Fíkn

Fréttamynd

Faðir Frið­finns segist þakk­látur

Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns Freys Kristinssonar sem leitað er um þessar mundir segir engar fréttir vera af máli sonar síns. Hann þakkar fyrir skjót vinnubrögð viðbragðsaðila og kallar eftir frekari fjármagnsveitingu til þess að lögreglan megi vinna betur gegn undirheimum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Ein­stak­lingum í upp­bótar­með­ferð fjölgað úr 276 í 438

Árið 2019 voru 276 einstaklingar í svokallaðri „uppbótarmeðferð“ vegna ópíatafíknar á Íslandi en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Umræddir einstaklingar eru aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri en ávísanirnar koma aðallega frá sérfræðingum í geðlækningum.

Innlent
Fréttamynd

Skaða­minnkandi þjónusta

Skv. Fréttablaðinu í dag varð uppákoma á ráðstefnu SÁÁ þann 3. nóvember sl. Þar sakaði lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson starfsfólk skaðaminnkunarþjónustu Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um að þjónusta börn undir lögaldri án þess að hann, eða lögreglan, séu látin vita.

Skoðun
Fréttamynd

Snemmtæk inngrip í meðferð hjá SÁÁ

Á Íslandi erum við svo heppin að við sem samfélag lítum á áfengis- og vímuefnafíkn sem sjúkdóm sem á heima í heilbrigðiskerfinu. Áhrifaríkasta leiðin í meðferð þessa vanda er sú sama og í flestum heilbrigðisvanda – að grípa inní snemma. Áfengis- og vímuefnafíkn má sjá fyrir sér sem róf eða mælistiku þar sem alvarleiki vandans mælist frá vægri fíkniröskun til alvarlegs langvinns fíknsjúkdóms.

Skoðun
Fréttamynd

Fóru á trúnó og hittust svo á AA-fundi fimm árum síðar

Aron Mímir Gylfason, betur þekktur sem RonniGonni, og Bjarki Viðarsson, betur þekktur sem Jeppakall Doperman Rakki, hafa slegið í gegn á Twitter síðustu vikur. Þeir eru oft sagðir vera meðlimir „undirheima-Twitter“ en eru í dag báðir edrú og urðu meira að segja vinir í meðferð.

Lífið
Fréttamynd

Dyngjan gefst upp og lokar áfangaheimili sínu

Áfangaheimili Dyngjunnar, hið eina sinnar tegundar sem tekur á móti og veitir konum athvarf sem koma úr vímuefnameðferð og eiga hvergi höfði sínu að halla, mun að öllu óbreyttu hætta starfsemi um næstu áramót.

Innlent
Fréttamynd

Var í dái í tvær vikur eftir of stóran skammt af ópíóíðum

Leikarinn Matthew Perry opnar sig um fíknina sem hann hefur verið að fást við í gegnum árin og skildi hann eftir nær dauða en lífi í viðtali við People. Eftir að hafa tekið inn of mikið magn af ópíóíðum fyrir fjórum árum síðan rofnaði ristillinn hans og endaði hann í dái í tvær vikur. 

Lífið
Fréttamynd

Geð­heil­brigðis­­starfs­­maður í lög­reglu­bíl

Undanfarið hefur umræða um geðheilbrigðismál orðið umfangsmeiri í samfélaginu og ákall er eftir auknu aðgengi að faglegri þjónustu. Í því samhengi er mikilvægt að efla samstarf milli geðheilbrigðiskerfisins og lögreglunnar, eins og hefur þegar gefist vel víðsvegar um heiminn.

Skoðun
Fréttamynd

Þekkir þú Nal­oxone og kanntu að nota það?

Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár.

Skoðun
Fréttamynd

Spila­kassa­rekstur Rauða krossins

Næstkomandi föstudag stendur til að fara í mannvinasöfnun á vegum Rauða krossins. Þjóðþekkt tónlistarfólk, skemmtikraftar og áhrifafólk í samfélaginu munu leggja málefninu lið.

Skoðun
Fréttamynd

Stofnar ný samtök og vill fara að rótum fíknivandans

Ný notendasamtök hafa verið stofnuð hér á landi til að bæta lífsgæði fíkla og berjast fyrir umbótum. Formaður samtakanna segir að nú sé þeirra tími kominn en allir beri skaða af þegar jaðarsettir hópar fá ekki mannsæmandi meðferð. 

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki óskastaða neins að búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni“

Rusl, gamlar sprautur og tjöld heimilislausra eru algeng sjón þegar rölt er um Öskjuhlíðina. Hún hefur lengi verið eitt helsta afdrep heimilislausra sem komast ekki að í neyðarskýlum borgarinnar. Talsmaður skaðaminnkunarteymis Frú Ragnheiðar kallar eftir meira húsnæði fyrir hópinn. Framkvæmdastjóri hjá velferðarsviði borgarinnar segir húsnæðisvanda til staðar en að reynt sé eftir fremsta megni að bæta þjónustuna.

Innlent
Fréttamynd

Svona út­rýmum við skipu­lögðum brota­hópum

Nýlega lagði lögreglan hald á 100 kg af kókaíni sem voru falin í vörusendingu. Þetta er langmesta magn ólöglegra vímuefna sem hefur verið haldlagt í einu hérlendis. Þó telur lögreglan að haldlagningin hafi ekki teljandi áhrif á framboð á markaði.

Skoðun
Fréttamynd

Stríðið er tapað

Stríðið gegn vímuefnum er tapað. Það virðist ekki skipta máli hversu miklum peningum og starfskröftum við verjum í það, einhvern veginn standa vímuefnin alltaf upp sem sigurvegarinn. Ekki einu sinni langstærsta haldlagning á kókaíni í sögunni er talin hafa nein teljandi áhrif á vímuefnamarkaðinn. Sölumenn hafa alla vega ekki miklar áhyggjur: „Það er alltaf nóg til af dópi.“

Skoðun
Fréttamynd

Lyfjaverslanirnar dæmdar fyrir sinn þátt í ópíóðafaraldrinum

Alríkisdómstóll hefur úrskurðað að þrjár stærstu lyfjaverslanakeðjur Bandaríkjanna þurfi að greiða 650 milljónir dala í sekt fyrir sinn þátt í ópíóðafaraldrinum í tveimur sýslum í Ohio. Umræddar keðjur eru Wallgreens Boots, CVS og lyfjaverslanir Walmart.

Erlent
Fréttamynd

Bréf frá Láru: Að losna úr viðjum matarfíknar

Lára Kristín Pedersen er þrefaldur Íslandsmeistari í fótbolta, tvöfaldur bikarmeistari, hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki í efstu deild, fyrir íslenska landsliðið og sem atvinnumaður erlendis. Allt meðfram því að glíma við matarfíkn. Í bókinni Veran í moldinni: Hugarheimur matarfíkils í leit að bata segir þessi 28 ára Mosfellingur frá baráttu sinni við þennan sjúkdóm sem er svo mörgum hulinn; leitinni að lausn, risum og föllum, skömminni sem er fylgifiskur fíknarinnar og leiðinni til bata.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar

Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni.

Innlent
Fréttamynd

„Mikilvægt að þetta komi allt frá persónulegum og berskjölduðum stað“

Aron Ingi Davíðsson vakti athygli sem einn af eigendum og meðlimum Áttunnar á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en Aron flutti meðal annars til Los Angeles til að læra leikstjórn og handritsgerð við New York Film Academy. Nú vinnur hann að því að skrifa þáttaseríu með framleiðslufyrirtækinu ZikZak þar sem Sigurjón Sighvatsson er yfirframleiðandi en um er að ræða unglingaseríu sem kemur inn á ýmis málefni og byggir á persónulegri reynslu. Blaðamaður tók púlsinn á Aroni Inga.

Lífið