Sigríðar Á. Andersen sem útgangspunkt, þar sem hún afhjúpar hinn móralska grunn sem liggur til grundvallar refsistefnu: „Mér finnst að þarna sé verið að nota í rauninni veikindi fólks sem einhvers konar trójuhest til að gera fíkniefni í raun frjáls hér á landi. Ég held að nái svona frumvarp fram að ganga sé hætta á að verið sé að normalísera svona notkun almennt og að fólk fari að líta á þessa neysluskammta sem hættulausa,“ segir Sigríður. Ég hef fréttir handa Sigríði: Það eru óteljandi hlutir í okkar samfélagi sem eru bæði hættulegir og löglegir. Til dæmis er það mjög hættulegt að keyra bíl – en við leyfum það samt. Ákveðin skaðaminnkunarinngrip hafa verið fest í lög í gegnum tíðina til þess að minnka hlutfall þeirra sem verða fyrir alvarlegum skaða eða deyja af völdum bílslysa, s.s. ýmsar umferðalagareglur, og ekki má gleyma sætisbeltunum, en í grunninn er mjög hættulegt að fara upp í bíl. Það er líka hættulegt að stunda alls kyns áhættuíþróttir, og jafnvel hestaíþróttir eru tölfræðilega hættulegri en notkun á sumum vímuefnum[1]. Fólk stundar alls kyns hættulega og sjálfsskaðandi hegðun, án þess að vera sett í fangelsi fyrir það, í sumum tilvikum er fólk jafnvel hafið til metorða fyrir sjálfhverfa og hættulega hegðun. Tvö allra hættulegustu vímuefnin eru svo lögleg og seld úr ríkiskassanum – áfengi og tóbak, svo ekki er hægt að halda því fram að umhyggja fyrir velferð þjóðarinnar sé í fyrirrúmi í þeirri orðræðu sem við heyrðum í gær. Það er ekki náttúrulögmál að sum vímuefni séu bönnuð en önnur ekki. Síður en svo. Það er minna en öld síðan bannstefnunni var komið á, og síðan hún var sett á hafa milljónir manna út um allan heim látið lífið, bæði í beinum aðgerðum en ekki síður af völdum jaðarsetningar, vegna þess að vímuefnið sem þau kusu sér vildi svo til að var ólöglegt. Og hvað er það sem réði því hvaða vímuefni voru bönnuð og hver ekki? Það voru kynþáttafordómar, hreinir og klárir. Harry Anslinger, fyrsti forsprakki bannstefnunnar, var yfirmaður Federal Bureu of Prohibition, deildar sem varð verklaus þegar áfengi var leyft. Hann var líka mikill rasisti, og ég hvet ykkur til að kynna ykkur söguna af því hvernig hann varð valdur að dauða Billie Holiday. Hann mátti ekki ofsækja dökkt fólk fyrir að vera dökkt, svo hann byrjaði að ofsækja það fyrir að reykja kannabis, sem fram að þeim tíma hafði fylgt manninum óslitið í þúsundir ára – það finnast varla þær mannvistarleyfar nokkurs staðar á jörðinni að ekki finnist leyfar af þessari nytjaplöntu. Ópíum var bannað í kjölfar þess að farandverkamenn frá Kína sem höfðu komið til Bandaríkjanna til að vinna við járnbrautarsmíði yfir álfuna urðu atvinnulausir að verki loknu. Áður en það var bannað var til ópíum á hverju heimili og stærsti notendahópurinn voru húsmæður úr efri stéttum. Hugvíkkandi lyf voru bönnuð vegna þess að risastór hópur ungs fólk sem notaði þessi lyf reis upp á afturfæturnar og neitaði að berjast í Víetnam stríðinu. Og í öllum þessum tilvikum, þá var notkun þessara lyfja gerð að siðferðismáli. Fólkið sem notaði þau var jaðarsett, það fékk á sig stimpil, það fékk ekki vinnu, það var fangelsað. Eða eins og einn af helstu ráðgjöfum Nixons viðurkenndi í blaðaviðtali löngu síðar: "You understand what I'm saying? We knew we couldn't make it illegal to be either against the war or blacks, but by getting the public to associate the hippies with marijuana and blacks with heroin. And then criminalizing both heavily, we could disrupt those communities. We could arrest their leaders. Raid their homes, break up their meetings, and vilify them night after night on the evening news. Did we know we were lying about the drugs? Of course we did." (former Nixon domestic policy chief John Ehrlichman). Á Íslandi hafa ca. 75 milljarðar farið í fíkniefnastríðið síðan 1968. Heildarkostnaður hins opinbera vegna fíkniefnamála var metinn 1.701.917.282 kr. árið 2009[2]. Hátt í 30.000 einstaklingar verið handteknir síðan bannið var sett árið 1968, örugglega yfir 1000 á ári að meðaltali. Hefur dregið úr vímuefnanotkun? Nei. Vímuefnanotkun er nú útbreiddari og algengari en nokkurn tímann áður. Vímuefnin eru harðari, hreinni, hættulegri og er betra aðgengi að þeim[3]. Bein afleiðing af banninu. Refsistefnan tekur líf. Hún gerir fólk að glæpamönnum. Ungmenni á sakaskrá missa atvinnutækifæri og tækifæri til skólagöngu. Notendur veigra sér við að hringja eftir sjúkrabíl eða lögregluaðstoð af ótta við refsingar vegna vörslu. Hún brýtur á mannréttindum fólks. Innrás í einkalíf getur valdið langtímaafleiðingum á tilfinningalíf fólks. Hún eykur afbrot í samfélaginu, því fólk sem glímir við alvarlegan vímefnavanda þarf efnin sín. Hún brýtur upp fjölskyldur og jaðarsetur einstaklinga enn frekar. Og hún á bein upptök í rasisma. Ég hvet alla til þess að ná sér í eintak af bókinni Að hundelta ópið (Chasing the scream) eftir Johan Hari og sjá með eigin augum hversu sorgleg þessi atburðarás hefur verið í gegnum áratugina. Aðrar bækur sem ég mæli með um málefnið eru Drugs without the hot air e. Professor David Nutt, Drug use for grown ups e. Dr. Carl Hart og In the realm of hungry ghosts e. Gabor Mate. Höfundur er sálfræðingur og eigandi Heilshugar – batamiðaðs rýmis með skaðaminnkandi áherslum. 1. Drugs without the Hot air – Professor David Nutt 2. Kostnaður hins opinbera við eftirfylgni laga um fíkniefni (2011). Júlía Birgisdóttir. https://skemman.is/handle/1946/8207 3. Wastewater analysis and drugs (2019). European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction. http://www.emcdda.europa.eu/topics/pods/waste-water-analysis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Í Íslandi í dag í gær tókust Kári Stefánsson og Sigríður Á. Andersen um frumvarp til afglæpavæðinga á neysluskömmtun vímuefna. Í umræðunni afhjúpuðu þau bæði vanþekkingu sína á málefninu og smættuðu fólk sem notar vímuefni með því að tala yfir það og fyrir það. Ég vil gera nokkrar athugasemdir í kjölfar umræðnanna og ég vil byrja á því að nota setningu Sigríðar Á. Andersen sem útgangspunkt, þar sem hún afhjúpar hinn móralska grunn sem liggur til grundvallar refsistefnu: „Mér finnst að þarna sé verið að nota í rauninni veikindi fólks sem einhvers konar trójuhest til að gera fíkniefni í raun frjáls hér á landi. Ég held að nái svona frumvarp fram að ganga sé hætta á að verið sé að normalísera svona notkun almennt og að fólk fari að líta á þessa neysluskammta sem hættulausa,“ segir Sigríður. Ég hef fréttir handa Sigríði: Það eru óteljandi hlutir í okkar samfélagi sem eru bæði hættulegir og löglegir. Til dæmis er það mjög hættulegt að keyra bíl – en við leyfum það samt. Ákveðin skaðaminnkunarinngrip hafa verið fest í lög í gegnum tíðina til þess að minnka hlutfall þeirra sem verða fyrir alvarlegum skaða eða deyja af völdum bílslysa, s.s. ýmsar umferðalagareglur, og ekki má gleyma sætisbeltunum, en í grunninn er mjög hættulegt að fara upp í bíl. Það er líka hættulegt að stunda alls kyns áhættuíþróttir, og jafnvel hestaíþróttir eru tölfræðilega hættulegri en notkun á sumum vímuefnum[1]. Fólk stundar alls kyns hættulega og sjálfsskaðandi hegðun, án þess að vera sett í fangelsi fyrir það, í sumum tilvikum er fólk jafnvel hafið til metorða fyrir sjálfhverfa og hættulega hegðun. Tvö allra hættulegustu vímuefnin eru svo lögleg og seld úr ríkiskassanum – áfengi og tóbak, svo ekki er hægt að halda því fram að umhyggja fyrir velferð þjóðarinnar sé í fyrirrúmi í þeirri orðræðu sem við heyrðum í gær. Það er ekki náttúrulögmál að sum vímuefni séu bönnuð en önnur ekki. Síður en svo. Það er minna en öld síðan bannstefnunni var komið á, og síðan hún var sett á hafa milljónir manna út um allan heim látið lífið, bæði í beinum aðgerðum en ekki síður af völdum jaðarsetningar, vegna þess að vímuefnið sem þau kusu sér vildi svo til að var ólöglegt. Og hvað er það sem réði því hvaða vímuefni voru bönnuð og hver ekki? Það voru kynþáttafordómar, hreinir og klárir. Harry Anslinger, fyrsti forsprakki bannstefnunnar, var yfirmaður Federal Bureu of Prohibition, deildar sem varð verklaus þegar áfengi var leyft. Hann var líka mikill rasisti, og ég hvet ykkur til að kynna ykkur söguna af því hvernig hann varð valdur að dauða Billie Holiday. Hann mátti ekki ofsækja dökkt fólk fyrir að vera dökkt, svo hann byrjaði að ofsækja það fyrir að reykja kannabis, sem fram að þeim tíma hafði fylgt manninum óslitið í þúsundir ára – það finnast varla þær mannvistarleyfar nokkurs staðar á jörðinni að ekki finnist leyfar af þessari nytjaplöntu. Ópíum var bannað í kjölfar þess að farandverkamenn frá Kína sem höfðu komið til Bandaríkjanna til að vinna við járnbrautarsmíði yfir álfuna urðu atvinnulausir að verki loknu. Áður en það var bannað var til ópíum á hverju heimili og stærsti notendahópurinn voru húsmæður úr efri stéttum. Hugvíkkandi lyf voru bönnuð vegna þess að risastór hópur ungs fólk sem notaði þessi lyf reis upp á afturfæturnar og neitaði að berjast í Víetnam stríðinu. Og í öllum þessum tilvikum, þá var notkun þessara lyfja gerð að siðferðismáli. Fólkið sem notaði þau var jaðarsett, það fékk á sig stimpil, það fékk ekki vinnu, það var fangelsað. Eða eins og einn af helstu ráðgjöfum Nixons viðurkenndi í blaðaviðtali löngu síðar: "You understand what I'm saying? We knew we couldn't make it illegal to be either against the war or blacks, but by getting the public to associate the hippies with marijuana and blacks with heroin. And then criminalizing both heavily, we could disrupt those communities. We could arrest their leaders. Raid their homes, break up their meetings, and vilify them night after night on the evening news. Did we know we were lying about the drugs? Of course we did." (former Nixon domestic policy chief John Ehrlichman). Á Íslandi hafa ca. 75 milljarðar farið í fíkniefnastríðið síðan 1968. Heildarkostnaður hins opinbera vegna fíkniefnamála var metinn 1.701.917.282 kr. árið 2009[2]. Hátt í 30.000 einstaklingar verið handteknir síðan bannið var sett árið 1968, örugglega yfir 1000 á ári að meðaltali. Hefur dregið úr vímuefnanotkun? Nei. Vímuefnanotkun er nú útbreiddari og algengari en nokkurn tímann áður. Vímuefnin eru harðari, hreinni, hættulegri og er betra aðgengi að þeim[3]. Bein afleiðing af banninu. Refsistefnan tekur líf. Hún gerir fólk að glæpamönnum. Ungmenni á sakaskrá missa atvinnutækifæri og tækifæri til skólagöngu. Notendur veigra sér við að hringja eftir sjúkrabíl eða lögregluaðstoð af ótta við refsingar vegna vörslu. Hún brýtur á mannréttindum fólks. Innrás í einkalíf getur valdið langtímaafleiðingum á tilfinningalíf fólks. Hún eykur afbrot í samfélaginu, því fólk sem glímir við alvarlegan vímefnavanda þarf efnin sín. Hún brýtur upp fjölskyldur og jaðarsetur einstaklinga enn frekar. Og hún á bein upptök í rasisma. Ég hvet alla til þess að ná sér í eintak af bókinni Að hundelta ópið (Chasing the scream) eftir Johan Hari og sjá með eigin augum hversu sorgleg þessi atburðarás hefur verið í gegnum áratugina. Aðrar bækur sem ég mæli með um málefnið eru Drugs without the hot air e. Professor David Nutt, Drug use for grown ups e. Dr. Carl Hart og In the realm of hungry ghosts e. Gabor Mate. Höfundur er sálfræðingur og eigandi Heilshugar – batamiðaðs rýmis með skaðaminnkandi áherslum. 1. Drugs without the Hot air – Professor David Nutt 2. Kostnaður hins opinbera við eftirfylgni laga um fíkniefni (2011). Júlía Birgisdóttir. https://skemman.is/handle/1946/8207 3. Wastewater analysis and drugs (2019). European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction. http://www.emcdda.europa.eu/topics/pods/waste-water-analysis
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun