Þrisvar sneri ég við í tröppunum Hilmar Kristensson skrifar 19. maí 2022 14:30 Í fyrsta skiptið komst ég upp hálfar tröppurnar en sneri þá við. Líka í annað skiptið. „Nei andskotinn, ég get þetta ekki,“ hugsaði ég með mér, með hjartað í buxunum. Í þriðja skiptið komst ég alla leið á stigapallinn, en sneri strax við og hljóp niður. Hitti þá á Þuríði Aradóttur vinkonu mína sem var líka á leiðinni upp. „Ég get þetta ekki,“ stundi ég. „Ekkert kjaftæði,“ sagði hún. „Þú getur þetta víst, komdu með mér.“ Og svo tók hún í höndina á mér og hreinlega dró mig upp. Ég var mættur á dansnámskeið hjá SÁÁ. Edrú. Það erfiðasta sem ég hafði gert á ævinni. Bara hugsunin um að dansa edrú fékk mig til að rennsvitna. En ég lét vaða, þökk sé Þuríði. Og mætti aftur. Eftir þriðja skiptið leið mér allt í einu eins og skipt hafi verið um peru í hausnum á mér. Þetta var semsagt hægt, að vera edrú innan um fólk að dansa og skemmta sér. Kannski eins gott, eftir allar meðferðirnar. Hvert er ég að fara með þessari upprifjun af dansnámskeiðinu örlagaríka árið 1985? Jú, að minna á hvað edrú félagslíf getur skipt miklu máli í batanum. Ef fólk sem fer í meðferð við fíknsjúkdómnum ætlar að ná árangri, þá segir það skilið við vímugjafatengdar skemmtanir og félagsstarf. En hvað kemur þá í staðinn? Þörfin fyrir félagsskap fer ekkert Maður er nefnilega manns gaman, ölvaður sem edrú. Frumherjarnir í SÁÁ áttuðu sig á þörfinni fyrir alkóhólista í bata að hittast og eiga góðar stundir saman við vímugjafalausar kringumstæður. Dansnámskeiðin urðu til, útihátíðirnar, skemmtikvöldin, árshátíðirnar, leiklistarnámskeið, fluguhnýtingarnámskeið, þorrablót, kvennakvöld, bingó, félagsvist, kótilettukvöld... Þannig hefur þetta verið alla tíð. SÁÁ hefur haldið úti félagsstarfi sem hluta af bataferlinu. Í raun má segja að félagsstarfið geri SÁÁ að því sem samtökin eru. Þetta félagsstarf hefur skiljanlega þróast í samræmi við tíðarandann og almennan áhuga. Í þessum efnum skiptir fjáröflun samtakanna gríðarmiklu máli og að margra mati eru fjáraflanir á borð við Álfasöluna hápunktur félagsstarfsins með mörg hundruð þátttakendur. Á fulla ferð eftir heimsfaraldur Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif á félagsstarfið innan SÁÁ, líkt og annars staðar. En um leið og fór að slakna á sóttvarnaklónni, þá spýttum við í lófana. Óhætt er að segja að félagsstarfið blómstri sem aldrei fyrr og þörfin fyrir það er sú sama og alltaf áður. Fólk á öllum aldri tekur þátt í félagsstarfinu og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað unga fólkið í SÁÁ er hugmyndaríkt og hvetjandi í þeim efnum. Nokkur úr þeim hópi eru byrjuð með metnaðarfullt hlaðvarp undir heitinu „Taka tvö“ þar sem þau láta gamminn geisa um edrúlífið. Þetta er stórskemmtilegt og fræðilegt hlaðvarp sem er að finna á öllum efnisveitum. Danskennslan er á sínum stað, skákin, félagsvistin, fluguhnýtingarnar, briddsið og tónleikarnir. Það verða tónleikar með Bubba 20. maí, vorfagnaður28. maí, barnaskemmtun í Fjölskyldugarðinum, útihátíð á Skógum um verslunarmannahelgina og golfmót síðsumars. Svo má nefna að bakhjarlar SÁÁ hittast á tveggja vikna fresti. Með haustinu verður svo gefið enn betur í, enda vantar ekki hugmyndirnar. Starfsemi SÁÁ er jafn mikilvæg og nauðsynleg og við stofnun fyrir 45 árum. Félagsstarfið er órjúfanlegur þáttur í því sem tekur við að lokinni meðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Félagasamtök Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta skiptið komst ég upp hálfar tröppurnar en sneri þá við. Líka í annað skiptið. „Nei andskotinn, ég get þetta ekki,“ hugsaði ég með mér, með hjartað í buxunum. Í þriðja skiptið komst ég alla leið á stigapallinn, en sneri strax við og hljóp niður. Hitti þá á Þuríði Aradóttur vinkonu mína sem var líka á leiðinni upp. „Ég get þetta ekki,“ stundi ég. „Ekkert kjaftæði,“ sagði hún. „Þú getur þetta víst, komdu með mér.“ Og svo tók hún í höndina á mér og hreinlega dró mig upp. Ég var mættur á dansnámskeið hjá SÁÁ. Edrú. Það erfiðasta sem ég hafði gert á ævinni. Bara hugsunin um að dansa edrú fékk mig til að rennsvitna. En ég lét vaða, þökk sé Þuríði. Og mætti aftur. Eftir þriðja skiptið leið mér allt í einu eins og skipt hafi verið um peru í hausnum á mér. Þetta var semsagt hægt, að vera edrú innan um fólk að dansa og skemmta sér. Kannski eins gott, eftir allar meðferðirnar. Hvert er ég að fara með þessari upprifjun af dansnámskeiðinu örlagaríka árið 1985? Jú, að minna á hvað edrú félagslíf getur skipt miklu máli í batanum. Ef fólk sem fer í meðferð við fíknsjúkdómnum ætlar að ná árangri, þá segir það skilið við vímugjafatengdar skemmtanir og félagsstarf. En hvað kemur þá í staðinn? Þörfin fyrir félagsskap fer ekkert Maður er nefnilega manns gaman, ölvaður sem edrú. Frumherjarnir í SÁÁ áttuðu sig á þörfinni fyrir alkóhólista í bata að hittast og eiga góðar stundir saman við vímugjafalausar kringumstæður. Dansnámskeiðin urðu til, útihátíðirnar, skemmtikvöldin, árshátíðirnar, leiklistarnámskeið, fluguhnýtingarnámskeið, þorrablót, kvennakvöld, bingó, félagsvist, kótilettukvöld... Þannig hefur þetta verið alla tíð. SÁÁ hefur haldið úti félagsstarfi sem hluta af bataferlinu. Í raun má segja að félagsstarfið geri SÁÁ að því sem samtökin eru. Þetta félagsstarf hefur skiljanlega þróast í samræmi við tíðarandann og almennan áhuga. Í þessum efnum skiptir fjáröflun samtakanna gríðarmiklu máli og að margra mati eru fjáraflanir á borð við Álfasöluna hápunktur félagsstarfsins með mörg hundruð þátttakendur. Á fulla ferð eftir heimsfaraldur Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif á félagsstarfið innan SÁÁ, líkt og annars staðar. En um leið og fór að slakna á sóttvarnaklónni, þá spýttum við í lófana. Óhætt er að segja að félagsstarfið blómstri sem aldrei fyrr og þörfin fyrir það er sú sama og alltaf áður. Fólk á öllum aldri tekur þátt í félagsstarfinu og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað unga fólkið í SÁÁ er hugmyndaríkt og hvetjandi í þeim efnum. Nokkur úr þeim hópi eru byrjuð með metnaðarfullt hlaðvarp undir heitinu „Taka tvö“ þar sem þau láta gamminn geisa um edrúlífið. Þetta er stórskemmtilegt og fræðilegt hlaðvarp sem er að finna á öllum efnisveitum. Danskennslan er á sínum stað, skákin, félagsvistin, fluguhnýtingarnar, briddsið og tónleikarnir. Það verða tónleikar með Bubba 20. maí, vorfagnaður28. maí, barnaskemmtun í Fjölskyldugarðinum, útihátíð á Skógum um verslunarmannahelgina og golfmót síðsumars. Svo má nefna að bakhjarlar SÁÁ hittast á tveggja vikna fresti. Með haustinu verður svo gefið enn betur í, enda vantar ekki hugmyndirnar. Starfsemi SÁÁ er jafn mikilvæg og nauðsynleg og við stofnun fyrir 45 árum. Félagsstarfið er órjúfanlegur þáttur í því sem tekur við að lokinni meðferð.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun